Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Page 14
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Helgí Valtýsson: Hugleiðingar um drauma allir geti ðrugglega þolað þetta geislamagn. Strontium-90 sezt að í beinum mannsins og heldur þar til ævilangt, og þessar tölur eru nefndar til viðvörunar, að það megi aldrei fara upp fyrir þetta hámark. Aðrar rannsóknir hafa sýnt, að í brauði, sem selt var í New York í febrúar 1959, var fjórum sinnum meira geislamagn heldur en há- markið var talið mega vera. Geisla- magn korns var nokkuð mismun- andi eftir því hvar það var ræktað, og í korni af einum akri reyndist magnið af strontium-90 rúmlega helmingi hærra en 100 eininga há- markið. O—O—O ískyggilegar upplýsingar komu fram í skýrslu nefndar, sem hefir með höndum rannsóknir á því hve mikið berst af geislavirkum efnum til jarðar. Hún spáir því, að geisl- anaáhrif á getnaðarfæri manna í Bandaríkjunum muni tvöfaldast á næstu árum. Þetta stafar af aukn- um niðurburði cesium-137, sem nú er uppi í háloftunum. En þetta á ekki eingöngu við um fólk í Bandaríkjunum, heldur í öll- um löndum á norðurhveli jarðar, þar með taldir Evrópumenn og Rússar. Nú sem stendur er geisla- magn cesium-137 á öllu þessu svæði 2,5 sinnum meira heldur en meðaltalið á allri jörðinni er. Þó er það ekki orðið hættulegt enn, að því er vísindamenn telja, og er minna en geislamagn það er marg- ir fá við lækningar með allskonar geislunum, og eins frá geimgeisl- unum. Það er nú kunnugt, að mönnum, sem verða fyrir miklum geislun- um, er mjög hætt við blóðkrabba. Enn fremur er það kunnugt, að geislanir, sem setjast að í beinum, valda beinkrabba. Enginn veit þó ÉG ER HVORKI berdreyminn né draumspakur, en mig dreymir þó títt furðulega drauma, og m. a. drauma, sem ekki eru af „þessum heimi“. Því þótt ég muni draum minn og sjái eftir á í huga mínum, það sem fyrir mig bar, get ég ekki lýst því. — Ég á ekki orð til að lýsa fyrirbærum draums- ins. Mér hafa yfirleitt virzt draumaskýr- ingar hinna skriftlærðu furðu hláleg- ar, og oft jafnvel fáránlega fjarstæðar. Litlu betri en „draumabækurnar“ al- kunnu. — Og þó er jafnvel sumt í þeim byggt á gamalli og furðulega óræðri reynslu! Okkur nútímamönnum hættir svo við að hætta að hugsa! í heimi þar sem hraðinn fer sívaxandi og rýfur hvar hámarkið er eða hvenær er um ofgeislan að ræða. En hér kemur fleira til greina. Dr. W. L. Russell við rannsókna- stofuna í Oak Ridge, hefir gert víð- tækar athuganir um afleiðingar geislana á mýs. Hann segir að það hafi komið í Ijós, að afkvæmi músa, sem urðu fyrir geislunum, hafi orðið ófrjó. Hann getur þess til að sama gildi um menn. Ef barnshafandi konur verði fyrir geislunum, muni afkvæmi þeirra verða ófrjó. Öðrum vísindamönnum ber sam- an um það, að ófædd börn og ný- fædd muni bíða mest tjón af geisl- unum. Þá er beinavöxturinn ör- astur, og þar sem strontium-90 sezt að í beinunum, og börnin fá það úr aðalfæðu sinni, mjólkinni, þá sé þeim hættara en öðrum við beinkrabba. Einnig sé geislavirkt joð-131 í mjólkinni og það geti haft hættuleg áhrif á skjaldkirtil barns- ins. — sjálf náttúrulögmálin, hættir hvers- dagsmaðurinn að hugsa. Þess gerist ekki þörf: „Hitler denkt fiir uns“, sögðu ungu nazistarnir forðum! Og við látum visindin hugsa fyrir okk- ur, jafnvel gervi-vísindi. Og það er „gott og blessað", þar sem hversdags- vit vort nær ekki til! — Og hvorki það né vísindin ná enn ýkjalangt. Nú er alls konar tækni senn orðin svo fjölhæf og fjölbreytt, að fátt eitt birtist furðulegt lengur né ótrúlegt. — „íslendingar geta allt“, sögðu Færey- ingar í lotningarfullri aðdáun um alda- mótin! — Nú er almennt sagt: Vísind- in vita allt. Og maðurinn er senn orð- inn almáttugur! — Þá getur Guð tekið sér sumarfrí. Við þurfum ekki framar á hans hjálp að halda. Og senn sendir Krúsév Lunik 4. til Himnaríkis og festir skjaldarmerki Sovét með veifu á Gullna hliðið og áletrun: Aðgangur bannaður! Og auðvitað trúum við þessu. — Jafnvel trúlausir verða að trúa á eitthvað! — Og Krúsév er litlu lakara átrúnaðargoð en Stalín! — Svo göngum við hrifnir til hvílu, lokum augum að kvöldi dags og hverf- um frá þessum heimi inn á ókunnar víðáttur og öræfi sálarinnar. Þar er vegur undir og vegur yfir, og vegur á alla vegu. Svo vöknum við aftur að morgni dags, hristum af okkur „martröð næturinnar" og segjum með vísindunum: — „Ekki er mark að draumum"! — Á æskuárum mínum erlendis fékk ég mjög jarðneska reynslu fyrir því, að „bylgjur" berast langt að, hljóð- bylgjur til eyrna vorra, „ljósbylgjur" til augna, — og margvíslegar bylgjur til heila vors og hugsana. — Þetta var áður en loftskeytin komu til sögunn- ar. Og ég þóttist viss um, að eins og fiðlan mín á veggnum svaraði eitt sinn samstilltum tón frá orgeli her- bergisfélaga mins, þannig myndu sam- stilltir hugir (sálir) unnenda og ná- inna skyldmenna geta náð saman og jafnvel sent boð, óháð fjarlægð og tima! Ég var þá ungur og of óþroskaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.