Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 173 VESTASTA KRISTNA VÍGIÐ I EVRÓPU í FORNÖLD eru þessi grjótbyrgi kólluð. Þau eru á eynni Skellig, sem er við suðvesturströnd írlands. Eyarnar eru annars tvær, Litla-Skellig og Stóra-Skellig. Á Litlu-Skellig er stór súlu- byggð, er líklega gengur næst súlubyggðinni í Eldey. Á Stóru-Skellig eru svo þessi grjótbyrgi. Þetta voru búðir munka (papa) sem leituðu sér friðar í ein- angruninni þarna. Byrgin eru hlaðin úr lausagrjóti upp í topp. Þannig voru grjótbyrgin, sem kölluðust Kollabúðir í botni Þorskafjarðar, eftir því sem sjónarvottar hafa lýst þeim. íslendingar hafa jafnað þessi merku mannvirki við jörðu, en á Skellig standa grjótbyrgin enn og eru talandi vitni um að þannig byggðu irskir munkar yfir sig. fornu konungshöll. Eg kleif þang- að upp. Þar eru rústir af kastala og höfuðkirkju, og þar er sívalur turn, einn af þeim fáu í írlandi sem enn er með steinþaki. Mr. Josep Minogue hefir verið leið- sögumaður ferðamanna/þarna um 30 ára skeið. Nú var hann að elt- ast við stráka, sem höfðu farið upp á rústirnar og léku sér að því að kasta smásteinum að ferða- mönnum. „Óþokkarnir ykkar!“ hrópaði hann og sveiflaði staf sínum, „bíð- ið þangað til eg næ í ykkur“. í sama bili flaug steinn rétt hjá honum, en hann skeytti því engu og helt áfram að fræða ferðamennina um Brján Boru sem var konungur í Munster á 10. öld og sat hér. Og svo sagði hann þeim frá Gerald Kildare-jarli, sem brenndi kirkjuna, og hafði sér það til afsökunar á eftir, að hann hefði haldið „að erkibiskupinn væri þar inni“. Svo fór Minogue með okkur til Kormáks-kapellu, sem er hin frægasta rómverska kirkjubygg- ing í írlandi. Svo fór hann með okkur upp í turn dómkirkjunnar og benti okkur á skarð í fjalli í norðri. Hann sagði að um það væri sú þjóðsaga, að djöfullinn hefði bitið stykki úr fjallinu. „En hann tók munninn heldur fullan“, sagði Minogue brosandi, „svo hann varð að hrækja því út úr sér á leiðinni heim — til Eng- lands“. Það er nú einmitt Cashel- klettur. NÚ LÁ leið mín til Cork, sem er næststærsta borgin í írlandi. Þar eru 80.000 íbúar. Þar átti eg tal við marga fjárplógsmenn, og þeim kom öllum saman um að mesta mein landsins væri hvað það er hráefnasnautt. Það væri ekki um annað að gera en veita erlendu fjármagni inn í landið til þess að draga úr atvinnuleysi. Nú sem stendur leita margir Irar sér atvinnu erlendis, Á hverju ári fara um 40.000 karla og kvenna af landi burt, aðallega til að leita sér atvinnu. Síðan kartöfluupp- skeran brást 1840 og hungursneyð varð í landinu, hefir þjóðinni fækkað úr 616 miljón niður í tæpar 3 miljónir. Á þessum tíma hafa sex miljónir íra flutzt til frjóvsamari landa, einkum Ástralíu og Ameríku. En einn opinberan starfsmann hitti eg, sem ekki var banginn. Hann er í stjórn Ferðafélagsins, og hann sagði að írar græddu mest á ferðamönnum. Útflutning- ur á kjöti nemur um 30 miljónum Sterlingspunda á ári, en ferða- menn bera 35 miljónir Sterlings- punda inn í landið, og það eykst með hverju ári sem líður. Lang-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.