Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 1
28. tbl. JltiifgmirlaMiti Sunnudagur 27. septgmber 1959 XXXIV. árí. Eggert Magnusson; MEÐ LANGFERDABÍLUM jbverf yfir Bandarikin fram og aftur HINN víðförli íslendingur, Egg- ert Magnússon, sem skrifað hefir nokkrar greinir í Lesbók um ferðir sínar, brá sér núna(í sum- arleyfinu með flugvél til New York, og þaðan með langferða- bílum þvert yfir meginlandið til San Francisco og til baka. Segir hann hér i stuttu máli frá þeirri skemmtiför. EG HEFI hvergi rekið mig á frá- sagnir af því, að íslendingar hafi farið með langferðabílum þvert yfir Bandaríkin, fram og aftur, og þess vegna langar mig til þess að vekja athygli á þessum bílferðum, sem eru tiltölulega ódýrar, en þægilegar og hentugar fyrir þá, sem vilja sjá sem mest og kynnast ýmsum stöðum. Leiðin frá New York til San Francisco mun vera álíka löng og leiðin frá íslandi til New York. En farið með lang- ferðabílunum kostar ekki nema 83 dollara, og er þar stór munur á og fargjaldinu vestur yfir hafið. Vagnarnir, sem halda uppi þess- um áætlunarferðum þvert yfir Bandaríkin, eru kallaðir Gráhund- ar (Greyhounds). Þeir eru mjög þægilegir, og loftið í þeim er kælt, svo það er ámóta notalegt og í Reykjavík, enda þótt óþolandi hiti sé úti. Farmiðinn gildir um fjög- urra mánaða skeið, svo að menn geta haft viðdvöl á ýmsum stöðum á leiðinni, og tekið svo næsta bíl. Með þessu móti verður ferðalagið að meira gagni fyrir þá, sem ó- kunnugir eru, en langar til að skoða sig um. Mun eg nú í stuttu máli segja frá ferðalaginu og því, sem mér bar fyrir augu. Fyrsti áfanginn Að kvöldi þjóðhátíðardags Frakka, 14. júlí, var lagt á stað héðan með leiguflugvél Loftleiða, og gert ráð fyrir 13% klukkustund- ar ferð yfir hafið. Rétt fyrir mið- nætti sjáum við Grænlandstinda, snævi þakkta, en baðaða í nætursól. Þarna er landslag mjög hrikalegt og hættulegir eru þessir tindar fyr- ir flugvélar. Morguninn eftir komum við til New York, en þar ætlaði eg að hafa litla viðdvöl og gat því fátt skoð- að. Þó fór eg upp í hæsta hús borg- arinnar, Empire State Building, sem er 102 hæðir. Einnig skoðaði eg nokkur söfn. En um þessar mundir var ekki um annað meira talað í borginni en rússnesku sým Þannig eru Gráhundarnir, sem eru í förum þvert yfir Bandaríkin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.