Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1959, Blaðsíða 16
504 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A 10 9 7 V G 9 7 ♦ 842 ♦ G 8 6 2 ♦ G 5 V 8 2 ♦ Á K 3 ♦ Á K 10 7 5 3 A K 8 6 4 ¥ Á 6 5 ♦ 9 7 6 5 * 9 4 ♦ Á D 3 2 ¥ K D 10 4 3 ♦ D G 10 ♦ D N V A S Þetta spil er úr enskri keppni. Norður gaf. Á nokkrum borðum kom- ust menn í 6 grönd eftir þessar sagnir: N A s V 1 lauf pass 2 hj. pass 3 t. pass 3 gr. pass 6 gr. pass pass pass V sló út S 10 og fóru í þann slag gosi, kóngur og ás. S sló svo út tigli og tók með kóng í borði, og spilaði síðan hjarta, en A lét lágspil og S fekk slaginn á drottningu. Svo tók hann slag á L D og sló út tigli undir ásinn. Nú tók hann slagi á L K og L Á, en gosinn kom ekki. I þessa slagi fleygði hann lágspaða af hendi. Svo kemur hjarta. Ef A drepur með ás, fær S alla slagina sem eftir eru. Láti A lághjarta, þá drepur S með kóng og slær enn út hjarta, og kemur þá allt í sama stað. En S gat tapað, og þann leik sá eng- inn. Það var með því móti að A fleygði H Á í L K. Þá hlaut V að fá slag á H G og átti þá L G frían. FLUTNINGUR ALÞINGIS Þegar það kom fyrst til orða í landsnefndinni 1785, að Alþing skyldi flutt frá Þingvelli til Reykjavíkur, stakk ritari nefndarinnar, C. U. D. Eggers upp á því, að fangahúsið á Arnarhóli yrði endurbætt svo, að þingið gæti haldið fundi' sína þar. HAUSTMORGUNN í REYKJAVÍK — Einn af yngstu kynslóðinni er á leið í skóla. í hverjum dreng býr mannsefni. Hver veit nema þessi piltur verði orð- inn frægur um næstu aldamót? — (Ljósm. Ól. K. Magn.) STJÖRNUFRÆÐI Á ÍSLANDI Eyólfur Jónsson bónda Vigfússonar frá Háafelli í Hvítársíðu lauk guð- fræðiprófi við háskólann 1766, en var síðan um nokkur ár starfsmaður við stjörnuturninn í Kaupmannahöfn. Ár- ið 1770 var honum falið að gera stjarn- fræðilegar athuganir hér á landi. Var í ráði að reisa athugunarstöð að Lamb- húsum á Álftanesi, en það drógs.t og Eyólfur andaðist áður. Þá kom hingað norskur stúdent, Rasmus Lievog, ráð- inn sem stjörnumeistari. Hann hafði bækistöð sína fyrst á Hólavelli, en síðan á Lambastöðum. Hann fór alfar- inn héðan 1805 og lagðist þá stjörnu- skoðunarstöðin í Lambhúsum niður. Lievog gerði kort af Reykjavík 1787 eins og hún var þegar hún fekk kaup- fttaðarréttindi. l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.