Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 2
490 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ferðaskipa, að póstleiðin var fram- lengd úr Hofsósi til Sigluf jarðar, og — síðast en ekki sízt — að Siglu- fjörður fekk héraðslækni. Fyrsti læknir þar var Helgi Guðmunds- son fró Hóli í Reykjavík, og gegndi hann því embætti frá 1879 fram til 1910. Sama árið sem Snorri Pálsson lét af þúigmennsku, gekkst hann fyrir stofnun síldveiðafélags á Siglufirði. Keypti félagið lagnet og' nætur, samskonar veiðarfæri og Norðmenn notuðu þá í Eyafirði. Og þegar á fyrsta ári veiddi félagíð ágætlega og hafði mikinn hagnað af. Kipptust menn þá við og var síldveiðifélagið eflt að mun. En nú sneri gæfan baki víð þessum veiði- skap. Kom nú hvert ísárið á fætur öðru, síldin hætti að ganga inn í fjörðinn. Varð þá stórtap á rekstr- inum og leystist félagið upp. Norðmenn fóru ekki varhluta af þessum vondu árum. Þeir veiddu ekkert heldur. Lögðust þá niður síldveiðar þeirra hér við land að mestu leyti. En í þess stað hófu þeir hér hvalveiðar og stunduðu þær fram að aldamótum. Fór þá svo að mest varð hvalveiðin fyrir norðan land, og þá uppgötvuðu Norðmenn Siglufjörð. Voru stundum 20 hval- veiðiskip þar úti fyrir og drógu þau hvalina jafnharðan og þeir veidd- ust inn á Siglufjarðarhöfn og lögðu þeim þar við festar. Lágu þar stundum hvalir tugum saman, þar + ’+akt dráttarskíp kom og dró þá til bræðslustöðvanna á Vest- fjörðum. Siglfirðingar höfðu nokk- um hagnað af þessum hvalveiðum Norðmanna, því að þeir fengu bægsli og sporða keypt fyrir lírið verð. Var mikið kapp um að hreppa þessi happakaup og var þá ekki alltaf friðlegt á höfninni. Einangruð byggð Fram að þessum tíma hafði Siglu- fjarðar lítt verið getið. Byggðirnar þar höfðu verið einangraðar um margar aldir. Fólkið þar hafði lifað sínu lífi og átt lítið samneyti við' aðra landsmenn. Aðalatvinnuveg- urinn var sjósókn, einkum hákaria- veiði. Hákarlalýsið var verslunar- varan, en verkaður hákarl var seld- ur í önnur héruð. Var Siglunes- hákarl t.d. víðfrægur „tólf ára gam- all, og þrettán ára þó“. Afkoma manna var einkum und- ir því komin, að hákarlsaflinn brygðist ekki. Ef vel aflaðist, lék allt í lyndi og menn efnuðust. En þegar ísinn kom, þá voru allar bjargir bannaðar. ísárin komu ot't mörg í röð, og þá átu mögru kýmar upp hinar feitu kýrnar. Gekk því á ýmsu með efnahag manna, en oft- ast nær höfðu þeir mest af fátækt- inni að segja. Hákarlaveíðamar voru stundað- ar bæði á þilskipum og opnum skip- um, og voru nær öll skipin smíðuð í Siglufirði, því að þar voru góðir bátasmiðir. Þessí skip áttu bændur lengi vel. En þegar Gránufélagið keypti verslunina í Siglufirðí ng settist þar að, fór það að eignast hluti í þilskipunum, og að lokum eignaðist það skipin öll, en þau voru milli 10 og 20. Þá lögðust opnu bátamir niður. Upphaflega bræddu bændur alla lifur sína sjálfir í grút- arpottum. Fór bræðslan fram á Siglufjarðareyri, svo að oft rauk þar áður en síldarverksmiðjurnar komu. Svo fekk Grána tæki til þess að gufubræða lýsið og var sú gufubræðsla einnig á eyrinni. Lagð- ist þá pottbræðslan niður smám saman. En margir útvegsbændur áttu enn búðir og hjalla neðan til á eyrinni. Séra Bjarni Þorsteinsson gerðist sóknarprestur þarna 1888. Segir hann að þá hafi verið 311 sálir í sókninni, en þess ber að gæta, að sóknin náði frá Hvanndölum að Máná í Úlfsdölum. Á eyrinni voru þá aðeins 4 íbúðarhús úr timbri og nokkrir torfbæir. Meðal timburhús- anna var eitt sem hét Ytrahús og hafði verið reist 1861—62. Það stendur enn og er nú Aðalgata 23. Auk þessa voru Gránuhúsin á eyr- inni: verslunarhús, salthús og bræðsluhús. Þetta var allt kaup- túnið á þeim tíma. o * * Q o Fram að þessu hafði síldin aðeins verið veidd á fjörðum inni. Hafði síldin þá árum saman vaðið upp í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.