Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 575 Golfstraumurinn kvíslast þegar við austurströnd Ameríku langt frá, myndast þá önnur kvísl, hagar sér eins og eyðist. Og þá fer enn á sömu leið, að til hliðar við hana myndast þriðja kvíslin. En inn á milli þessara kvísla koma aðrar kaldar gagn- stæðar kvíslar, sem haga ser eins. Þannig var þetta alls staðar þar sem þeir rannsökuðu Golf- strauminn. i Villandi sjókort Af þessu varð það ljóst hve villandi sjókort geta verið. Sá skipstjóri, sem treysti algjörlega á straumkortin, hlaut fyr eða síð ar að reka sig á þá óþægilegu staðreynd, að skip hans hreppti mótstraum, þegar hann hugðist fylgja meginstraumi hafsins, Golf- straumnum. Þetta varð til þess, að athugulir sjómenn hættu að treysta á straumkortin. Og það er ekki fyr en nú allra seinustu ár- in, er menn höfðu fengið ný og fullkomin siglingatæki og þekk- ing manna á hafstraumum hafði aukist, að skipstjórar eru farnir að taka mark á straumkortunum aftur. Þótt Fuglister hafi aðallega rannsakað Golfstrauminn, hefir hann einnig safnað upplýsingum um aðra hafstrauma. Og hann telur, að allir meiri háttar haf- straumar sé miklu margbrotnari heldur en menn hafa álitið til þessa. Þar á meðal telur hann Kurishio-strauminn hjá Japan, sem hann segir að muni kvíslast líkt og Golfstraumurinn. Hann telur því að haffræðingar eigi enn mikið ólært. Þeir verði því þegar að hefjast handa um að afla sér upplýsinga um haf- straumana, og eftir hundrað ár muni þá fengin þekking, sem hægt sé að treysta, því að það kosti áratuga leit að afla þeirrar þekkingar sem nauðsynleg sé. Ef skipulagðar rannsóknir á hafstraumum hefði hafizt fyrir einni öld, svo að haffræðingar gæti borið saman niðurstöður þeirra og nýrra rannsókna, þá væri þeir betur á vegi staddir — þá vissu þeir hvernig hafstraumar breytast og hve langan tíma slík- ar breytingar eru að gerast. Nú „renna þeir blint í sjóinn“ og hafa ekkert annað en ágizkanir. Annar höfuðstraumur Árið 1952 var Townsend Crom- well í rannsóknarerindum fyrir „The U. S. Fish and Wildlife Service" suður í hitabeltinu, skammt frá 150 gr. vesturlengd- ar. Hann var þar að reyna veið- arfæri Japana. Er það geisilöng lína og niður úr henni aðrar lín- ur með önglum. Hann hafði lagt línu, sem var nokkrar sjómi'lur á lengd, og þar sem hann var staddur í Suður-Miðjarðar- straumnum og barst með honum, þóttist hann vita að línan mundi berast vestur á bóginn. En í þess stað bar hana óðfluga austur á bóginn. Þarna komust menn fyrst í kynni við sterkan og óþekktan neðansjávarstraum. Cromwell fórst skömmu seinna í flugslysi, en til heiðurs við hann hefir þessi straumur verið nefnd- ur Cromwell-straumur. Og það var eitt af viðfangsefnum Jarö- eðlisfræðiársins að rannsaka þenn -an straum. Kom það í hlut John A. Knauss frá „Scripps Institution of Oceanography“. Hann rakti strauminn hálfa leið yfir Kyrra- hafið og komst að raun um að hann var engu minni en Golf- straumurinn. Eftir að hafa rakið strauminn 3500 sjómílur, hvarf hann hjá Galapagoseyum. Menn vita ekki enn hvar hann byrjar. Breiddin á straumnum er um 250 sjómílur, og hann fer með um 3,5 sjómílna hraða á klukkustund. Yfir honum er Suður-Miðjarðarstraumurinn, sem rennur til vesturs með 2 sjo- i v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.