Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 507 Sigurður J. Árness: Sagnir úr Sængurkonusteinn Á LAUGUM í Hrunamannahreppi bjó bóndi sá, er Bjarni hét, Arn- kelssonar bónda, Hallssonar prests í Hvammi í Laxárdal, Arnkelsson- ar. Kona Bjarna vár Guðrún Ein- arsdóttir, bónda á Laugum, dugleg og kjarkmikil kona. Nú var það að áliðnu sumri 1632, að Guðrún húsfreya fór að nitta nágrannakonu sína, sem bjó í Jötu, næsta bæ fyrir ofan Gildarhaga, en vegurinn þangað liggur um jarð- klofning. Guðrún fór gangandi þótt hún ætti erfitt um gang, þar sem hún var komin að falli. Hund hafði hún með sér, eða hann elti hana. Þegar Guðrún kemur ofan í Hagann. kemur þar á móti henri mannýgt naut, og ætlar þegar að til þau vitamín, svo sem A og D, sem setjast að í líkamsfitunni, og verði þar of mikið af þeim, getur það valdið veikindum. Ef börn fá of mikið af A-vitamíni, missa þau matarlyst, léttast, verða óróleg, fá jafnvel útbrot og fleiri kvilla. Hefir mæðrum því stundum orðið það á að gefa þeim meira en áður af vita- míninu, og verður þannig seinni villan verri hinni fyrri. Ofneyzla D-vitamíns veldur einnig lystar- leysi, jafnvel uppköstum, höfuð- verk og niðurgangi. Það er ekki rétt, að vitamín auki mönnum lífsþrótt og geti læknað sjúkdóma. Það eru ekki nema ör- fáir sjúkdómar, sem stafa af bæti- efnaskorti, og aðra sjúkdóma geta bætiefnin ekki læknað. Hrunamannahreppi II. ráðast á hana. En þá snerist hund- urinn af mikilli grimmd á móti nautinu og tafði fyrir því um stund svo að Guðrúnu gafst ráðrúm til að forða sér. Kleif hún þá upp á geisi- háan stein, sem er skammt frá göt- unni, og þótti það með öllu óskilj- anlegt og ganga kraftaverki næst, að hún skyldi komast upp á stein- inn, eins og hún var á sig komin. Hundurinn og nautið háðu harða viðureign umhverfis steininn, og gekk á því marga klukkutíma, þar til hvorutveggi gaf upp leikinn. En Guðrún sat þar á klettinum ng komst eigi niður aftur, eða áræddi það ekki. Nú er að segja frá fólkinu heima, að því þótti dragast heimkoma Guðrúnar, er hún var ekki komin um háttatíma. En svo leið fram á nótt, að ekki kom hún. Fór þá Bjarna að gruna, að eitthvað mundi hafa komið fyrir hana og rauk á stað með birtu. Þegar hann kom í Hagann, sá hann konu sína á stein- inum. Hafði hún alið barn þar og var aðfram komin. Bjarna tókst að bjarga móður og bami ofan af steininum, og bar svo bæði heim að Laugum. Var þeim þá hjúkrað eftir beztu getu, og heilsaðist báðum vel. Steinninn í Gildarhaga hefir síð- an verið kallaður Sængurkonu- steinn, eða Sængurkonuklettur. Um þetta var kveðin vísa, og er hun sennilega eftir Bergstein blinda. sem dó 1635 fjörgamall á Herríðar- hóli í Holtum. Menn hafa farið þannig með vísuna (en eflaust er fyrri parturinn eitthvað aflagað- ur): Sterk var Gunna á sprettinum, slysum kunni varna. Kúröu um nótt á klettinum kona og dóttir Bjarna. Barnið, sem fæddist á klettinum var stúlka, og var hún látin heíta Sigríður. Hún varð kona Odd3 ívarssonar á Grafarbakka, Berg- steinssonar blinda. Bjuggu þau á Grafarbakka 1660, og síðar í Jötu. Sonur þeirra var Þorsteinn bóndi í Jötu (d. 1729, 71 árs gamall, faðir Guðmundar ríka á Kópsvatni (1695—1765), föður Jóns bónda í Bræðratungu (f. 1731), en hann var langafi þess, er þetta ritar. Frá Arnóri skyggna Hildarsel var lítil jörð, en nota- góð vegna kjarngresis, sem þar er víða. Nú er sögu hennar lokið, því að hún hefir verið í eyði síðan 1874. Hún var byggð úr Berghyls-landi nokkuð snemma á öldum. Túnið var lítið og gaf ekki meira af sér en tvö kýrfóður, en margt sauðfó mátti hafa þar, því að aldrei brást beit í svonefndum Ásum, sem þar eru. Árið 1854 bjuggu hér hjónin Arnór og Oddrún Oddsdóttir. Þau eignuðust engin börn, en ólu upp systurdóttur Arnórs, Sigríði Eyólfs- dóttur (f. 1841 d. 1935, 94 ára). Hún var móðir þess, er þetta ritar. Móð- ir hennar var Ingibjörg systir Arn- órs bónda í Hildarseli, en þau voru börn Jóns Stefánssonar í Látalæti og Sigríðar Jónsdóttur í Brennu í Flóa, Stefánssonar. Arnór hafði lítið en gott bú. Hann fór vel með skepnur sínar og þess í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.