Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 529 Gististaðurinn Búðir og Mælifell. um vatnsbólum, heldur var þá gerð vatnsleiðsla ofan úr fjalli. En í grennd við Búðir er annað vatn, sem einhvern tíma verður notað meira en nú er gert. Það er ölkelduvatn, eða heilsubrunn- ar, eins og slíkar keldur eru kall- aðar erlendis. Þessar ölkeldur eru fjórar. Ein hjá Ósakoti og segir Eggert Ólafsson að vatnið í henni sé mjólkurlitað, bragðmikið, en þó ekki óþægilegt á bragðið, og drekki ferðamenn oft af henni og verði gott af. Vatnið sé hreint, þrátt fyrir litinn, og ólgi jafnt og þétt, sumar og vetur, og sé þó ís- kalt. í túninu á Bjarnarfosskoti eru tvær ölkeldur og ganga þær næst Rauðamelsöldkeldu um stærð, en vatnið úr þeim þykir mun betra. Fjórða ölkeldan var áður uppi á Fróðárheiði, og segir Jón rektor Þorkelsson (Thorchilli) í íslands- lýsingu sinni, að það sé langbezta ölkeldan og þykist sumir hafa orð- ið kenndir af því að drekka af henni. Mér var sagt að þessi öl- kelda væri nú horfin. Ölkelduvatn var fyrrum haft í miklum metum og notað til lækn- inga. Má vera að Jakob á Búðum hafi notað það við lækningar sín- ar. Jón Hjaltalín landlæknir taldi ölkelduvatn heilsudrykk og gott við ýmsum meinsemdum. í endur- minningum sínum segir Svein- björn Egilson þessa sögu: „Árið 1872 flutti gamall verslunarmaður, Clausen að nafni, til Hafnarfjarð- ar; kom hann úr Keflavík. Hann hafði legið rúmfastur í mörg ár og var hann máttlaus í fótum og gekk um hríð við hækjur. Dr. Hjaltalín ráðlagði honum að fara að Rauða- mel og drekka þar ölkelduvatn, og fekk Clausen bata og var brattur er hann kom í Fjörðinn". — Þrátt fyrir þetta höfum vér ekki lært enn að meta kosti hins ágæta ís- lenzka ölkelduvatns. — 0O0 — Altaf er skemmtilegra að skoða fallega staði, heldur en segja frá því sem þar ber fyrir augu og eyru. Frásögnin verður jafnan miklu litlausari, en hugur stendur til. Það er vegna þess að svo ótal margt sækir að í senn. Við dvöldumst rúma viku á Búðum í sumri og sól og sáum margt fleira, en hér hefir verið frá skýrt. Einn daginn fórum við all- langt vestur í hraunið til þess að kynnast því betur. Við klöngruð- umst yfir hraunbríkur, fórum nið- ur í djúpar og gróðursælar kvosir, stikluðum yfir sprungur og sneidd- um hjá gjám og hraunkötlum. En þó voru það hraunkatlarnir, sem vöktu mesta undrun hjá okkur, þessi kringlóttu gímöld, sem eru þó víðari að neðan og svo djúp, Tjald ferðafólks í hrauninu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.