Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 579 gpp •tíWÉI?' V " - • •• - . 2íE?Hfe-i\*3Í-<«ír '‘.ííM 1.*- • - ■ ' í HHr 5" *&$?*&£ Ta^ftrafcrflaH ?v •■•., trskur úlf- hundur. Hafi Sámur verið svona stór, er ekki að furða þótt óvinir Gunnars óttuðust hann. sögur. írski úlfhundurinn er í hópi stærstu hundakynja í heimi. Hann er minnst 79 sm. á hæð og 55 kíló á þyngd. Það er mjög í samræmi við það, sem segir her að framan: „Hann er mikill ok eigi verri til fylgdar en röskr maðr“. Uppruni kynsins er ekki kunnur en heimildir eru til um það frá því skömmu fyrir Krists- burð. Kynið var í hávegum haft hjá Rómverjum. Fyrsti hundurinn af þessu kyni, sem til Noregs kom, var fluttur þangað af Gunn- ari jarli. Það var um árið 1000. Nafn kynsins má rekja til þess, að hundurinn var á írlandi notaður til þess að verjast og útrýma úlf- um, sem á fyrri tímum ollu mikl- um usla á búpeningi og mönnum þar í landi. Margar sögur eru til um hunda af hinu írska kyni. Hér á eftir verður endursögð ein kunnasta frásögn um írska úlfhundinn. Árið 1205 gaf John konungur á Englandi Llewelyn, hinum mikia konungi í Welsh írskan úlfhund, sem hét Gelert. Sagan segir frá því, að eitt sinn, er konungur hafði verið í veiðiför, hafi hund- urinn skyndilega yfirgefið veiði- stöðvarnar. Hélt konungur þegar vonsvikinn heimleiðis. Er heim í höllina kom, mætti hann hundin- um alblóðugum, þar sem hann kom hlaupandi út úr herbergi sonar konungs. Fagnaði Gelert húsbónda sínum ákaft, en kon- ungur hélt rakleitt inn í herberg- ið. Sá hann þá sér til skelfingar að allt var á tjá og tundri í her- berginu og blóðslettur um allt herbergið. Hrópaði konungur á son sinn en fékk ekkert svar, taldi hann þá víst, að hundurinn hefði valdið syninum dauða. Fylt- ist konungur ofsalegri reiði, sneri sér að hundinum og rak hann í gegn. Nú gafst tóm til þess að athuga hlutina nánar og kom þá í ljós, að hinn ungi sonur kon- ungs svaf í rúmi sínu heill á húfi, en við hlið hans lá dauður úlfur, sem Gelert hafði sýnilega drepið. Síðan segir sagan, að konungur hafi í samvizkubiti vegna dráps hundsins ákveðið að reisa honum minnismerki. Hann lét seinna reisa kapellu í minningar- og þakklætisskyni við hundinn. Þar lét konungur sjálfur taka sér gröf. Á þessum stað reis síðar bær, sem ber nafn hundsins, Beth Gelert eða Gelertsstaður. E. H Þegar unglingum á Vesturlöndum býðst atvinna, spyrja þeir alltaf: — Hvað er kaupið? Þannig spyrja ekki unglingar af Gyðingaættum. Þeir spyrja: — Hverjar eru framtíðarhorfurnar?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.