Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 527 fáir hafa gengið á Mælifell á Jóns- messunótt. Þó gengur saga um, að ákveðinn maður muni hafa komizt upp á fjallið á réttri stund og náð þar í óskastein, því ekki þótti sjálfrátt hvað honum gekk allt að óskum og hvað hann efnaðist vel. En nú er ekki Jónsmessunótt og eg verð að láta mér nægja að horfa á hina einkennilegu fegurð fjalls- ins og litaspilið milli þess og axlar- innar. Svo göngum við niður veginn, fyrir botninn á víkinni og út á klettaröðlana beint á móti gisti- húsinu. Þarna voru einu sinni þrjú grasbýli, sem hétu Bakkafit, Kletta kot og Völkukofi eða Helgukofi. Hann fór í eyði fyrir 250 árum og sjást hans engar minjar. En hinar búðirnar voru byggðar fram á þessa öld og sést glögglega hvernig húsaskipan hefir verið þar. Húsa- kynnin hafa hvorki verið rúmgóð né háreist. Á Bakkafit hefir bað- stofa verið um hálft annað stafgólf og búr og eldhús álíka til samans. Við hlið þessara húsa hafa verið bæardyr og lengd þeirra um tvö stafgólf. Til hliðar og heldur að húsabaki hefir verið fjós fyrir eina kú. Þarna bjuggu seinast foreldr- ar Márusar Júlíussonar trésmiðs, sem drukknaði í suma^ vestur í Staðarsveit. Það er auðséð að mennirnir, sem bjuggu í þessum kotum, hafa reynt að bjarga sér, þeir hafa reynt að rækta tún í hrauninu, og þeir hafa haft mat- jurtagarða. Þessi grasbýli voru upphaflega byggð í landi Hraun- hafnarbakka, en innlimuðust í Búðir þegar allt var haft í sukki um nýtingu jarðarinnar. Hinum megin við ósinn, þar sem búðir dönsku kaupmannanna voru einu sinni, var áður bær sem hét Óskot, en kallast nú TjaJdbúðir, og er landið tekið frá Kálfárvöllum. Þetta býli hefir nú Gísli Indriða- son í Reykjavík keypt og hyggst koma upp mikilli silungarækt í ósnum. Vel má vera að það takist. Nýi tíminn hefir fleiri úrræði fyr- ir menn til sjálfsbjargar heldur en gamli tíminn hafði fyrir bænd- urna sem bjuggu hér í kotunum. Og úr því að við erum farin að skoða fornar minjar byggðarinnar hér, þá er bezt að fara víðar. Að vísu er ekki margt að sjá, því að flestar rústirnar hafa verið jafn- aðar við jörðu. Ekki sjást nú nein- ar minjar um Bentsbæ, en okkur er sagt að hann hafi staðið rétt norð- an við kirkjugarðinn. Gjóta er einnig horfin með öllu hún stóð þar sem hús bóndans stendur nú, eða rétt til hliðar við það. En á ójbakkanum suður frá gistihúsinu eru nokkrar tættur. Þar eru þá fyrst tættur af tveim- ur búðum og skammt á milli þeirra. Þarna stóðu Bakkabúðirn- ar. Spölkorni lengra eru rústir þriðju búðarinnar Hún hefir lík- lega heitið Oddsbúð um skeið, ann- ars er illt að átta sig á nöfnum búðanna, því að alltaf var verið að skipta um þau, og mun þessi búð líklega hafa heitið eitthvað ann- að síðast, en um það gat eg ekki fengið upplýsingar. Enn framar á bakkanum eru enn búðarrústir og það leikur eng- inn efi á því, að þarna var Arabía, ein af elztu búðunum. Þá er upp talið. Ekki sjást hér fleiri minjar hinna mörgu búða, sem hér voru einu sinni. En skammt framan við Arabíu er steyptur kjallari og er nefndur Leifabær. Þetta býli var kennt við Þorleif Þorsteinsson, sem var hjá Finnboga á Búðum. Hann reisti sér þarna timburhús, en fluttist síðan að Hólkoti í Stað- arsveit og þá var húsið rifið. Af öðrum gömlúm minjum er hér helzt að nefna Vörðuna eða leifar hennar. Hún var á hæsta hólnum sunnan við Búðir og er nú ekki eftir annað en undirstað- an. Er það hlaðinn stöpull, 6 metr- ar á hvern veg. Ofan á honum stóð svo varðan hlaðin úr grjóti og veit eg ekki hve há hún hefir verið, en i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.