Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Qupperneq 16
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4 53 V A 10 7 ♦ 8 5 2 * A K 6 4 3 A V ♦ * G 9 8 6 5 4 2 D G 10 9 10 8 N V A S A D 10 8 7 V K D G ♦ 76 A D G 8 7 A A K 6 4 2 V 9 3 ♦ Á K 4 3 A 5 2 Þetta er bridgeþraut, samin af sviss- neskum spilamanni, Jean Bease. Og hann spyr: Geta S-N unnið „game“- sögn á þessi spil? Hvað eiga þeir að segja? Og hvernig á að spila til að vinna? Það er þegar auðséð, að ekki er hægt að vinna 3 grönd, ef hjarta kemur út; þá fá S-N ekki nema 8 slagi. Fjóra spaða er heldur ekki hægt að vinna, ef tromp kemur út. Vonlaust er einnig að vinna 5 tigla eða 5 lauf. Eina sögnin, sem þá er eftir, er 4 hjörtu. Hvernig er hægt að vinna þá sögn? Heppilegast er fyrir andstæðinga að slá út trompi. Það drepur N með ás, tekur svo slagi á SÁ og SK og trompar spaða, fer inn á TÁ og trompar annan lágspaða. Nú tekur hann slagi á LÁ og LK, slær svo út láglaufi og trompar með H9. Seinast kemur TÁ og þá er spilið unnið. En hvernig ætti S-N að slampast á að segja 4 hjörtu? Bease hefir fundið lausn á því líka. N byrjar og segir 1 gr., sem er mjög venjuleg sögn. S svarar með því að segja 4 hjörtu, en það er beiðni um að N segi 4 spaða, eftir gild- andi reglum. N athugar það ekki og segir pass. RÉTTDÆMI Það er sagt, að einu sinni hafi Magnús Stephensen átt að dæma mál milli konungs og einhvers annars, og VINDMYLNUR voru algengar hér fyrrum. I Reyk.iavík voru t. d. tvær vind- mylnur, önnur á Hólavelli, hin í Bankastræti, og þá var gaman þegar stormur- inn sveiflaði mylnuvængjunum, segir Gröndal á einum stað. — Nú munu allar vindmylnur horfnar nema þessi eina, sem er í eynni Vigur. (Ljósm.: vig.) hafi hann dæmt mikil útlát á hendur konungi, en hinn orðið frí. Átti þá stjómin að segja, að það væri óhætt að veita honum æðsta embættið í lands- yfirréttinum þess vegna, að hann færi ekki í manngreinarálit í dómum sínum. (Þjóðsagnakver Magnúsar Bjarnason- ar). — SPÁ BJARNA LANDLÆKNIS Það var á fyrri árum Árna biskups Þórarinssonar, þá prests að Lambastöð- um, að húsfreya hans átti tvíbura. Sat Bjarni landlæknir Pálsson meðal ann- arra skírnarveizlu þeirra, og gerðu menn sér að gamni við Ama prest út af frjóvsemi þeirra hjóna, en hann kvaðst þá mundu hættur þeim störf- um, sneri máli sínu til Bjarna, því hann hugði hann sér meðmæltan; en Bjarni kvað þau hjón eignast mundu 7 drengi og 2 stúlkur, þó mundi annað hvort, að þær yrði ekki langlífar, ella mundi hann þá andaður, er þær fæddust, og fór þetta eins og hann sagði. En það sagði hann kunningjum sinum, að til marks hefði verið, að einu sinni hefði hann mætt Steinunni húsfreyu á Lambastöðum í húmi dags frammi í dyrum, hefði sér þá sýnzt 9 börn um kring hana, en 2 af þeim sá hann að- eins í þoku. (Merkir Islendingar V.) KASTFIMI Sigurður L. Jónasson segir mér, að þeir skólabræður hans Geir Ámason Vídalín og Jón Jónsson yngri frá Mos- felli (d. í skóla 1853) hafi verið frá- bærlega kastfimir. Þeir hafi getað kast- að steini yfir skólann neðan frá læk og eins frá skólanum og suður í hólmann í Tjörninni. (ÓL Davíðsson)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.