Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 2
526 LESBÓK MORGlfNBLAÐSINS Mælifell víkurhreppi voru taldar 572 sálir árið 1703 og hefir því rúmlega þriðji hver maður þar andast úr bólunni, og eftir því ætti um 27 að hafa andast á Búðum. En staður- inn réttir fljótt við, því að árið 1714 eru þar 108 menn búsettir. En svo fer að fækka. 1762 er þar 70 manns, og 1801 ekki nema 50. Svo fjölgar aftur og 1839 eiga 76 menn þar heima. Þá eru þar „í kaupstaðnum“ 6 timburhús og 6 torfhús, þar af eitt fisktökuhús; en á Hellnum átti verslunin þá stórt saltfiskhús úr timbri, og lengi síð- an. — oOo — Það var gaman á þessum sólríku sumardögum að vera snemma á ferli á Búðum. Þegar flóð var sýndist ósinn eins og allstór fjörð- ur og fyllti sjórinn hraunkrikana beint fram undan, svo að þar vor.u víkur og klettasker og eyar, þar sem eru leirur og hraunranar þeg- ar fjara er. Þar inn af eru svo síl- grænar engjar. En á hina hlið er úfið og grátt hraunið, en heiðgul- ur vegur hlýkkjast í gegn um það. Hraunhafnará kemur ofan al Fróðárheiði og rennur eftir dal, sem nefnist Hraunhafnardalur. og Bjarnarfoss. Beggja megin við hann standa há og fögur fjöll, en sitt með hvoru móti. Þar er Axlarhyrna og Mæli- fell. Fegurst eru þau snemma morguns, er sól skín beint á þau. Axlarhyrnan sjálf er dökk og á- búðarmikil, en öxlin út af henni er í röndóttum litklæðum af gulu, ljósrauðu og hvítu lípariti og hverfa þessar rákir niður í græn- an hjalla. Hinum megin stendur svo Mælifell með tignarsvip. Það er eins og regluleg keila að sjá frá Búðum, stálgrátt og sýnast hlíð- arnar svo sléttar að vel mætti ímynda sér að það væri nýmálað. Að vestanverðu ganga þessar stál- gráu skriður niður í grænar hlíðar, en niður á klettabelti að austan, og þar skammt frá fellur Bjarnar- foss þráðbeint niður af hámrinum og er geisihár, en svo vatnslítill oftast að stormur getur hrifið hann í fang sér svo hann hverfur. Mælifell er eflaust eitt af hinum helgu fjöllum íslands, sem forn- menn hafa haft átrúnað á. Mun ekki svo vera um öll Mælifell, enda þótt þess sé ekki getið í sögum? En í þjóðtrúnni keppir þetta Mælifell við Tindastól í Skagafirði. Ganga skal á fellið á Jónsmessunótt og líta aldrei aftur. Þegar upp á fellið kemur, er þar tjörn og synda og dansa í henni alls konar náttúru- steinar, svo sem lausnarsteinar, hulinhjálmssteinar og þó fyrst og fremst óskasteinar. Þetta er eina stundin á árinu að manni gefst kostur á að ná í slíkan stein. En ekki munu þeir vera margir, er það happ hefir hent, enda munu Öxlin og Kinnin. Bærinn Öxl á miðri mynd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.