Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Síða 1
Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á húsafelli: NOKKRAR ENDURMINNINGAR UM ÁSGRÍM JÓNSSON USTMÁLARA ÞAÐ er ekki á mínu færi að skrifa um listmálarann Ásgrím Jónsson Ég veit það eitt, að myndir hans snerta hug minn og hjarta. Það ai mér nóg. Þó veitti ég athygli hinni miklu breytingu sem varð á mynd- um hans hin síðari ár, frá því sem áður var. 'V’irtist mér sem endur nýjað æskufjör og þróttur birtis* í Húsafellsmyndum hans frá þeim árum. Sérstaklega í skógarmynd- unum. En með nokkrum fátækleg- um orðum langar mig til að lýsa manninum Ásgrími Jónssyni, eins og hann kom mér fyrir sjónir þau 20—30 sumur, sem harm dvaidist á heimili mínu, að meira eða minna leyti. í fyrsta skipti sá ég Ásgrím mál- ara laust eftir aldamótin. Minrir mig það hafi verið sumarið 1902, en þá var ég á fermingaraldri Var Ásgrímur í fylgd með nokkrum höfðingjum úr Árnessýslu. Eirn þeirra var séra Ólafur Briem. For hópurinn yfir Kaldadal, og staldr- aði við á Húsafelli, en hélt síðan að Gilsbakka. Endurminningin i?m þessa gesti er mjög óljós. Ég man það eitt, að gestum var boðið til stofu, og þeim bornar veitingar. Við krakkarnir drógum okkur f hlé, enda óframfærin og feiinin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.