Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 519 „Rakkinn mun reynast þér tryggastur“ til nánari athugunar á þessum fyrir- bærum. En mér virtist þetta raun- verulega ósköp eðlilegt. Jafneðlilegt og t. d. tvöfalt til ferfalt bergmál smala-áranna, sem ekkert var dular- fullt við, heldur aðeins hversdagslegt fyrirbrigði. Síðan hefi ég alloft orðið þess var i draumi, og einnig í vöku, að ýmiss konar hugsanir og vitneskja berzt mér utanað ! — En hvaðan, og hvernig þeim er útvarpað, veit ég auðvitað ekki. Þó bar svo við fyrir skömmu, að ég þykist viss um, hvaðan drauma-útvarp barst mér, og þá sögu ætla ég nú að segja. Læt ég þá lærðu ráða þá gátu á sinn veg. Mér er hún auðráðin. I. Ég vakna kl. 5 að morgni dags — að vanda. Sofna síðan aftur og sef fram til kl. tæplega 7. Á þessu tíma- bili dreymir mig allmikinn draum, en eiginlega ekkert sérlega merkilegan — og þó: — Heimili mitt er fullt af gestum, — flest ungt fólk, sem allt virðist þekkja mig og er mjög vin- gjarnlegt, en ég kannast þó ekkert við það. (Helzt hefir mér hugsazt eftirá, að þetta hafi verið dálítill hópur af þeim fjölda „landa“, sem ferðamanna- lögreglan í Björgvin í Noregi vísaði til mín til margvíslegrar fyrirgreiðslu, þegar ég var þar blaðamaður á árum fyrri heimsstyrjaldar, — og Björgvin var eina frjálsa höfnin og opna á allri vesturströnd álfunnar!) Um þetta snerist aðalþáttur draums míns, og þarf eigi að fjölyrða frekar um hann. En skyndilega gerðist furðu- legt aukaatriði, sem ekkert snerti drauminn sjálfan. Inn x hann ófst ein- kennilegt ívaf og áleitið: Roskin kona, sveitaklædd með hyrnu á herðum, lítið eitt bogin í baki og smáskrítin í fasi, kemur óvænt og erindislaus og algerð „boðflenna" inn í drauminn. Hún ráfar eirðarlaus fram og aftur um stofurnar, út og inn og sinnir engum, en tautar í sífellu allhátt: — Holdsveiki, holds- veiki, og rausar allmikið um holds- veiki, en án alls samhengis! Við hin sinnum henni ekkert né hún okkur. En ráp hennar og raus truflar okkur, svo að við flytjum okkur inn í aðra stofu.... I hádegisútvarpinu sama dag flytur þulur all-langa frétt af útbreiðslu holdsveikinnar í heiminum og víðtæk- ar ráðstafanir gegn henni. Fréttastofa útvarpsins hefir sennilega verið að SÖGN þá, sem hér fer á eftir, sagði mér einn vinur minn finnskur, Arne Rindala að nafni. Stálberg móðurbróð- ir hans átti hund, sem var honum mjög fylkispakur. Svo skall fyrri heimsstyrjöldin á 1914 og stóð til 1918, en í lok þess ófriðar háðu Finnar frels- isstríð sitt og börðust gegn Rússum. Þá var það einn dag meðan á þess- um ófriði stóð, að Stálberg var á leið heim til sín ásamt nokkrum öðrum Finnum, og fylgdi hundur hans honum sem jafnan. Finnland er sundurskorið af vötnum, eins og kunnugt er, og hefur af þeim ástæðum verið nefnt „Þúsund vatna landið“, eða eins og Finnar nefna það sjálfir „Tuhansien jarvien maa“. Þeir félagar voru úti á einu af þessum finnsku vötnum, sem þá var lagt ísi. Þegar þeir voru því taka á móti erlendum fréttum um sama leyti sem þessi „frétta-gróa“ laumast inn í morgundraum minn og truflar hann. Ætti því að vera sæmi- lega ljóst, hvaðan „kona sú“ hefir komið! II. Annan draum furðu merkilegan, ör- stuttan og allmiklu torræðari, dreymdi mig skömmu síðar: — Ég hrekk upp um hánótt við að húsið kippist hart til — ég bý á 5. hæð í stórhýsi — og ég finn bylgjuhreyfingu all-langa, um leið og ég vakna! Og þar næst smell- ur allsterkt í vængjahurðinni út að svölunum, sem þó var tvílæst, og þá óhreyfanleg, þótt kippt sé fast í hana. — Hér var um greinilegan og óvenju sterkan jarðskjálftakipp að ræða! Um morguninn spurði ég konu mína, hvort þær mæðgurnar hefðu ekki vaknað við jarðskjálftakippinn í nótt? — Nei. Þær hefðu einkis orðið varar! — Það hlýtur þá að koma í útvarps- fréttunum í dag, — frá Dalvík eða Húsavík. — En engar sílkar fréttir komu! I kvöldfréttunum var sagt frá jarð- skjálftunum miklu og ægilegu í Montana-fylki í norðvestur Bandaríkj- unum, þar sem fjöldi mannslifa var í yfirvofandi hættu! Helgi Valtýsson. sem næst komnir heim til sín bar svo við, að Rússar sáu til ferða þeirra og réðust skyndilega á þá. Finnarnir vörð- ust vasklega, en voru þó ofurliði born- ir af Rússum, sem voru miklu mann- fleiri. Þessi bardagi endaði á þann veg, að Stálberg, sem þá var 23 ára að aldri, var veginn, og féll hann aftur yfir sig örendur ofan í vök, sem var á ísnum. Hundur Stálbergs hafði horft á viðureignina og sá húsbónda sinn og vin hníga ofan af skörinni niður í vatnið. Hann gekk nú óþreyjufullur fram og aftur á ísskörinni eða staldr- aði við og lagðist niður hjá þeim stað, þar sem vinur hans hafði horfið niður í vökina. Þennan sama dag reyndu menn að fá hundinn burt frá vökinni, en það reyndist árangurslaust. Þá var komið með mat til hans út á ísinn og mjólk í skál, en hann fékkst hvorki til þess að þiggja þurrt né vott. Morg- uninn eftir, þegar menn komu út að vökinni, var hundurinn þar ennþá, en orðinn mjög þrekaður. Nóttin hafði verið nístingsköld, en vökina hafði ekki lagt, því talsverður stormur hafði verið. Það var enn á ný reynt að fá hundinn burtu frá vökinni, en það kom fyrir ekki, og ekkert þáði hann af því, sem honum var boðið. Þegar að þeim tíma leið, er vinur hans hafði horfið honum ofan i vökina daginn áður, reis hann upp og horfði á staðinn. Svo kastaði hann sér ofan í vatnið og sást aldrei framar. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um það, hvaða hugsanir hafi hreyft sér hjá þessu mállausa dýri. En ekki þykir mér ólíklegt, að einhver veik von muni hafa vakað hjá rakkanum um, að vinur hans mundi koma aftur upp úr vatninu og því hafi hann viljað bíða í lengstu lög. En svo þegar þessi veika von hans brást hefur hann viljað leita vinarins og um fram allt viljað láta eitt og hið sama ganga yfir þá báða, vinina. Þessi saga er ein af mörgum, er sýnir trygglyndi hundanna. Og þegar Rindala hafði sagt mér þessa sögu bætti hann því við, að á finnsku væri til spakmæli, er segir: „Rakkinn mun reynast þér tryggastur." Einar M. Jónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.