Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 2
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Stundum urðu þeir þó að bíða lengi lags inn í sjálfa vörina, eða lendinguna. Þegar hátt var í sjó og mikið brim, var þarna oft mikil hætta á ferðum og mátti engu skeika. Vörin var ekki annað en klettakvos, klappir og grjót á báð- ar hendur. Ef eitthvert skip hafði ekki ró- ið um daginn, komu skipverjar af því(1 skinnklæddir niður í vör til að taka á móti fyrsta bátnum. Stóðu þeir þar í sjónum í tveim- ur fylkingum, og renndi svo skip- ið inn á milli þeirra. Árar voru lagðar • inn í skipið, formaður beitti stjakanum til þess að skip- ið snerist ekki flatt við sjónum. Og svo gripu sterkar hendur um bæði borð og drógu skipið upp í fjöru þar til það var úr allri hættu. Mátti þá sjá mörg traust og örugg handtök, enda voru þessir menn volkinu vanir og vissu hvað í húfi var. Þarna háði maðurinn nokkurs konar kappleik við hin villtu náttúruöfl, og fyrir unga drengi var þetta áhrifamikil sjón, því að þeir vissu hvað í veði var. En ótrúlega sjaldan urðu slys í þessari miklu brim- stöð. Mér finnst rétt að skjóta hér inn fáorðri lýsingu á húsakynnum heima. Fyrst var þá baðstofan, þar sem heimafólk svaf. Þar voru 10 rúm, sex í suðurenda og fjögur í norðurenda. Milli skilrúmanna þar var eitt stafgólf og þar var uppgangurinn. Beint á móti dyr- um var stórt borð, kallað kaffi- borð. Þar var drukkið morgun- kaffi á vertíðum. Svo voru tvö hús úr timbri, annað allstórt á þeirra tíma mælikvarða, og í því allstór stofa og gestaherbergi. Svo var sjóbúð, alltaf kölluð „Búð4n“. Veggir hennar voru hlaðnir úr grjóti og reft á þá, en á áreftinu var tvöfallt torfþak. Með báðum veggjum voru grjótbálkar. Það voru rúm sjómannanna og ekkert timbur í þeim nema rúmstokkar og milligerðir. Hvert rúm var ætlað tveimur mönnum og voru þeir kallaðir lagsmenn. Enn voru þarna útihús, svo sem smiðja, geymsluskemma og nokkrir torf- kofar. Þegar eg var að alast upp voru gerðar út frá okkur tvær fleytur og stundum þrjár; voru það þá tveir áttæringar og eitt sexmanna- far. Á þessi skip þurfti 30 menn, og voru því margir aðkomumenn á vetrum, líklega um tuttugu. Voru þeir úr ýmsum áttum, en flestir úr Árness- og Rangárvalla- sýslum. í „Búðinni“ voru sex rúm og þar voru alltaf 12 menn. Handa hinum voru gerð bráðabirgðarúm í hinum húsunum. Oftast höfðu sjómenn sjóklæði sín heima og voru þau geymd í sérstökum torfkofa, þar sem þau gátu ekki frosið á nóttum, því að oft voru mikil frost framan af vertíð. Þessi sjóklæði voru saum- uð úr skinnum, ýmist úr sauð- skinnum, kálfskinnum eða há, og voru því kölluð skinnklæði. Þau voru sjóhattur, stakkur og brók, og svo voru skór úr sútuðu leðri, sem mest líktist sólaleðri. Skinn- klæðin voru smurð með þorska- lýsi, eða lifur núið í þau, svo að þau þyldi betur bleytu. Þetta gátu verið beztu flíkur, og þeir sem kunnu að klæðast þeim rétt, þoldu vel bæði sjóvolk og kulda. í þessi sjóklæði fóru menn oft á morgnana heima og gengu í þeim til skips, en sjávargatan hjá okk- ur var um hálfur kílómetri. Við skulum hugsa okkur að við séum komin til Grindavíkur á vertíðinni 1898, eða fyrir 63 ár- um. Og svo skal eg reyna að lýsa fyrir ykkur einum degi þar. Það er ekki neinn ákveðinn dagur, heldur einn af mörgum, því að hið sama gerðist þar dag eftir dag og ár eftir ár á sama tíma. En eg tek dæmið frá vetrarvertíð, því að hún var aðalbjargræðistím- inn og þá var mest um að vera. Þá var þar og fjölmennast, vegna þess hve margir voru vertíðar- menn; þeir voru ýmist kallaðir Norðanmenn eða Austanmenn, eftir því hvaðan þeir voru, eða aðeins sjómenn. Vertíðin er nýlega byrjuð. Þá var alltaf notuð ýsulóð (sem nú er kölluð lína). Var hún beitt að kvöldi, en róið þegar með birtu á piorgnana. Þá voru ekki til nein ljósatæki, er bátar gæti notað, svo að þeir urðu að haga sér eftir dagskímunni, en alltaf var lagt á sjóinn áður en fullljóst var. Það var oft þessa morgna, að við krakkar vöknuðum við mik- inn umgang, því að allt var á ferð og flugi í baðstofunni er heimamenn voru að búast á sjó- inn. Svo bættist það við, að flest- ir aðkomusjómenn komu úr úti- húsum til baðstofu, stundum skinnklæddir, til þess að fá sér kaffi eða mjólkurbland. Það hafði einhver vinnukonan hitað. Ekki var neitt með þessari hressingu annað en kandísmoli. Aldrei man eg eftir því að sjómennirnir fengi matarbita á morgnana, enda munu þeir ekki hafa verið mat- lystugir svo snemma dags. Þessi hamagangur stóð þó ekki lengi. Allir flýttu sér sem mest þeir máttu. Það þótti mannsbrag- ur að því að vera fljótur til skips, og seinlátir menn voru alls stað- ar illa liðnir. Við vorum þá heima þrír strák- ar 10—12 ára að aldri. Langaði okkur jafnan til þess að fara með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.