Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 417 Þetfa geröist í ágústmánuði ÁGÚSTMÁNUÐUR var mjög vot- viðrasamur víðast hvar á landinu og gekk heyskapur ekrykkjótt. Hins vegar voru síldveiðar með bezta móti, og hefur ekki komið hér ann- að eins aflasumar síðan 1914. • SLYSFARIR, EIDSVOÐAR O. FL. Eldsvoði í Síldarbræðslu Siglufjarð- ar. 48 stunda vinnustöðvun (5). Amerískur bíll og 4 manna Opel-bíll rákust á fyrir ofan Álftavatn. Ein kona beinbrotnaði (5). Eldur kom upp í mjölþurrku í Kletts- verksmiðjunni. Var kæfður með gufu (7). Fimm íslendingar lentu í bílslysi í Þýzkalandi (7). Vopnuð herlögregla hindrar íslenzka löggæzlumenn í starfi (8). ölóður maður ræðst á dönsk hjón og slasar Pál Zópaníasson alþingismann á samkomustað í Reykjavík (8). Jarðskjáftakippir á Selfossi (11). Bíll ók fram af brekkubrún á Siglu- firði og lenti á geymsluhúsi (11). Telpa féll út um glugga á þriðju hæð á húsi á Siglufirði, en meiddist lítið (11). Sendiferðabíll brezka sendiráðsins lenti í hörðum árekstri við vörubíl á Suðurlandsbraut (11). 1100 bílaárekstrar það sem af er ár- inu (14). Spjöll unnin á listaverkum Reykja- víkurbæjar (14). Finnbogi Júlíusson, 15 ára, missti framan af 4 fingrum í hraðfrystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa (19). Bandarískir herménn nota þyril- vængju við veiðiþjófnað i Botnsá í Hvalfirði (19). Bíll rakst á brúarstöpul í Norðurár- dal. Tveir menn særðust illa (19). Lítill bill ók aftan á strætisvagn á Hafnarfjarðarvegi. Tveir menn slösuð- ust illa (20). Niðurskurður ákveðinn á fé á Reykja nesi í Reykhólasveit vegna mæðiveiki (22). Eldur kom upp í togaranum Ólafi Jóhannssyni frá Patreksfirði á Græn- landsmiðum (22). Bandarískir hermenn struku úr fang- elsi á Keflavíkurflugvelli (22). Skodabíll ók út af veginum á Kjal- arnesi. Tveir menn meiddust (25). Eldur kom upp upp í olíuleiðslu við Reykjavíkurhöfn (26). mannalAt 1. Guðrún Símonardóttir frá Núpum. 2. Skafti Gunnarsson, Baugsvegi 9. 1. Loftur Sigfússon, Brunnstíg 3, Hafnarfirði. 2. Aðalsteinn Arnason frá Vopnafirði. 2. Sesselja Helgadóttir, Efstasundi 53. 3. Dagbjört Jónsdóttir frá Sæbóli. 3. Séra Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi í Dýrafirði. 3. Rúrik N. Jónsson, vélstjóri. 4. Stefán Jónsson frá Galtarholti. 4. Ragnhildur Geirsdóttir. 5. Kristín Ólafsdóttir, Langagerði 58. 5. Jón Sigurðsson, Óðinsgötu 17A. Síldarafll var góður í þessum mánuði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.