Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 491 landsteina og fyllt hvern fjörð fyrir norðan og austan. En nú hvarf hún allt í einu, og ekkert veiddist inni í fjörðunum. Þess vegna lögðust síldveiðar Norðmanna niður. Þeir höfðu enn eigi lært að veiða síld í reknet á hafi úti, og höfðu þó bæði Bretar og Hollendingar stundað slíkar veiðar um langt skeið í Norðursjó. Þegar þannig var komið hóf ,Sel- skabet for de norske fiskeries fremme“ áróður fyrir því, að Norð- menn skyldu ekki gefast upp við síldveiðarnar, heldur læra að veiða í reknet. Varð þetta til þess, að mörgum norskum sjómönnum var komið fyrir á síldveiðiskipum Skota og Hollendinga til þess að læra aðferðina við veiðarnar og verkun á síldinni. Gekk á þessu um nokkur ár, og veitti ríkissjóður mönnum styrk til að læra síldveið- arnar, gegn því að þeir kenndu svo öðrum þegar heim kæmi. Hollend- ingum var ekki vel við þetta, og 1888 samþykktu þeir að taka engan Norðmann framar á síldveiðiskip sín. En þá fóru þeim mun fleiri til Bretlandseya og voru á skozkum og enskum skipum. Jafnframt fóru Norðmenn þá að ráðgera að smiða sér skip til slíkra veiða, en áttu bó aðeins tvö reknetjaskip árið 1896. Upp frá því fór skipunum svo ört að fjölga og stunduðu þau veiðar með góðum árangri við strendur Noregs, í Norðursjó og hjá Hjalt- landseyum. Voru veiðarnar aðal- lega stundaðar á seglskipum, en þó voru nokkur gufuskip innan um. Norðmenn fá bækistöð í Siglufirði Það var í öndverðum maí 1903, að til Siglufjarðar kom norskt skip, sem „Cambria“ hét, og var hlaðið timbri. Þetta var efniviður í fyrstu síldarbryggjuna og söltunarhúsið í Siglufirði. Um þessar mundir var þar engin bryggja, er skipið gæti lagzt við og hörgull á uppskipunarbátum. Var því tekið það ráð að fleygja timbrinu útbyrðis úti á firði, draga það þar saman í fleka og fleyta því þannig til lands. Var þetta seinlegt og uppskipuninni ekki lokið fyr en eftir viku. Að því búnu lét „Cam- bria“ úr höfn, en skildi eftir þriá feðga, er allir voru trésmiðir, og áttu að smíða bryggjuna og söltun- arhúsið. Gekk þeim það verk rösK- lega úr hendi, svo að í lok júní- mánaðar var bryggjan tilbúin og húsið komið undir þak. Bryggjan hvíldi á grjótfylltum staurakerjum sem taka mátti upp að hausti áður en veður versnuðu, og geyma í landi til næsta sumars, en bryggj- unni þá skotið út aftur. Hinn 8. júlí kom svo annað norskt seglskip, sem „Marsleys" hét og lagðist að nýu bryggjunni. Skip þetta var fermt tómum tunnum og saltfylltum tunnum. En það sem mesta athygli vakti meðal Siglfirð- inga, var að sjá nýveidda síld á þilfari, 70—80 tunnur. Skipstjóri kvaðst hafa látið reka þar úti fyrir um nóttina og fengið þennan afla. Því ætluðu menn varla að trúa, svo rótgróin var trúin á það, að ekki væri hægt að veiða síld úti á opnu hafi. En sjón var sögu ríkari. Síldin var hér komin utan úr hafi, og nú var um að gera að bjarga henni sem fyrst og koma henni í tunnur. Nú var síldin borin í bölum úr skipinu upp á mölina, þar sem söltun skyldi fara fram. Var svo smalað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.