Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 251 Ásgrímur Jónsson: Húsafell. göngumaður og lét sig ekki muna um að ganga 5—8 kílómetra kvölds og morgna til og frá vinnustað, og gekk þá bæði hratt og léttilega, þótt hann bæri þungan poka á baki og stórt málverk í annarr' hendi, og trönur í hinni. Hann var dökkur á hár og bláeygur, svipur hans mikill, göfugmannlegur þreinn og festulegur. VinavanduT var hann og vinfastur og hinn tryggasti og bezti vinur vina sinna Hann var vanafastur mjög, og breytti lítt eða ekki útaf be’m venjum er hann hafði tamið ser og má nefna sem dæmi um það að helzt kaus hann, að sama konar færði sér ætíð mat og kaffi. en það féll í hlut Herdíspr Jónasdótt- ur ráðskonu minnar, að hugsa um Ásgrím síðustu tvo áratugina sem hann dvaldist á Húsafelli-. Herdís vissi bezt hvað honum kom, og líkaði honum verr, ef þannig stöð á, að hún varð að senda vinnukonu til hans með mat eða kaffi. Ásgrímur var víðlesinn, minn- ugur og óvenju fjölfróður. Hann var allra manna skemmtilegastur í viðræðum, gamansamur og fynd- inn. Háttprúður og kurteis rar hann svo af bar, og hefi ég engan mann þekkt, sem í öllu vandaði framkomu sína sem hann. Hann var hinn mesti drengskaparmaðut í hvívetna, en þoldi öðrum illa ódrengilega framkomu. Hann var höfðingi í lund, rausnarmaður mikill og stórgjöfull, og hafði ánægju af að gleðja þá sem áttu við erfiðleika að etja. Hann vildi ætíð launa það sem honum fannst vel væri fyrir sig gert, og fórum við Húsfellingar ekki varhluta aí slíku. Ásgrímur var skarpskyggn á menn. Sá hann á svipstundu hvern- ig honum mundi falla í geð þeir menn sem hann hitti, og tók mönn- um eftir því, en vináttu festi hann ekki við neinn fyr en eftir löng kynni. Ásgrímur Jónsson er í öUu einn hinn mesti persónuleiki og ágætismaður sem ég hefi kynnzt. Ásgrímur var mikill afkastamað- ur, og gat varla unnt sér hvíldar meðan hann hafði fulla heilsu. A fyrstu dvalarárunum á Húsafeiii málaði hann hvernig sem veður var. Man ég einu sinni að hann var lengi dags fram á Jöðrum, klæddur olíufötum. í norðankalsa '•igningu. Kom hann heim með mynd af Strútnum, og á honum var þokukúfur. Kallaði Ásgrímur mynd þessa rosamyndina. Oft íór hann með sömu myndina út dag eftir dag í marga daga til þess að mála í hana, bæta hana og fegra Ef honum líkaði ekki myndir sin- ar, málaði hann yfir þær með hvítu, miskunnarlaust, og síðan nýa mynd á léreftið. Fyrstu árin málaði Ásgrímur mest vestan Hraunsáss. Iðulega hafði hann þá á myndum smum fólk við heyskap í nærgruani Hraunsásbæinn í milligrunni, og Eiríksjökulinn í baksýn. Oft mál- aði Ásgrímur uppi á Hraunsásn- um, og virtist hann mikið dálæti hafa á Eiríksjökli eða Hafursfeili sem bakgrunni, en dalnum :-em milligrunni. Stundum hélt hanr>. lengra niður í sveitina, að Barna- fossi og niður með Hraunfossunum. Seinna hjá Deildargili. Snemma málaði Ásgrímur Stuttá með Sei- fjall og Hafursfell í baksýn. Síðan færði hann sig inn í skóginn, fyrst í Oddana og svo að Kiðá. Á Jöðr- unum í nánd við Geitá málaði As- grímur mikið. Vitanlega einskorð- aði hann sig ekki við þessa staði, hann var til og frá um skóginn. Einnig málaði hann mikið fram í Selgili, fram á Selfjalli og hjá Lambá. Ein brekka er þarna . skógarjaðrinum sem Ásgrímur hafði mikið dálæti á. Hún er köll- uð Ásgrímsbrekka. Þegar hann málaði í þeirri brekku hafði hann Hafursfell og Selfjall í bakgrunn. Stuttá í nærgrunn. og vinstra meg- in birkihríslu, sem var í sérstak- lega miklu uppáhaldi hjá honum. Nú er þessi hrísla orðin hrum, og að falli komin. Alltaf fór Ásgrímur fótgangandi. Frá Húsafelli og út að Hraunsásn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.