Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 1
39. tbl. |lteirpisilrM>£Íii£ Sunnudagur 13. nóvember 1960 XXXV árg. Kjartan L. Markússon; KÖTLUKLETTUR í SANDINUM fyrir austan Hjör- leifshöfða, nálega 1 km frá höfð- anum, stendur einn sér móbergs- klettur furðu mikill. Ep hefi gefið honum nafn og kalla hann Kötlu- klett, því að hann barst þangað er hann nú stendur, í Kötlugosinu 1918. Er enginn vafi á því, að jök- ulflóðið bar þetta mikla bjarg þangað, alla leið ofar frá jökli. Sennilegt er að kietturinn hafi borizt í jaka, sem hann hefir verið fastur í, að minnsta kosti nokkuð af leiðinni, en vegarlengdin frá jökli og þangað sem kletturinn stendur nú, er 10 km Ketturinn er 5 metra hár upp úr sandinum, og ummálið neðst er 36 metrar. Ekki er auðvelt að reikna nákvæmlega hve margir rúm- metrar kletturinn mun; vera, því hvorki er hann ferstrendur né réttur sívalningur. Þó hefi ég reynt að finna stærðina og telst mér svo til, að sá hluti hans, sem upp úr sandinum er muni vera 380 teningsmetrar En um hitt er ekki hægt að vita með neinni vissu, hve mikill hluti klettsins er á kafi í sandi. Vera má, að sá hlutinn sé engu minni en hinn er upp úr stendur. Ekki er hægt að grafa dýpra en 1 metra niður með klett- inum, því að þá fyllist holan af vatni. Þó þykist eg mega fullyrða að ekki sé minna en 2 metrar af klettinum á kafi í sandi. Yrði þá allt rúmtak hans um 570 tenings- metrar. Og sé nú reiknað með því, að eðlisþyngdin sé 3,5 ætti hann að vega um 2000 smálestir. Svo stór og veglegur er sá bautasteinn, er Katla gamla reisti sér þarna á sandinum haustið 1918. Hann er talandi tákn um ó- hemjuskap hennar og ógnþrungin átök. Eg hefi heyrt að fræðimaður nokkur í Reykjavík hafi haldið því fram, að það geti ekki átt sér stað að kletturinn sé kominn ofan úr jökli. Það sýnir aðeins að menn geta yfirleitt ekki gert sér grein fyrir því hvílík kynngiöfl eru að verki þegar Katla gýs. Hér fylgir mynd af klettinum og standa hjá honum fullorðinn mað-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.