Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1959, Blaðsíða 8
416 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS orðið það, ef rélt er á haldið. Til þess að svo megi verða sem ágæt- ast mim þurfa að víkja nokkuð frá því sem nú horfir, með skipulag og gerð Lækjartorgs, Bankastrætis og gatnamót Lækjargötu og Banka- strætis við torgið. Þessi gatnamót eru vandræða- mál eins og nú er og verða það framvegis, þó að sneitt verði af stjórnarráðsblettinum og norður- endi Lækjargötu réttur með því móti, eins og mun vera fyrirhugað og auðvitað er til stórra bóta. Þarna, um þessi gatnamót, verður alltaf mikil umferð, þess vegna er alveg ótækt að þriggja hliða haili skuli vera á mótum þessum. Úr neðri enda Bankastrætis hallar á þrjá vegu: niður á torgið og til norðurs og suður í Lækjargötuna. Af þessu stafar erfiðari umferð og stóraukin slysahætta. Hitt er þó eigi minna um vert, hve ljótt og ankannalegt þetta er, það stórspill- ir fegurð Lækjargötunnar. Neðri hluti Bankastrætis er gömul vegarfylling til þess að gera akstur með hestum auðveldari upp Bakarabrekkuna. Það var nauðsyn þess tíma. Gráu var bætt ofan á svart, án allrar nauðsynjar, þegar kamramenningin hóf þarna inn- reið sína rétt við hornið á skrif- stofu utanríkisráðherra, en slíkt er nú aðeins kvellisótt, sem auðvelt er að lækna. Lesari góður, þú, sem hefir áhuga á málefnum höfuðborgarinnar, taktu þér stöðu í Lækjargötu suð- ur undir gatnamótum Bókhlöðu- stígs og götunnar, líttu í kringum þig og einkum til norðurs, og reik- aðu svo norður götuna. Geta þér ekki dottið í hug orðin „fögur er hlíðin“ — brekkuhlíðin austan við götuna. — Og fegri getur hún orð- ið. Þú sérð hvert lýti það er, að neðri hluti Bankastrætis brýtur landslagið, og drúldan þar sem það enda/ uiður við Lækjartorg. Hugs- aðu þér gömlu vagnauppfyllinguna horfna með kömrum og öllu sem tilheyrir, Lækjargötu slétta og breiða norður úr án alls hliðarhalla norður þar. Hugsaðu þér ennfrem- ur allar lóðirnar í endilangri hlið- inni frá Miðbæjarbarnaskólanum og norður með Kalkofnsvegi, sam- ræmdar um halla og frágang í meginatriðum. Nú skortir mikið á að svo sé, og fer hörmulega illa misræmið um frágang Mennta- skólalóðarinnar og lóðanna fyrir framan Gimli og Bernhöftsbakarí. En þetta verður allt lagfært og samræmt hæfilega, er hið nýja stjórnarráð rís af grunni. — En stóri þröskuldurinn, sem þarf að yfirstíga — nei — ryðja úr vegi, er hið upphækkaða Bankastræti, kerruvegurinn sá. Lítið til norðurs úr Lækjargötu sunnan til, eins og eg ræddi um, og athugið hvernig gamla stjórnar- ráðshúsið — tukthúsið 200 ára gamla — mundi hefjast og njóta sín, sem sérstæð og fögur bygging, þegar búið væri að lækka Banka- stræti neðan til upp á móts við húsaröð — uppfyllingin væri horf- in og réttur hins eðlilega landslags ríkti að nýju. Gerið sjálfum ykkur þann greiða, veitið ykkur þá gleði, að athuga þetta allt, með opnum aug- um og huga, og með blessaða Esj- una í baksýn. — Svipað má einnig segja um það, hve fögur gatan get- ur orðið séð frá norðri, frá gatna- mótum Hverfisgötu og Lækjar- torgs, ef Bankastræti lækkar í sam- ræmi við landslagið, svo sem það eitt sinn var og getur enn orðið. V. Getur enn orðið, sagði eg, er það þá hægt? Já, það er auðveldlega hægt, ef forráðamenn þessara mála aðeins vilja líta á þetta með góð- vild og lofa náttúrunni að verða náminu ríkari. — Eg hefi áður rit- að um þetta í Morgunblaðið, en langt er síðan og því óhætt að end- urtaka það. Tveir möguleikar eru fyrir hendi til þess að bæta um. Annar ber allvel á leið, hinn tel eg að leysi málið alveg og ágætlega. Bankastræti verður að lækka % neðan til, það verður að lækka að því marki, að Lækjargatan verði lárétt og hallalaus bæði á breidd og lengd, þar sem hún mætir Banka- stræti og gengur yfir í Lækjartorg. Þetta er einfaldlegast hægt að gera með því að rífa upp Banka- stræti enda milli og gera það bratt- ara. Brattinn yrði samt ekki nein óhæfa fyrir bílaumferð, sérstak- lega ef lækkun Laugavegar að Skólavörðustíg væri tekin til hjálpar. Til viðbótar því sem eg hefi áður nefnt um þau lýti, sem eru að drúldunni við neðri enda Banka- strætis, er vert að minna á það, að hversu glæsilegt hús sem byggt verður á Árna Björnssonar horn- inu, mun það aldrei njóta sín að fullu, ef götunni hallar að húsinu á tvo vegu eins og nú er og verður ef drúldan er ekki afnumin og gatnamótin lækkuð niður að jafn- sléttu. Húsið mun alltaf líta út eins og það sé að sökkva í jörð niður, ef horninu hallar frá götunum. Slíkt er ekki ómerkilegt atriði, er í hlut á ein allra glæsilegasta bygg- ingarlóð bæarins og vonandi senn hvað líður ein glæsilegasta bygg- ingarlóð bæarins gegnt hinu nýa stjórnarráði. Hinn möguleikinn er ennþá betri að mínu viti. Hann er sá að Ioka Bankastræti sem umferðargötu fyrir bíla og akstur. Eg álít að það sé hægt í sambandi við aðrar mikilsverðar aðgerðir í umferðar- skipulagi miðbæarins, og það er mjög æskilegt. Þó að ekki sé litið á annað en það sem vinnst í bættri Frh. á bls. 421

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.