Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 236 ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR; HINIR LIFANDI CIMSTEINAR KÓLIBRÍFUGLARNIR eiga heima í Vesturheimi — Norður Ameríku, Mið Ameríku, Suður Ameríku og á eyunum þar í grennd — en hvergi annars staðar. Þeir eru mjög mismunandi að útliti og í Alheimsfuglatali James Lee Peters 1945, er þeim skift í 123 ættkvíslir, 319 tegundir og 656 flokka. Þeir eru dreifðir um allt, en mest er af þeim í hitabeltinu beggja megin við Miðjarðarlín- una. Og Ecuador mætti gjarna kallast aðalheimkynni þeirra, því að þar er mest af þeim og þar er um helmingur allra þeirra teg- unda, er fundist hafa. Þeir eru alls staðar. Þeir eru í frumskóg- unum, í aldingörðum, á grasslétt- um, á fjöllum uppi og jafnvel á eyðimörkum, eða alls staðar þar sem nokkur blóm spretta. Sumir eru farfuglar, þar á meðal þrjár tegundir, sem verpa í Norður Ameríku. Og þær geta ferðast um 3000 km. milli varp- stöðva og vetrarstöðva. Talið er að ein tegundin leggi leið sína þvert yfir Mexikóflóa, en það er 800 km. flug, og er það ekki lítið afrek af fugli, sem er tæpir 3 þuml. á lengd. Meðal kólibrífugla eru hinir minnstu fuglar, sem til eru, og má þar nefna eina tegund, sem á heima á Kúba og er ekki nema rúmir tveir þuml. á lengd. Stærstu kólibrífuglarnir eiga heima í Pata goníu og er um þuml. á lengd. Kólibrífuglarnir eru skrautleg- astir allra fugla, og hafa því oft verið nefndir „lifandi gimstein- ar“. Liskrúð þeirra er ekki aðal- lega í fjöðrunum, heldur brotnar sólarljósið á þeim og kemur fram jafnvel skærara litróf en er í regn boganum, og er helzt að líkja því við litrófið sem kemur fram þeg- Hér má sjá hve einkennilega þeir bera vængina fyrir sig. ar olía fer niður á raka götu. Til þess að sjá þetta skæra litróf verða menn að horfa á fuglana undan sól, en litirnir breytast og hverfa eftir því sem fuglinn hreyf ir sig. Það lætur einkennilega í fjöðrum þeirra er þeir fljúga, og þess vegna eru þeir víða við það kenndir og kallaðir „suðandi fuglar“. Sums staðar eru þeir kenndir við smæð sína og annars staðar við það að þeir lifa á blóm um. Indíánar voru þá skáldlegri og höfðu gefið þeim mörg nöfn og kennt við geisla. Þau nöfn, er vísindamenn hafa gefið þeim, eru sum skáldleg svo sem Topazapyra, sem þýðir hinn glóandi tópas, Stellula, sem Jfýðir litla stjarn- an, Chrysolampis, sem þýðir hinn gullni kyndill og Sapphirina, sem þýðir safír. Þannig eru fuglarnir kenndir til tveggja litskærustu gimsteina. Ekki eru allir kólíbrí JÞessi er einn af farfugiunum sem flýgur yfir Mexikóflóa,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.