Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1959, Blaðsíða 1
34. tbl. Sunnudagur 8. nóvember 1959 XXXIV. árg. Cuðmundur B. Einarsson „Farðu bölvuð, tœfan þín!" ÞAÐ mun hafa verið einhvern- tíma um 1856—58, að fjórir ungir og hraustir menn fóru á róðrarbáti frá Seyðisfirði til hákarlaveiða. Þetta var á útmánuðum. Þeir gerðu ráð fyrir að koma aftur að hálfum mánuði liðnum. Tíðarfar var hið ákjósanlegasta þennan hálfan mánuð, en þó fór svo að aldrei spurðist til manna né báts framar. Ýmsar getgátur voru uppi um það, eins og gerist og gengur, hver orðið mundu hafa afdrif þeirra. Töldu margir líklegt að þeir hefðu ofhlaðið bátinn og sökkt undir sér. En þeir, sem bjartsýnastir voru, töldu að verið gæti að þeir hefði komizt í útlent skip, svo sem franska skútu, og mundu Frakkar skila þeim í land bráðlega. Sú von rættist ekki, en tveir atburðir, er síðar gerðust, virtust benda til þess, að mennirnir hefði komizt í franska skútu, og skal nú frá því sagt. Einn mannanna á bátnum hét Halldór. Hann var heitbundinn hálfsystur föður síns, Steinunni Pálsdóttur, og mun hún þó hafa verið um 20 árum eldri en hann. Þegar Halldór hvarf, var Steinunn vanfær. Ó1 hún litlu síðar dreng, sem látinn var heita Halldór, eftir föður sínum. Hann ólst svo upp í Firði hjá móður sinni. Um það bil er Halldór litli var fimm ára, leituðu mörg frönsk fiskiskip hafnar í Seyðisfirði. Gengu sjómennirnir á land, en það var svo alvanalegt, að því var lítill gaumur gefinn. Nokkrir þeirra höfðu reikað heim að Firði, en þegar þeir eru farnir, er Dóra litla saknað. Þótt- ust þá einhverjir hafa séð hann í fylgd með Frökkum. Var nú þegar brugðið við og þeim veitt eftirför. Náðu menn þeim út við höfn og var Dóri í fylgd með þeim og hinn ánægðasti. Höfðu Frakkar gefið honum kex og sýróp og smjattaði hann á góðgætinu. Hann var þegar hrifinn af þeim, og á einhverjum málblendingi, sem þá var notaður, voru Frakkar spurðir hvort þeim væri alvara að stela drengnum. En þeir sögðust hafa ætlað að færa drenginn föður hans, sem væri í Frakklandi, hann væri íslenzkur og drengurinn lifandi eftirmynd hans. Þetta atvik varð til þess að rifja upp hvarf bátsins fyrir fimm árum og getgáturnar um að mennirnir StySiaíJörðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.