Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 4
168 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Þótt okkur strákunum þætti þetta kátleg sjón, sem við vildum sízt af missa, máttum við þó ekki eyða alltof löngum tíma niðri hjá vörinni, því að við höfðum líka skyldustörfum að gegna, þótt ung- ir værum. Við áttum að annast skepnurnar, hross og lömb, sem voru í húsi. Fyrst urðum við að gefa lömbunum og því næst láta hrossin út og reka þau niður í fjöru. Þar var oftast þari og hann rifu þau í sig. Við urðum að tína saman þara þarna í fjörunni og bera hann heim í hesthúsin og láta hann í stallana. Stundum var hann svo grófgerður að við ur5- um að brytja hann með hníf. Þar næst urðum við að sækja niður í fjöru gödduð bein, dálka og litla þorskhausa, berja þetta vel og láta í stallana með þaranum, og dreifa svo örlitlu af heyi ofan á. Þetta átu hrossin á nóttunni. Þegar við höfðum lokið þessum störfum var oft svo liðið á daginn að skipin voru að koma að. Þá varð nú að hlaupa niður í fjöru til þess að vita hvort okkar menn væri komnir. Fórum við þá með skóna þeirra handa þeim, því að þegar þeir skinnklæddust heima, skildu þeir skóna sína alltaf eftir. Oft fórum við með drukk handa þeim í fötu, það var sýrublanda, einkum ef norðanátt var og sýnt að þeir hefði fengið barning, því að þá komu þeir móðir og sveitt- ir að landi og þótti hressandi að fá sýrublöndu að drekka. Stundum urðum við að bíða eftir okkar mönnum, en þegar þeir voru lentir og við höfðum haft tal af einhverjum þeirra, helzt formanninum, og spurt um það sem við þurftum að vita, þá urðum við að taka sprettinn heim og láta vita að þeir væri komnir að. Og spurnixgarnar sem við vissum að við þurftum þá að svara, voru alltaf þessar: Hvað fiskuðu þeir mikið? Hvað seiluðu margir? Þarf að senda þeim kaffi og bita? Koma þeir heim að borða? Um allt þetta höfðum við orðið að þýfga formanninn áður til þess að geta gefið fullnægjandi skýrslu heima. Spurningin um hve margir seiluðu'var algeng vegna þess að menn vissu að af hverri seil komu 4—5 í hlut. Það minnsta var að einn seilaði, en stundum átta, ef •skipið var fullt af fiski. Og þegar það heyrðist að 8 hefðu seilað, þá komust allir á loft, bæði ungir og gamlir. Það kom varla fyrir snemma á vertíð, að tvíróið væri, en eftir að sílfiskur var kominn, var oft tví- róið og stundum þríróið. Þá not- uðu menn eingöngu handfæri, því að net voru þá ekki notuð sunnan við Reykjanes. Það gerðist ekki fyr en upp úr aldamótum, og í mjög smáum stíl í fyrstu. Að þessu sinni átti ekki að tví- róa, og piltarnir ætluðu allir að koma heim til matar þegar þeir höfðu komið skipinu í naust, bor- ið upp fiskinn og skift honum. Að máltíð lokinni fóru þeir svo allir niður að sjó aftur til þess að gera að fiskinum og beita lóðina fyrir næsta dag. Þessu var venju- lega lokið áður en myrkrið datt á. Eftir það áttu sjómennirnir frí og máttu hvíla sig og spjalla saman. Um líkt leyti höfðum við strák- arnir lokið skyldustörfum okkar, gefið lömbunum seinni gjöf og komið hestunum í hús, ásamt ýmsum fleiri snúningum. Eftir það máttum við leika okkur. Á föstunni voru Passíusálm- arnir sungnir á hverju kvöldi og lesin hugvekja. Voru sjómennirn- ir þá oft við í baðstofunni. Þó var það stundum, ef þeir komu seint af sjónum, að þeir fóru beina leið inn í „Búð“. Þá fengu þeir léðar bækur heima, og svo las einhver upphátt Passíusálm og hugvekju, áður en gengið væri til náða eftir langan og oft heillaríkan .vinnudag. Nú er öldin önnur. Nú ganga sjómennirnir í Grindavík á báta sína við bryggju, og þegar þeir koma að, leggjast þeir við bryggju og ganga þurrum fótum af skipi á land. Nú er, sem betur fer, ekki um að ræða hættulegar ýtingar og lendingar, og á öllum vinnu- brögðum er reginmunur frá því sem áður var. Hvern skyldi hafa órað fyrir því í Grindavík um aldamótin, að slík gjörbylting mundi verða á næsta mannsaldri? Molar Technetium nefnist frumefni sem vísindamenn hafa orðið varir við á stjörnunum og sólinni, en hefir ekki fundizt hér á jörð. Nú hefir tekizt að framleiða það í kjamaofnum. Þetta er fyrsta frumefnið, sem mönnum tókst að framleiða, og þó ekki nema litla ögn, samt nóg til þess að hægt var að finna bræðslustig þess, en það er um 2200 gr. C. Uppgötvanir áttu erfiðara uppdrátt- ar fyrrum, en nú er. Það var ekki fyr en 200 árum eftir að púðrið fannst, að farið var að nota það almennt; ljósmyndasmíði var 112 ár á uppsigl- ingu, ritsíminn 56 ár, sjónvarpið 12 ár og kjamorkan 6 ár. - • - Athuganir sem gerðar hafa verið 1 Columbia-háskólanum í Bandaríkjun- um, sýna að veðrið hefir mikil áhrif á skaplyndi manna og líðan, þó sér- staklega kvenfólks. Á björtum góð- viðrisdögum líður fólki bezt, en þeg- ar lægðir ganga yfir og dimmt er loft, sækir á það þunglyndi og ama- semi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.