Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 1
36. tbl. þóh JÍLíi vjjtmMaíið \m Sunnudagur 23. október 1960 XXXV árg. Sólskinsdagar á Búðum V, Úskasteinar, sjóböð, ölkeldur Vikur inn í hraunið hjá gististaðnum. ENGINN hefir gaman að því til lengdar að skoða hraun og kletta, og annað er ekki að sjá á Snæ- fellsnesi, sagði kunningi minn við mig einu sinni. Þetta er hér um bil það vitlaus- asta, sem hægt er að segja um þann stað. Það er þá fyrst, að mað- ur þreytist aldrei á að skoða þau furðuverk sem guð og eldur hafa skapað þar. Og svo er þar fleira að sjá en berg og kletta. Eg minn- ist þess er eg kom ríðandi yfir Fróðárheiði fyrir mörgum árum, var kominn niður í Kambskarð og sá yfir Breiðavíkina, að eg fell í stafi af undrun yfir þeirri fegurð, sem þar blasti við. Sól var aðeins gengin svo langt, að skuggar voru í fjöllunum og mynduðu þau dökkvan vegg að norðan umhverf- is byggðina. En fyrir framan teygðust grænar grundir ofan frá fjöllum og niður að glitiandi vatni. Þar fyrir framan var svo Hraun- landarifið fagurgult, en handan við það dimmblátt hafið. Slíkt litskrúð hafði eg aldrei séð á jaín litlum bletti. Staðarsveitin er einnig fögur, þetta víðáttumikla graslendi með ótal bæi og litrík og undarleg fjöll. Búð'ir eru þarna á milli og þaðan blasir við Staðársveitin allt inn að Lágafellshyrnu. Til viðbótar því, sem áður hefir verið sagt um byggðina á Búðum, má geta þess, að árið 1703 er talið að þar eigi heima 78 menn og 3 i Bakka. Nokkrum árum seinna gekk stórabóla og varð mjög mannskæð; segja annálar að þá hafi 200 menn iátizt undir Jökli (fyrir utan Staðarsveit) og er lík- legt að mannfall hafi orðið svipað hlutfallslega á Búðum. í Breiðu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.