Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 531 Skaflar af skeljasandi í klettunum. göngum þá enn einu sinni út í kynjaborgir hraunsins og veljum okkur fagran stað í grasi grónum hraunbolla og njótum þess að láta sólina skína á okkur og anda að okkur þessu blessaða ilmþrungna lofti. Við okkur blasir Jökullinn, þessi tígulegi og mikli útvörður Snæ- fellsness, með sólu skyggndan mjallarhjálm. Mér verður starsýnt á svartan uppmjóan klett efst á honum að austan Þessi klettur virðist skaga hátt upp úr jöklinum, en þetta er einmitt „þúfan“ sem þeir Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson gengu á sumarið 1757 og frægt er orðið. í Ferðabók þeirra er sagt frá því á þessa leið: „Eftir því sem ofar dró stækk- uðu jökulsprungurnar. Allt um það komumst við klaklaust upp á hájökulinn og að rótum þriggja tinda, i sem rísa þar upp frá hon- um. Tindar þessir eru allir jafn- háir, nálægt 50 föðmum. Einn þeirra er að austanverðu, annar að vestan og þriðji að norðan. Tvo þá síðari ber saman, þegar til þeirra sést frá byggðinni, svo að tindarnir sýnast einungis tveir og dæld á milli þeirra, er minnir á söðul. Tindar þessir heita Jökul- þúfur. Þær virtust vera ógengar, enda hafði fallið á þær ísing úr þokunni og allur snjór utan í þeim gaddfreðinn. Loks tókst okkur að höggva spor í ísinn með brodd- stöfum og veiðihnífum og gengum þannig upp á austustu þúfuna, sem er hæst og mjóst og lík sykurtoppi í lögun“. Mikið er nú breytt síðan þetta var. Ef menn langar nú til að kom- ast upp á austustu „þúfuna“ verða þeir líklega að fara með handvað og reka nagla í bergið. I hraunbrúninni eru margir smáskútar og þeir eru allir með glitrandi fortjöldum. Þar eru vef- ir kóngulónna, riðnir úr fínum silfurþráðum sem sólin stirnir á. Meðan mennirnir kasta netjum sínum langt úti í Norðurhafi til þess að veiða síld, ríða kóngulærn- ar þessa vefi sína og veiðinet fyrir hraunskútana til þess að veiða flugur. Næst mér er gríðarstórt net, strengt með þráðum í bergið á allar hliðar, en í miðju netinu situr „maddaman“ og bíður fangs. Mér sýnist hún furðulega stór og svört. Eg bregð stækkunargleri fyrir augað, og þá sé eg að þetta er ófreskja, stærri en nokkur kónguló sem eg hefi áður séð og öðruvísi. Hún hvessir á mig kol- svartar glyrnur og það er sem eld- ur brenni úr þeim. Búkurinn er svartur og ekki hnattlaga, heldur íflatur, og hún hefur ferlega grip- arma. Það skyldi þó aldrei vera Uraimkögur meö ymsuiu myudum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.