Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Qupperneq 6
494 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS leikning eítir Juan Cassadeus hann kenndi sér einkis meins. Var hann fáorður um það, sem fyrir sig hafði borið, en sagði að það væri ekki á sínu færi að fást við myrkra- völd þau, er í skipinu væri. Nú lá byrðingurinn tómur um hríð, eða til 1906. En þá keyptu hann þeir Wedin & Ramstad 1 Stokkhólmi og fluttu hann til Siglufjarðar. Þar var svo söltuð síld á þilfari hans í þrjú sumur og bar ekki neitt til tíðinda. Að lok- inni síldarvertíð seinasta sumarið, var byrðingurinn dreginn inn á svonefndar Leirur, boruð göt á súðina svo að hann skyldi fyll- ast af sjó og sökkva niður í ieirinn, og hafa þar hægt um sig til næsta sumars. Um veturinn brast eitt sinn á ofsaveður. Reif byrðingurinn sig þá lausan, sigldi sjálfkrafa yfir poli- inn, strandaði og sökk þar nokkru síðar, öllum til ama, því að hann gerði höfnina ótrygga. Hafnar- nefnd hafði úti öll spjót til þess að losna við þennan vágest, af eigendum að þeir kæmi honum burt, bar sig upp undan þessu við marga, en enginn sinnti kröfum og óskum hennar. Þarna lá byrðingur- inn svo árum saman, þangað til danska varðskipið, sem hafði kaf- ara um borð, var fengið til þess að sprengja flakið sundur. En einhver brot úr þrælaskipinu munu enn liggja í botni hafnarinn- ar á Siglufirði. Norðmenn hreiðra um sig Norðmenn tóku þegar að hreiðra um sig í landi og höfðu brátt lagt undir sig norðurhluta eyrarinnar og sópað burt þaðan öllum búðum og hjöllum, sem bændur áttu. Þarna voru þeir Bakkevik, Söb- stad, Henriksen, Hareede og Gars- hal. Undir Hafnarbökkum reisti Ole Tynes geymsluhús mikið og gerði þar síldarpalla fram í sjóinn, en þessa stöð átti raunar O. Roald í Álasundi og gekk hún lengi undir nafninu Roaidstöðin. Seinna reisti ■vo Tynes aðra stöð þar rétt hjá. Bakkevik hóf fyrstur síldar- bræðslu; það var 1906. Árið eftir var fyrsta stöðin reist austan fjarð- arins, og var kennd við Evanger. Þar var stór söltunarstöð og síldar- bræðsla var hafin þar 1911. Öll þessi mannvirki tók af snjóflóðið mikla 1919. Mestur hlutinn af Siglufjarðar- eyri var í Hvanneyrarlandi. Var prestur umráðamaður þess og haf ði rétt á að leigja það. Þegar séra Bjarni sá að hverju fór, að öll eyrin mundi byggjast, gerði hann upp- drátt af henni til þess að fá betri yfirsýn um lóðirnar. Markaði hann svo á þennan uppdrátt fyrirhugað- ar götur, þar sem honum þótti bezt henta. Er hér um að ræða fyrsta skipulagsuppdrátt að kaupstað á ís- landi, og er séra Bjarna það að þakka, að kaupstaðurinn byggðist skipulega. Annars mundi allt hafa farið í handaskolum á þeim tíma er eftirspurn lóða var sem mest og hver vildi hrifsa sem mest til sín. í Hvanneyrarkróki reisti Sören

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.