Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 14
241 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nafnið stytt í cyprium og enn seinna í cuprum. Kopar á því við málm, sem kominn er frá Kýpur. Nöfn af bergtegundum Þrettán frumefni draga nöfn sín af þeim bergtegundum, þar sem þau hafa fundizt. Það eru: alumin- ium, barium, beryllium, boron, calcium, fluorine, lithium (dregið af gríska orðinu lithos, sem þýð- ir steinn), nitrogen, potassium, samarium, strontium, thorium og zirconium. Nafnið bismuth halda menn að sé dregið af grísku orðunum wis, sem þýðir hvítt, og mat sem þýðir flikki, og ætti það þá að þýða hvítt flikki, og draga nafn sitt af litnum. Tungsten er aftur á móti kom- ið úr sænsku. Það er sett saman af orðunum tung (þungur) og sten (steinn) og þýðir þungur steinn eða þungsteinn, og hefir fengið nafn sitt af eðlisþyngd. Eiginleikanöfn Nítján frumefni draga nöfn af eiginleikum sínum. Argon — nafnið dregið af gríska orðinu argos, sem þýðir aðgerða- laus eða áhrifalaus. Actinium — er geislavirkt efni og nafnið er dregið af gríska orð- inu aktinos, sem þýðir ljósgeisli. Astatine — er einnig geislavirkt efni og nafnið er dregið af gríska orðinu astatos, sem þýðir óstöð- ugt, vegna þess að það breytist í önnur frumefni er það geislar sér út. Bromine — er komið af gríska orðinu bromos, sem þýðir illur þefur, og lýtur að því að vond lykt er af efninu. Cesium — er komið af latneska orðinu caesius, sem þýðir blágrár og lýtur að litnum á efninu. Calorine — er komið af eríska orðinu chloros, sem þýðir ljós- grænn. Chromium — er komið af gríska orðinu chroma, sem þýðir litur og lýtur að því að efnið er marg- litt. Helium — er dregið af gríska orðinu helios, sem þýðir sól, vegna þess að þetta efni fannst fyrst í sólinni við geislamæling- ar. — Indium — er dregið af gríska orðinu indikon (indigo), sem þýð- ir fjólublár litur. Iodine^ — (joð) er dregið af gríska orðinu iodes, sem þýðir fjólulitt, og kemur af því að þegar efnið gufar upp verður það fjólu- blátt á litinn. Iridium — er dregið af litrófi þess og latneska orðinu iris eða iridis, sem þýðir regnboga. Neon — er komið af gríska orð- inu neos, seni þýðir nýr, og fekk nafn sitt af því að það var þá nýtt frumefni. Osmium — er komið af gríska orðinu osme, sem þýðir þefur, og lýtur að því að óþægilegur þefur er af efninu. Phosphorus — hefir fengið nafn sitt af því, að það lýsir í myrkri og er nafnið dregið af gríska orð- inu phosphorus, sem þýðir ljós- gjafi. Radium — var fyrsta geislavirka efnið sem fannst og hlaut það nafn sitt af latneska orðinu radi- us, sem þýðir geisli. Rhodium — dregur nafn sitt af gríska orðinu rhodon, sem þýðir rós og lýtur að því, að það er stundum rósrautt. Rubidium — hefir tekið nafn sitt af latneska orðinu rubidus, sem þýðir rauður. Technetium — hefir fengið nafn af gríska orðinu technetos, sem þýðir tilbúinn, vegna þess að þetta var fyrsta frumefnið sem menn t framleiddu á tæknilegan hátt. Thallium — er dregið af gríska nafninu thallos, sem þýðir frjó- kvistur, vegna þess að það er grænleitt. Nöfn úr goðafræði Kvikasilfur er nefnt mercury og er það dregið af nafni gríska goðs- ins Mercur, sem var skjótur í ferð- um, og bendir til þess hvað skjót- ar eru hreyfingar kvikasilfurs. Promethium — er dregið af nafni guðsins Promeþeus, sem skapaði manninn og gaf honum eldinn. Titanium — dregur nafn sitt af jötnunum í grísku goðafræðinni, en þeir voru kallaðir Titanar. Vanadium — er aftur á móti komið úr norrænni goðafræði og kennt við Vanadís, eða Freyu. I Frumefni kennd við menn Curium — það var skírt svo til heiðurs við Curie-hjónin. Einsteinium — skírt til heiðurs við Albert Einstein. Fermium — skírt til heiðurs við eðlisfræðinginn Enrico Fermi. Gadolinium — skírt til heiðurs við eðlisfræðinginn John Gadolin. Mendelevium — skírt til heið- urs við Dmitri Mendelejeff. Galliam — er dregið af latneska nafninu gallus, sem þýðir hani, en er á frönsku coq, og þannig er frumefnið kennt við vísinda- manninn Lecoq, sem fann það. Staðanöfn Nítján frumefni eru kennd við sérstaka staði, þar af fjögur við sama staðinn, Ytterby í Svíþjóð, en þau eru Erbium, terbium, ytt- rium og ytterbium. Americium og europium eru kennd við Ameríku og Evrópu. Berkelium og californium eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.