Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 8
172 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ferðalag á írlandi ÞETTA er útdráttur úr feröasögu eftir Englendinginn H. V. Morton, sem skrifaö hefir 25 feröabaekur. Hann á nú heima í Suöur-Afríku. — írland er eigi aöeins nágrannaland vort í austri, heldur eigum vér þangaö œttir aö rekja, og þaöan höf- um vér fengiö aö erföum ýmislegt, sem hefir oröiö ráöandi í íslenzkri þjóömenningu. En vér jvitum fátt um frœndur vora þarna og tengsl landanna á söguöld. Hér segir höfundurinn frá þvi aö heilagur Patrekur hafi hafzt viö í helli á ey í Derg- vatni. Þaö gœti bent til aö ekki vœri fjarstœöukennt aö halda þvi fram aö móbergshellarnir hér heföi veriö bústaöir papa. EG FÓR frá Dublin til Leix-hér- aðs og þar, skammt frá Port Laoighise, sá eg þá sjón, sem eg held að sé einkenni írlands, mann sem var að taka upp mó. Hann stakk móinn með spaða, sem þeir kalla slane og kastaði svo köggl- unum upp á bakkann. Þar tók sonur hans við og raðaði köggl- unum á tvíhjóla kerru, sem asni gekk fyrir. Þegar kerran var full, ók hann kippkorn burtu og rað- aði kögglunum þar í snyrtilegar raðir, þar sem þeir áttu að þorna. Bóndinn sagði mér að hann hefði fengið mótekjuna leigða hjá hreppsnefndinni. Honum hafði verið úthlutaður ferhyrningur um 30 fermetra, og hann var skyldug- ur að tæma móinn úr þeim reit um sumarið. Þarna voru 12 stung- ur. Hann sagði að fyrstu lögin væri ekki góð, þar væri Ijósleitur mór, en síðan tæki við svarti mór- inn, sem væri ágætur. Skammt þaðan, hjá Portarling- ton, skoðaði eg síðan rafmagns- stöð þar sem mór er orkugjafinn. Vegna þess að engin kol eru í ír- landi, þá borgar sig að taka upp mó til eldsneytis. Mómýrarnar ná yfir sjöunda hlutann af öllu land- inu. Þetta er fyrsta mó-rafmagns- stöðin þar, og hún tók til starfa 1950. Þeir brenna þar um 180.000 tonnum af mó á ári. Eg bað um að fá að sjá mótekjuna, og þá var farið með mig á rafsporbraut út á mómýrarnar. Þar þöktu mó- hraukar landið á margra mílna svæði. Svo komum við þar sem móskurðarvélin var að verki. Þetta er óskaplegt ferlíki, eins og gríðarlangur sleði eða diskaherfi, sem mjakast áfram á skriðbelt- um. Hún ristir móinn í lengjur og diskarnir skera síðan lengjurnar sundur í búta, og svo eru þeir fluttir á þurkvöll. Vélin má hafa sig alla við að geta annað þörfum rafmagnsstöðvarinnar. Eg ók suður Tipperary-hérað og kom þar í smáþorp, þar sem hvorki var gistihús né veitinga- hús. Eg var glorhungraður og gekk því inn í búð, þar sem katl- ar hengu í loftinu, en á hyllum voru allskonar matvæli, tóbaks- vörur og töfralyf. í litlu skoti inn- ar af búðinni var borið fyrir mig lostætt smurbrauð með fleski. Meðan eg snæddi virti' eg fyrir mér konur, sem komu 1 búðina til að kaupa ost, og litla krakka, sem tylltu sér á tá við búðarborðið og báðu í hálfum hljóðum um sæl- gæti. Fram hjá ók asnakerra og einhvers staðar í fjarska heyrðist klukknahljómur. Eg spurði kaup- mann hvort hann gæti vísað mér leið til Cashel. Hann gekk út í dyrnar, vísaði mér veg og óskaði mér góðrar ferðar. Leiðin lá yfir hálsa og að lok- um blasti við mér Cashel-klettur og á honum gráar rústir af hinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.