Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 239 Sp/aldskrá um náftúrufrœði eru óánægðir, eða rífast. Sumir reka upp ýmis kennihljóð í til- hugalífinu, en það er ekkert svip- að því og að heyra í söngfuglum, þótt ekki geti þeir talist til hinna betri söngvara. Þó er engin regla án undantekningar. Ein tegund kólibrífugla, sem nefnist „schistes geoffroyi" hefir dáfallega söng- rödd, þótt ekki komist hún til jafns við þrastasöng. Það er einkennilegt við kóli- brífugla hvað þeir eru gæfir, þrætugjarnir og forvitnir. Það er eins og þeir treysti á snarræði sitt og flughæfileika að geta forðað sér á seinustu stund. Þar sem þeir eru villtir virðast þeir alls ekki óttast manninn og koma alveg að honum. En þar sem þeir eru 1 görðum, má venja þá á að sækja fæði í lófa manns. Þetta er svo sem ekki af því að þeim geðjist vel að manninum, heldur eru þeir vissir um að geta forðað sér hvenær sem þeir vilja. Sagt er að þeir sé mjög hrifnir af sterkum rauðum lit, og má það vera vegna þess að flest blóm eru rauð. Dæmi eru þess að þeir réð- ust á mann, sem var með rautt hálsbindi, og hömuðust á bindinu til þess að vita hvort nokkur matur væri í því. Á öðrum stað voru kólibrífuglar í búri og var settur hitamælir í búrið og var með rauðu kvikasilfri. Fuglarnir hömuðust á mælinum til þess að vita hvort ekki væri matur í þessu rauða striki. Eins og flestir fuglar helga þeir sér ákveðin landsvæði og eru dug- legir að verja það. Þeir víla ekki fyrir sér að ráðast á sér mörgum sinnum stærri fugla og hrekja þá burt. Það er víst mjög svipað hvemig fuglar af hinum ýmsu tegundum draga sig saman. Kvenfugl sezt á lága grein og situr þar. Karl- ÚT eru nú gefin 500 tímarit um náttúruvísindi, og þar birtast upp- lýsingar um flestar tegundir jurta og dýra, sem finnast. En enginn náttúrufræðingur getur aflað sér allra þessara rita, og þau eru heldur ekki öll til á bókasöfnum. Þetta veldur miklum erfiðleikum, þeim er vilja fylgjast með hvaða nýar tegundir bætast við. Við skulum taka dæmi: Skordýra- fræðingur finnur nýa mýfluguteg- und í Kaliforníu, og hann skýrir frá þessu í einhverju tímariti og gefur tegundinni nafn. Nokkuru seinna finnur annar skordýra- fræðingur sömu tegundina í Afríku. Hann veit ekkert um að hún ér fundin áður. Hann segir frá fundi sínum 1 einhverju tímariti, og gefur tegundinni allt annað nafn heldur en hún hafði áður fengið. Þetta getur valdið margvísleg- um erfiðleikum. Hér er sama flugnategund með tveimur nöfn- um, og það getur villt þá vísinda- menn, sem eru að rannsaka flug- ur sem smitbera. Að vísu leið- réttist þetta seinna, en mörg ár geta liðið áður. Til þess að bæta úr þessu hefir prófessor William L. Brown við landbúnaðarháskólann í New York komið fram með nýa tillögu, sem hann telur að auðvelda muni mjög störf náttúrufræðinga og fugl flýgur hátt í loft upp og steypir sér svo niður á hvínandi ferð eins eldflaug og kemur niður rétt hjá þeirri tilvonandi. Hún hrekkur við, en situr þó kyr, og nú fer hann að dansa í loftinu fyrir framan hana og gætir þess að sólin skíni alltaf á sig, svo að annara vísindamanna. Hann vill að einhver alþjóðastofnun, til dæmis Sameinuðu þjóðirnar, taki að sér að gefa út spjaldskrá handa náttúrufræðingum. Þeim skulu send spjöldin, og í hvert skifti sem þeir finna einhverja nýa teg- und, skulu þeir rita allar upplýs- ingar um hana á spjald, og senda það til stofnunarinnar. Með þessu móti söfnuðust jafnharðan á einn stað allar upplýsingar um nýar tegundir, og stofnunin birtir svo fréttir um það í ákveðnu tíma- riti eða eigin útgáfu. Brown vill að sá sem fyrstur sendir tilkynn- ingu um einhverja nýa tegund, fái að ráða nafni á henni, og fylgir þar þeirri föstu reglu, að elzta nafn hverrar tegundar skuli ganga fyrir öðrum. Komi svo til- kynningar frá fleiri mönnum um að þeir hafi fundið þessa tegund, skal ekki skeyta um hvaða nöfn þeir hafa gefið henni, en bæta öllum upplýsingum þeirra við það, sem áður er sagt um tegund- ina. Hann ætlast og til að náttúru- fræðingar geti pantað spjöldin með öllum upplýsingum hjá stofn- uninni, og fengið þau send reglu- lega ársfjórðungslega eða á hverju misseri. Með þessu móti geti náttúrufræðingar eignast spjald- skrá um allar nýar tegundir, og muni telja hana ómissandi. hún sjái allt litskrúð sitt. Seinast lætur hún undan, en þegar hann hefir fengið vilja sinn, þeytist hann burt og skeytir ekki framar um hana. Hann fer að leita sér að öðrum ástmeyum. Og nú verður frúin yfirgefna að fara að búa sér til hreiður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.