Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 4
252 LESBÓK MORG.UNBLAÐSINS um er 5—6 kílómetra vegur. Kvöld eitt þegar hann var nýkominn þaðan, að afloknu löngu og ströngu dagsverki, sá hann allt í einu ákaf- lega falleg ljósbrigði á himninum, sem endurspegluðust einkennilega á jörðinni. Ásgrímur hafði þá ekki írið í sínum beinum, og gekk aftur út að Hraunsásnum. Ekki kom hann heim fyr en eftir miðnætti. Hin síðari dvalarár Ásgríms á Húsafelli fór hann að verða vand látari með veðrið, enda heilsa hans farin að bila þá. Hann vaknaði ætíð eldsnemma, leit þá út um gluggann og gáði til veðurs. Eiríks- jökull blasti við herbergisglugga hans, og var jökullinn oít eins kon- ar veðurviti fyrir hann. Eldhúsið er í kjallaranum, beinc undir herbergi Ásgríms. Þegar vart varð við hreyfingu þar uppí var honum í skyndi fært morgun- kaffið. Síðan klæddist hann, og skundaði út á hlað á inniskónum ef veðurútlit var sæmilegt. Stóð Ásgrímur grafkyrr um stund, steig svo fram á fótinn og leit til lofts og fjalls. Stundum nagaði hann sér líkast því, sem væri* hann að lykta af lofti og veðri. Ef honum leizt veðurútlitið sæmilegt, var ekki til setunnar boðið. Raðskonan útbjó hesti í mesta flýti, meðan Ásgrím- ur klæddist í hlýan fatnað og sterk- leg göngustígvél. Hann raðaði vandlega öllu málaraefninu í bak- poka og leðurtösku, tók fram lér- eftið eða vatnslitapappírinn og trönurnar, borðaði síðan skyrhrær- ing og lagði svo af stað. Gekk hann hratt frá bænum, leit hvorki tii hægri né vinstri, og gaf sér varla tóm til þess að kasta kveðju á heimafólk sem varð á vegi hans. Hin allra síðustu ár Ásgríms á Húsafelli átti hann erfitt með að fara gangandi á vinnustað, ef lang' var að fara. Þjáðist hann af lungna- þembu og mæði. Eftir að jeppa- bílar komu til sögunnar var Ás- grímur stundum fluttur í þeim á vinnustað. Um það leyti hætti hann að koma heim með myndir sínar en geymdi þær í tjaldi sem hann reisti úti í skógi. Þá lögðust niður málverkasýningar hans fyrir heimafólkið, og söknuðu allir þsss mjög. Ásgrímur átti erfitt með að þola lyktina af olíulitunum eftir að heilsa hans fór að bila. Og loks fór svo, að hann hélt alltaf kyrru fyrir í bænum, nema veður væri einsýnt og gott. Ekki var Ásgrímur iðjulaus heima. Hann teiknaði töluvert, sér staklega í rúminu á kvöldin, en hann háttaði venjulega snemrna. Stundum notaði hann heimilisfóik- ið sem fyrirsætur. Man ég eitt kvöld, að þlegið var dátt svo glumdi í öllu húsinu. Elzti sonur minn, sem er gildur á velli, klædd- ist ferlegum kvenbúningi. Sat hann inni hjá Ásgrími allt kvöldið, en þá var hann að teikna Gilitrutt. Líka málaði Ásgrímur töluvert, heima, þegar ekki gaf út. Hann málaði tvær myndir af eldhúsmu. Á annarri þeirra er Herdís ráðs kona fyrirsæta, en systir mm, Steinunn frá Rauðsgili á hinni. Eftir að eldhúsið var hvítkalkað, missti hann allan áhuga á því sem viðfangsefni. Ástríði dóttur mína málaði hann. Valdi hann þá súðar • herbergi uppi á loíti, og lét h?na

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.