Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 253 Ásgrímur Jónsson: í Húsa- fellsskogi. sitja þar á rúmi. Einnig málaði hann herbergi sitt. Á inniverudögum var tónlistar- flutningur iðkaður af kappi. Á fyrri árum lék Ásgrímur oft á orgelið, og nær eingöngu verk eftir Bach. Seinna kom hann með tösKu- grammófón og margs konar tón- verk eftir Bach, Mozart, Hándel og fleiri. En síðustu árin virtist hann hafa einna mest dálæti á tón- verkum Mozarts. Tónlistin glurndi um allt húsið, og Ásgrímur kunni vel að meta góða hlustendur, en. var meinilla við kjaftæði meðan á tónlistarflutningi stóð, og var hann þá til með að líta með hvössu og stingandi augnaráði á málæðx- skjóðurnar. En augnaráðið var svo ákveðið og skipandi, að þær stein- þögnuðu á stundinni. Þessi tónhst- arflutningur Ásgríms hafði áreið- anlega töluverð áhrif á okkur heimamenn. Sérstaklega urðu svn- ir mínir tvéir fyrir varanlegum áhrifum af honum. Sumarið 1953 var Ásgríms sið- asta á Húsafelli. Það vor fór hann til Skotlands til lækninga, og dvaldist þar um tíma Kom hann svo fram að Húsafelli 30. júní, og dvaldist hjá okkur í nokkrar vik- ur, en varð að fara suður til Reýkjavíkur fyrr en hann ætlaði vegna veikinda, og var hann iagð- ur inn á sjúkrahús er þangað kom. Hin síðustu sumur var Ásgrímur oft lasburða, fékk hann mikii þyngslaköst og lá þá stundum rúm- fastur. Hafði veðurtarið ákaflega mikil áhrif á hann. En þrátt fvrir líkamlega vanlíðan hélt Ásgrímur andlegum kröftum óskertum, og virtist sálarþrek hans óbugað með öllu, og viljaþrekið undravert því að þegar af honum bráði, og veður leyfði, var hann farinn út að mála. Sá ég ekki betur, en að allra síð- ustu myndir hans stæðu sízt aó baki hinum fyrri að lífi og þrótti Og nú er Ásgrímur Jónsson ail- ur. Áttatíu og tveggja ára að aldri kvaddi hann þennan heim. En minning hans mun lengi lifa. Og Húsafell mun ætíð minnast hans sem hins merkasta og bezta dval- argests er þar bar að garði á þess- ari öld. í bæinn flutti hann jafnan mcö sér birtu og yl göfugrar sálar. (Skrásett hefur Bjarnveig Bjarnadóttir). In svonefndu ,,Atóm"-kvœði Fegurstu setningar röð eftir röð í rími og óbundnu máli svo ljóma í hug, er við lesum þau blöð sem leiftri af rúbín og stáli. Menn aðgreindu kvæði og óbundið mál og unnu að hvoru með snilli, en bezt er nú talið að brúa þann ál, svo bilið sé ekkert á milli. Sú tilraun er samt ei af nálinni ný og naumast hún kæmist í Ietur, því leirskáldin unnu þá pinkum að þvf og af því þau gátu ei betur. Nú aðstaða breytist hjá íslenzkri þjoð, ef allt sem er hugsað og prentað með svolitlum galdri má setja í Ijóð. Það sýnir, hvað fólkið er menntað. Sú konst er: Að losna úr læðingi mals, er ljóðskáldið reglunum hafnar, að skrifa svo lesmál í listinni frjáls og línurnar sé ekki jafnar. Og svo er það annað, sem undir það telst, ef órímað kvæði skal gera, að undarlegt nokkuð og annarlegt helzt, skal efnið í kvæðinu vera. In rímlausu kvæði, sem nú eru nefnd þau njóta sín betur á prenti, enn upplesin væru — það yrði þeim hefnd — og ólíklegt, margan það henti. SIGURÐUR NORLAND Maður kom inn í blómabúð og keyptl 24 rósir handa kærustunni sinni á 24. afmælisdaginn hennar. .,Ein rós fýrr hvert ár ævi þinnar“, skrifaði hann á kort, sem hann lét fylgja. Þegar hann var farinn úr blómabúð- inni, sagði blómasalinn við afgreiðslu- stúlkuna: „Þetta er góður viðskiptavinur, bættu 12 rosum við“. Pilturinn hefir ekki þurft að senda kærustunni blóm síðan, og þau eru ekki gif t.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.