Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 171 andstætt sem það er tízkutalinu, utan kirkju og innan, en eigi að síður mun það þó sannleikurinn. Vonandi er að enginn þurfi að vera lengi í því myrkri, en djarft þætti mér að fortaka nokkuð þar um. Náttúrlega er það ekki fyrir mig eða þig að skipa mönnUm til sætis fyrir handan, en finnst þér það e&lilegast, lesari góður, að hugsa þér þá menn sitja í him- nesku ljósi, sem hér lifðu beinlín- is djöfullega og spöruðu engin þau níðingsverk er þeir megnuðu að fremja? Þér koma eflaust einhver alkunn nöfn í hug, en um þau skulum við þegja.* * Löngum er vitnað í fyrra Péturs- bréf (3,19) því til sönnunar að kær- leikur guðs nái einnig til framliðinna manna, þeirra er illa breyttu hér. Bæði gríski textinn og þá náttúrlega þýðingarnar segja að í dánarheimi hafi Jesús eftir dauða sinn prédikað fyrir öndum slíkra manna, er þar voru í fangelsi allt frá dögum Nóa. En að því er ég bezt veit telja nú guðfræðingar sæmilega öruggt (þeir munu leiðrétta ef mér skeikar) að skrifari hafi þarna af vangá fellt nið- ur nafnið Enok sökum þess að í þrem smáorðum næst á undan voru sömu bókstafirnir (en ó kai). Engin önnur „bók“ Nýja testamentisins veit af þessu að segja. En 1. kap. Péturs- bréfsins þykir sanna að höfundur þess hafi þekkt Enoksbók, er segir frá þessari för. Hún er ekki til á ís- lenzku, en hana er að finna á ensku í safnritinu „Apocrypha and Pseude- pigrapha of the Old Testment" (Clar- endon Press). í íslenzka textanum ætti því að standa: „I andanum fór Enok einnig“ o. s. frv. Rétt er að geta þess, að Moffat tekur lagfæring- una til greina í hinni frægu Biblíu- þýðingu sinni, en hana lesa alltof fá- ir hér á landi. Svo er einnig gert í Biblíuþýðingu Chicago-háskóla. En þó að Pétursbréfið kunni upphaflega að hafa sagt annað en það gerir nú, þá felast ekki þar í nein andmæli gegn því, að kærleikur guðs taki langt út yfir svið okkar jarðnesku tilveru. Öll rök spíritistiskrar reynslu Þú ert nýbúinn. að heyra lesn- ar greinár Guðmundar Hannes- sonar, og þú veizt að sá stjórn- andi, sem þar er talað um, sagði sig vera Konráð Gíslason, frænda miðilsins, og aðstoðar-stjórnandi var alltaf sagður vera Jónas Hall- grímsson. Eg sé ekki minnstu á- stæðu til að efa að þeir hafi sagt rétt til sín. En sagðist ekki Konráð eiga fullt í fangi að verja miðil- inn fyrir aðsókn illra gesta þó að ekki væri honum torveldað starfið frá okkar hlið? Og þegar einn af fundarmönnum, sem var skyggn, spurði um þessa svörtu þarna úti í horninu, skipaði Konráð honum harkalega að þegja -ef hann þætt- ist sjá eitthvað meira en aðrir. Svona var þetta þarna, og eitt- hvað í þessa átt hygg ég að það sé þar sem miðilsfundir eru haldnir. Mín reynsla (ekki mikil í samanburði við sumra annarra) bendir öll í þá átt, að stjórnend- ur miðla hafi geysilega erfiðu og vandasömu hlutverki að gegna, og svo kunni að mega halda á spil- unum frá okkar hlið að þeir verði beinlínis ofurliði bornir — einmitt það sem Konráði fannst liggja við borð á þeim fundi, sem Guðmund- ur Hannesson sagði frá, og ef- laust á fleiri fundum. Þess skyldi vandlega gætt að leyfa þeim ein- um aðgang að slíkum fundum, sem treysta má að hegði sér á all- an hátt skynsamlega og sómasam- lega. Ekki mundi ég þora að sitja þar miðilsfund sem ég þættist hníga að því, að sanna þann kær- leik, en á sviði jarðnesks lífs vitum við ekki að nokkur hafi sannað hann betur með breytni sinni en höfundur kristinnar trúar. Hvað sem guðfræð- ingamir segja um eðli hans, og hvað sem er um trú eða vantrú, kemur allt í einn staður niður fyrir flestum okk- ar: honum lútum við í orðlausri undr- un — og tilbeiðslu. ekki viss um að allrar varúðar yrði gætt og ekkert alvöruleysi ætti sér stað. Mér er meinilla við alla þá miðilsstarfsemi sem eitt- hvað er miður um en skyldi. Eg þarf naumast að minna hér á hin frægu varnaðarorð Tennysons (1. er. í 94. kvæði í beztu útgáfum af In memoriam). Þau eru til í lauslegri þýðingu eftir Einar H. Kvaran. — o — Öll spíritistisk fræðsla fengin yfir landamærin er, að því er ég bezt veit, samræm um það, a# héðan förnum sé manninum ætl- að að þroskast stig af stigi. Ekk- ert undrar mig meira í öllum ljóðum Bólu-Hjálmars (þó að margt sé þar á einn og annan hátt undrunarefnið) en að hann skuli kenna einmitt þetta sama. Veit ég ekki hvaðan hann hefir þá speki, því ekki er hún mér kunn úr kenningum lúterskrar kirkju. Vitanlega er allur hinn nýi heimur með engu minni veru- leikablæ en okkar jarðneska ver- öld, og hver fær þar starf við sitt hæfi. En barátta fyrir líkams- þörfum slík sem við verðum að heyja hér, er þar úr sögunni, og fullkomnari virðist hinn nýi lík- ami. Og þar virðist hugurinn fram kvæma svo margt af því sem höndin verður að vinna hér. Um- hverfi er að skilja að ekki sé þar síður margbreytt en í okkar heimi, enda fegurðin meiri og fullkomnari. Fyrst eftir þangað- komuna verða flestir að dvelja í einhvers konar millibilsástandi, sem mjög líkist jarðlífinu, og allir þarfnast hvíldar um skeið. Margir þurfa þá umönnunar lækna og hjúkrunarkvenna, og um ekkert er okkur meira sagt en starf þess- ara hjálpenda. Enga starfsemi Frh. á bls. 177

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.