Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 533 uxnjuuuuuLiriquummuuuuu LÆRUM MEOAN UFUM 1 Bókmerki Sigfúsar Blóndals bókavarðar. J3ðígi ^íeraossoi? Bókmerki Helga Tómassonar yfirlæknis. Bokmerki Þorsteins Þorsteinssonar sýslumanns. ferðir við myndagerð og prentun, sem nútímatækni hefir upp á að bjóða. Af þekktum þýzkum listamönn- um, sem búið hafa til bókmerki, má nefna Albrecht Diirer (1471—1528), Lucas Cranach, eldri, (1472—1553) og Hans Holbein, yngri, (1497— 1543). í Frakklandi og Englandi eru elztu bókmerkin frá 16. öld. Eng- lendingar nefna bókmerki „book- plates“, og er orðið rakið til hins kunna dagbókarhöfundar Samuels Pepys (1633—1703). Sjálfur notaði Pepys tvenns konar bókmerki og ber annað mynd af honum sjálfum. Á 17. öld er tekið að nota bók- merki á Ítalíu, í Hollandi, Sviss, Belgíu, á Spáni, í Póllandi, Rúss- landi og Bandaríkjunum. Á Norðurlöndum verða Svíar fyrstir til að nota bókmerki. Það elzta er frá 1595. Þar komst einnig í tízku um skeið að nota svonefnd super-exlibris. Slíkum merkjum er þrykkt utan á band bókarinnar með sérstökum stimplum. Margir þekktir Danir notuðu slík merki, eins og Tycho Brahe (1546—1601), J. H. E. Bernstorff (1712—1772), A. G. Moltke (1709—1792) o. fl. Hin venjulegu ex libris eru þekkt í Danmörku frá byrjun 18. aldar. Notkun bókmerkja færist mjög í vöxt á 18. öld, einkum í Frakk- landi og Englandi. Við sögu bók- merkjanna eru tengd þekkt nöfn og má nefna m. a. Frangois Bouch- er (1703—1770), Hubert Gravelot (1699—1733) og William Hogarth (1697—1764). í Þýzkalandi teiknar skáldjöfurinn Goethe sitt eigið bókmerki 1767. Á 19. öld er reynt að endurvekja gamlar stíltegundir í listum og verður þess einnig vart í bókmerkj- um. Sem fyrr eru það margir þekktir listamenn, sem teikna bók- merki, og sumir eigendur þeirra eru kunnir rithöfundar. Nú munu bókmerki vera notuð í öllum álfum. Mörg lönd hafa látið gefa út myndarleg rit um bók- merki. Greinarhöfundur hefir leitazt við að safna bókmerkjum, sem íslenzk- ir menn eiga og nota. Enn sem komið er eru þau ekki fleiri en tveir tugir og ekk^ eldri en frá 4. tug þessarar aldar. Það eru vinsamleg tilmæli mín til þeirra ex libris-eigenda, er kunna að reka augun í greinarstúf þennan, að þeir sendi Landsbóka- safni sýnishorn af bókmerki. Það er æskilegt, að til séu á einum stað íslenzk bókmerki og virðist vel til fallið að varðveita þau í safninu. Hér fylgja sýnishorn af nokkr- um íslenzkum bókmerkjum. Ólafur Hjartar. Stjörnustöð á funglinu STJÖRNUFRÆÐINGUM leikur nú mikill hugur á að rannsaka hvort jarðstjörnur fylgi ekki næstu sólum í vetrarbrautinni, svo sem Alpha Centauri, Sirius, Procyon, Altair og Arcturus. En með þeim tækjum, sem þeir hafa hér á jörðinni, er þetta ekki hægt. Aftur á móti búast menn nú við því, að þess verði ekki langt að bíða, að geimför- um takist að komast til tungls- ins. Og þá vilja stjörnufræðing- arnir að það verði eitt hið fyrsta verk þeirra, er þangað fara, að koma þar upp voldugri stjörnu- sjá. Vegna þess að ekkert gufu- hvel er um tunglið, er þaðan hið ákjósanlegasta útsýn til næstu sólna í vetrarbrautinni, og þykj- ast stjörnufræðingar vissir um, að þaðan megi greina hvort jarðstjörnur fylgi þessum sól- k um. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.