Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 4
576 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mílna hraða á klukkustund. Niðri í djúpinu, nokkrum hundruðum feta neðar, rennur Cromweil- straumurinn til austurs. Hér er um að ræða sannkallaða elfur neðansjávar, og vatnsmegin henn- ar er engu minna en Golfstraums- ins þar sem hann fer fram hjá Florida. Undir þessum straumi fundu rannsóknamennirnir þriðja strauminn, er rennur til vesturs, en er miklu minni. Það hefir k’omið mjög flatt upp á haffræðinga að þessi mikla neðansjávarelfur skyldi finnast. Og segja má að hún komi eins og skrattinn úr sauðarleggnum og rugli þá í ríminu. Þeir höfðu áð- ur reiknað út alla strauma í Kyrrahafi og hvernig jöfnuður heldist þar, og allt fell það í ljufa löð, hver straumurinn jafnaði annan upp. En nú uppgötvaðist þarna allt í einu þessi megin- straumur, kominn óraleiðir austan úr hafi, og enginn vissi um að hann var til. Þó er vatnsmagn hans um 30 miljónir tonna á seK- úndu, sem enginn maður hafði gert ráð fyrir! Hér ber þess þó að geta, að á jarðfræðisárinu fannst skekkja í útreikningum haffræðinganna um strauma í Kyrrahafi sem vegur upp á móti þessu. Málið er þó ekki leyst með því. Hvaðan koma þessir miklu straum -ar og hvað verður um þá? Ekk- ert af því, sem menn þóttust vita áður, getur leyst úr þeirri spurn- ingu. Haffræðingarnir eru nú neyddir til þess að athuga málið frá rótum, allar fyrri niðurstöður eru hrundar í grunn. (Úr bókinni „Frontiers of the Sea‘ ) H nefaleika œtti að leggja niður Það er ekki oft sem ísland fær viðurkenningu í enskum blöðum og Islendingar sé taldir öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Þó er það gert í þessan grein, sem Ðoctor“. —* ÞÚSUNDUM saman flykkjasl menn til að horfa á hnefaleika. Miljónir manna horfa á þá í sjón- varpi. Og allir telja þetta góða skemmtan. f Ýmislegt hafa hnefaleikar til • síns ágætis. Þar kemur frant hreysti, snarræði, skjót úrræði og hugrekki, og allt eru þetta mann kostir. Þess vegna kom það eins og köld hellidemba yfir alla, þeg- ar læknablaðið „Lancet“ hóf her- ferð gegn hnefaleikunum í júní í fyrra, og öll blöðin sögðu frá þvi með stórum fyrirsögnum, að nú hefði læknar hafist handa um að stöðva þessa manndrápa-íþrótt. En þetta hófst þó fyr Þegar i febrúar árið 1952 birtist grein um það í „Family Doctor“, þar sem svo segir: „Seinustu fimm árin hafa 47 atvinnu-hnefaleikarar og að minnsta kosti 22 aðrir hnefaleik arar verði drepnir í hringnum. Og margir fleiri hafa fengið það áfall, að þeir bíða þess aldrei bætur andlega. Rothögg valda alltaf skemmdum á heilanum. Þótt menn skeinist og beinbrotni, þá getur það læknast. En heila- skemmdir læknast ekki“. Hvað er nú satt í þessu? Hafa læknar rétt að mæla er þeir dæma hnefaleikana hættulega og villudýrslega? Var það rétt sem „Lancet“ sagði: „Meðal lækna er nú risin sú andúðaralda gegn birtist í enska læknablaðinu „Family hnefaleikum, að það er skylda allra lækna að berjast fyrir af- námi þeirra“. Eða hafa þúsundir hnefaleika- manna og miljónir æstra áhorí- enda rétt fyrir sér, er þeir segja að hnefaleikar sé ekki hættulegri en margar aðrar íþróttir, og and- úðin gegn þeim sé sprottin af of- stæki og heimsku? Satt er það, að sumar íþrótta- greinar eru hættulegri heldur en hnefaleikar. Árlega slasast mikíu fleiri knattspyrnumenn heldur en hnefaleikamenn. Annars er erfitt að gera upp á milli íþrótta um hve hættulegar þær sé, en hnefa- leikar verða líklega 8. í röðinni. En höfuðmunurinn er fólginn 1 öðru. Hann er fólginn í því. að í hnefaleik reyna menn að slasa hver annan vísvitandi. í öllum öðrum íþróttum er það fordæmt ef menn slasa keppinauta sína vís- vitandi. í hnefaleik er það keppikeflið að slá mótstöðumann sinn í rot. Öruggasta ráðið til þess, er að greiða andstæðingnum eins mörg og þung höfuðhögg og unnt ex. En afleiðingin verður sú, að heii- inn í þeim sem rotast, verður fyr- ir skemmdum. Menn eru ekki að hugsa um það. Keppikeflið er að valda þess- um skemmdum. Ef hnefaleikari særist, fær til dæmis húðflettu á augnabrún, þá keppist andstæó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.