Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 12
176 LESBOK MORGUNBLAÐSINS sjórinn litaðist blóði. Þessi slátrun helt áfram allan daginn. Tvívegis lá viS slysi. Hákarlar komu sporð- inum undir bátana og hófu þk á loft, en mönnunum tókst að halda þeim á réttum kili og létu sem ekkert væri. Þegar eg fór frá eynni sagði eg við gestgjafann að nú yrði eg að láta hreinsa mig rækilega, því að lyktin þarna væri svo megn að hún gæti knúið geimfar til Marz. „Hvaða Iykt?“ spurði hann. „Eg finn enga lykt“ NÆST KOM Foxford. Það er lítið þorp við ána Moy. Eg stóð á brú yfir ána og virti fyrir mér útsýnið. Heyrði eg þá fagran söng, og eg sá ungar stúlkur, með nunnu í fararbroddi, koma út um hlið á ullarverksmiðju. Mér fannst þetta skrítið, en seinna komst eg að því, að verksmiðjan, klaustur og kirkja standa þar hlið við hlið. — Árið 1891 var Foxford einhver fátækasti staðurinn á þessum slóðum. En svo var það einn dag að Móðir Arsenius stóð hér á brúnni og virti fyrir sér útsýnið eins og eg. Hún hugsaði um hve mikil bágindi væri hér, og þá kom henni ráð í hug að leysa staðinn úr viðjum fátæktarinnar. Hér skyldi stofnuð ullarverksmiðja. Móðir Arsenius átti enga pen- inga og hún þekkti ekkert til ull- ariðnaðar. En þegar mbnn vildu draga úr áhuga hennar, svaraði hún: „Forsjónin getur hjálpað okkur, og forsjónin mun hjálpa okkur“. Og það varð orð að sönnu. Árið 1932 dó Móðir Arsen- ius, en þá var komin þarna verk- smiðja, sem hafði gjörbreytt ævi íbúanna. Verksmiðjan gengur ágætlega og selur dúka sína til margra landa. DONEGAL er annars mi&töð írska ullariðnaðarins. Þar má í hverju koti heyra högg í vefstól- um. Stundum má þar sjá skeggj- aðan fjallabúa bíða á krossgötum, og svo ber þar að vagn, og öku- maður afhendir bóndanum vefjar- rif með uppsettum vef. Hann leggur rifinn á bakið og heldur sína leið. Vagninn heldur áfram og úthlutar rifjum hingað og þangað. Forstjóri klæðaverksmiðj- unnar Magee & Co skýrði þetta fyrir mér: „Áður fyr komu bænd- ur með voðir sínar á markaðinn. Þær voru auðvitað mismunandi góðar því menn kunnu ekki að setja upp vefina. Stundum vættu þeir dúkana svo að þeir væri þyngri. En stundum bundu þeir annan endann við tré og beittu asna fyrir hinn endann til þess að láta hann teygja voðina, svo að hún reyndist lengri. E_n svo var það fyrir 50 árum að faðir minn breytti þessu og lét þá fá vefina heim til sín. Og nú vinna 150 vef- arar fyrir okkur um allt Donegal- hérað og fara eftir fyrirsögn okk- ar“. Hann skýrði mér og frá því, að litirnir í dúkunum yrði að vera mjög mismunandi eftir því hvert þeir ætti að fara. Nú þýðir ekki að bjóða gulgræna dúka í Vestur- Evrópu, þeir þykja minna allt of mikið á einkennisbúninga Þjóð- verja á stríðsárunum. Bandaríkja- menn vilja dúka með hvítum og svörtum tiglum. Svíar vilja græna dúka. ítalir vilja hafa þá dökk- brúna, en Nýsjálendingar marg- lita. Einn dag fór eg með vagninum sem úthlutaði vefjunum. Eg kom inn í margar baðstofur, þar sem vefstóll var á gólfi. Eg sá fjölda af börnum en enga vefara. „Það er gott veður í dag“, sagði ökumaður, „og þeir eru annað- hvort í mógröfum eða að taka upp kartöflur. Þeir vefa aðeins þegar slæmt er veður“. NÚ LAGÐI eg leið mína til vatns- ins Derg í Donegal. Það er á milli fjalla og úti í því miðju er dálítil ey. Þar eru mörg hús og stór kirkja. írar segja að þar hafi heilagur Patrekur verið einsetu- maður og séð sálir þeirra, sem hann báð fyrir. Um aldir hefir þetta verið frægur yfirbótarstaður meðal allra kaþólskra manna. Og enn er það svo, meðan pílagríma- straumurinn er sem mestur, að engir aðrir en yfirbótarmenn fá að koma út í eyna. Á miðöldum höfðust pílagrím- arnir þar við í dimmum helli níu sólarhringa samfleytt, og fengu þar margar furðulegar vitranir. Árið 1517 skrifar ítalskur maður: „Af þeim, sem fóru inn í hellir- inn ásamt mér, sáu tveir svo hræðilegar sýnir, að annar þeirra varð vitskertur .... Aðrir sáu fagrar konijr, sem buðu þeim ávexti og allskonar góðgæti .... Enn aðrir urðu ekki varir við neitt nema kulda og hungur og skreiddust hálfdauðir út úr hell- inum næsta dag“. Meðan eg hinkraði hjá vatninu komu þangað þrír bílar fullir af pílagrímum. Aðallega voru það konur og flestar ungar. Þá kom vélbátur brunandi frá eynni og sótti fólkið. En nú komu fleiri bílar og hópur manna stóð á vatnsbakkanum. Kona nokkur, sem nú kom þarna öðru sinni, sagði mér að pílagrímarnir færi úr skóm og sokkum, og gengi ber- fættir þá þrjá daga, sem þeir eru á eynni. Þeir snæða einu sinni á dag hart hafrakex eða rúgbrauð og drekka te með. Nú dveljast þeir aðeins eina nótt í kirkjunni, í stað þess að vera 9 nætur í hell- inum, eins og áður var. Þannig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.