Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 6
234 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hengi fyrir skápinn áður en hann fór að hátta, — og svaf svo eins og steinn. En upp frá þeirri stund, er líkið var látið í glerskápinn, var sem ham- ingjan hefði snúið baki við Seyfert. Hann varð fyrir stórkostlegum skakka -föllum. Margar dýrmætar vörusend- jngar fórust með skipum á leið frá Ameríku. Gróðabrall með spönsk skuldabréf misheppnaðist algjörlega. Allskonar veikindi sóttu á þjónustu- fólk hans, og það var eins og enginn gæti haldið heilsu í húsinu nema hann einn. Málaferlin við ættingja konunnar höfðu orðið honum dýr. Honum misheppnaðist hvert fyrirtæk- ið eftir annað. Og á einu ári var hög- um hans svo breytt, að hann hafði misst allt lánstraust, en skuldakröfur steðjuðu að honum úr öllum áttum. Það var einmitt á fyrstu árstíð kon- unnar að bókari hans skýrði honum frá því í hvert óefni væri komið. Hann var ekki lengur miljónamær- ingur, hann var eignalaus maður og hlaut að fara í skuldafangelsi, gæti hann ekki greitt 40.000 Sterlingspund daginn eftir. Það var ekki að sjá að honum brygði neitt við þessi tíðindi. Hann fór rakleitt heim til sín og inn í svefnherbergi sitt þar sem glerskáp- urinn var. A lík konu sinnar hafði hann hengt gimsteina, sem voru 50.000 Sterlingspunda virðL Þessi mikla fjárfúlga hafði verið þarna ó- arðbær i eitt ár, en nú ætlaði hann að grípa til hennar. Að þessu sinni dró hann ekki græna forhengið fyrir skápinn. Hann setti ljós á borð, opnaði skápinn og ætlaði að tína dýrgripina af líkinu. Þeir áttu nú að bjarga honum. 1 augnatætturnar hafði hann látið fella tvo stóra og dýrmæta safíra. En þegar hann opnaði skápinn, hnykkti honum við, því að í stað hinna fögru safíra virtist honum tvær glerkúlur stara á sig. Og demantamir, sem hann hafði litið á hvert kvöld áður en hann byrgði skápinn, sáust nú hvergi. Ljósið frá lampanum lagði beint inn í skápinn, og það var eins og kaldhæðnisglampa leggði úr gler- kúlunum beint framan í hann. Hroll- ur fór honum um merg og bein, og ósjálfrátt hörfaði hann frá skápnum. Um leið skaut upp hjá honum þeim Peningar BREZKA myntsláttan gerir ráð fyrir því að „slá peninga" úr plasti, en það efni hefir aldrei verið notað í gjald- genga mynt. Efni í peninga hefir aðallega verið gull, silfur og kopar, misjafnlega blandað. Eftir því sem efnið hefir verið skírara í peningunum, hefir mátt marka hvað efnahagur þjóðarinnar hefir verið góður. En það var alltaf venjan á erfiðum tímum, að blanda málmana meir og meir með öðrum efnum, einkum sinki. Ágjarnir ein- valdskonungar notuðu sér þetta líka til þess að auðgast á því, sbr. það grun, að þjónn, sem hann hafði rekið þá um daginn, mundi hafa rænt öll- um gimsteinunum. Og um leið greip hann skelfing og hræðsla við líkið, en til þess hafði hann aldrei fundið áður. En kvíðinn út af yfirvofandi gjaldþroti daginn eftir, varð þó ótt- anum yfirsterkari. í einhverju tryll- ings æði reif hann líkið út úr gler- skápnum og bar það að ljósinu. Þar leitaði hann og leitaði í fötunum, en fann ekkert. Jafnframt sóttu á hann hræðilegar hugsanir, er hann var að velta líkinu fyrir sér. Nú var eins og allar hinar sönnu ásakanir konunn- ar, meðan hún var í lifanda lífi, hljómuðu í eyrum hans með málrómi hennar. Og nú smugu þær í gegnum sál hans, þótt hann hefði ekki látist heyra þær áður. Hann sá ekki betur en varir hennar bærðust. Og í fyrsta skifti fekk hann samvizkubit af því að hafa rænt hana grafarró, til þess að geta svikið ættingja hennar um greiðslu á arfinum. „Þú segir satt“, mælti hann við lík- ið, „eg var tilfinningalaus óþokki, eg hugsaði aðeins um sjálfan mig og auð þinn. En hvað er nú orðið af honum? Hvar eru gimsteinamir, sem eg skreytti þig með? Þar sýndi eg þér þó virðingu, og þú áttir einnig að tryggja hamingju mína .... Ham- ingju njína, — nei, þú fórst með hana með þér! Og þú fórst líka með gimsteinana! Nei, það er nú ekki satt, þeim hefir verið stolið. Hvers vegna iír plasti sem sagt er um Haraldssláttu f Hall- dórs þætti Snorrasonar. Eftir fyrri heimsstyrjöldina gáfu Þjóðverjar út peninga úr postulíni og hörðum pappa. í borgarastyrjöldinni á Spáni voru einnig gefnir út pappa- peningar. Mussolini lét taka úr um- ferð alla peninga úr gulli og silfri og setja stálpeninga í þeirra stað. í seinni heimsstyrjöldinni voru Bandaríkjamenn að hugsa um að gefa út 3 c. peninga úr gleri, til þess að spara kopar. Það varð þó ekki úr því, en gefnir voru út stálpeningar með nikkelhúð, og urðu þeir aldrei vinsælir. hræddirðu ekki þjófinn með eldglyrn- unum í þér? Hvers vegna hótaðir þú honum ekki eilífri fordæmingu — eins og þú hótar mér nú? Ó, — slepptu mér, slepttu mér — ætlarðu að hengja mig?“ Honum fannst líkið læsa örmum um háls sér og hlæa tryllingslega. Hann hneig meðvitundarlaus á gólfið og líkið á hann ofan. Þannig fannst hann morguninn eft- ir, að vísu lifandi, en brjálaður. í tuttugu ár hugsaði hann ekki um annað en líkið og sinn glataða auð. Viðureignin við líkið um nóttina var sú martröð, sem hann var alltaf að tala um. Þess vegna fengu menn að vita hvað gerzt hafði, og hvað hann þóttist hafa heyrt og séð meðan hann var að fást við líkið. Gimsteinarnir fundust aldrei. Miljónamæringurinn Mr. Seyfert, andaðist sem niðursetn- ingur í geðveikrahæli í Lundúnum. Gömul piparmey stóðst ekki reiðari heldur en ef einhver vorkenndi henni að hún skyldi aldrei hafa eignast mann: — Hvað á ég að gera við mann? sagði hún. Ég á hund, sem urrar og bítur, páfagauk sem krossbölvar, og kött sem er úti á hverri nóttu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.