Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43S • sé hlýtt. Dag eftir dag ganga ný- gift hjón út úr þessari Idrkju til þess að stofna heimili, þar sem þau vænta sér ævilangrar gæfu. Þau vænta öryggis og friðar, þau vona að eignast elskuleg börn og að hv,er dagurinn verður öðrum betri. Og meistarinn segir við þau: „Yðar himneski faðir veit, að þér þarfn- ist alls þessa“. En hve hörmulega fer fyrir þeim heimilum, sem gleyrna því, sem hann bætti við!" Grundvöllur heimilishamingju er siðgæði. Það er hægt að stofna heimili í hrifningu, en hrifningin ein er ekki einhlít. Það er tryggð- in, sem leggur blessun yfir heim- ilin. Bara að öll hjón gætu séð áður en það er um seinan, að krafan til þeirra er: réttlæti fyrst — tryggð, einlægni, drengskapur. Þá mun allt annað veitast þeim. Á þessum drottins degi kýs eg því að tala við yður um ýmis- legt er vér þörfnumst, en getum rldrei öðlast, nema því aðeins að vér fylgjum ráðleggingum meist- arans: Réttlæti fyrst! Fyrst og fremst viljum vér öll að þjóð vor sé öflug og hefji í hærra veldi þá ættleifð sína, sem er frelsi og lýðræði. En nú eigum vér í stríði og sú hætta vofir yfir að vér glötum meðal sjálfra vor því sem vér berjumst fyrir. Því að í nútíma styrjöld lendir allt í einræði. Styrjöldin knýr oss til einræðis. Hún knýr oss til þess að leggja meiri og meiri völd í hendur stjórnarinnar. Frá því að Hitler komst til valda í Þýzkalandi, hefir hann verið að undirbúa styrjöld. Hvernig fór hann að því? Hvað sem um hann er sagt, verður það að viðurkenn- ast, að hann kann að heya nútíma styrjöld. Þess vegna byrjaði hann á því að kæfa niður lýðræðið og koma á einræði. Hann þekkir und- irstöðuatriðin að því að heya ótak- markaða styrjöld, og hver þjóð, sem á nú í stríði, verður að fara að dæmi hans. Eg er ekki að ámæla núverandi' stjórn vorri, þótt eg bendi yður á þá staðreynd, að þingið hefir nú samþykkt að meðaltali 1300 ný lög á ári, og að um 200 stjórnarskrifstofur, sem hafa ekki neitt löggjafarvald, setja sínar eig- in reglur og tilskipanir, og að oss er nú stjórnað með slíku valdboði, að hætt er við að feður stjórnar- skrárinnar snúi sér við í gröfum sínum. En þetta er óhjákvæmileg afleiðing nútíma styrjaldar. í stríði erum vér þannig staddir, að vér verðum að biðja stjórnina að gera fyrir oss allt það, er stjórnin ein getur gert, og vöknum svo upp við það, að stjórnin getur gert við oss hvað sem henni sýnist. Thomas Jefíerson spurði einu sinni: „Hvað er það sem hefir kollvarpað frelsi og mannréttindum meðal allra stjórna frá upphafi veraldar?“ Og hann svaraði sér sjálfur: „Það, að sameina öll völd undir einum hatti“. Of lengi höfum vér haldið að Kristur hafi verið hugsjónamað- ur. Hann var ekki hugsjónamaður, heldur birti hann mannkyninu ævarandi náttúrulögmáí. Vér þrá- um írelsi og lýðræði í þessu landi, en ef oss á að auðnast að varð- veita það, þá verðum vér að leita annars fyrst: Guðs ríkis og réttlæt- is hans. Ef oss tekst ekki að koma á réttlæti og friði í heiminum, þá fáum vér ekki verndað vort eigið lýðræði, heldur munum vér hrekj- ast sem nú, úr einni styrjöld í aðra, þangað til hér er komið á full- komið einræði. Skyldi O’Ryan major-general, sem var á vígstöðv- unum í Frakklandi í fyrra stríði, ekki'hafa haft þetta í huga er hann sagði: „Eg væri svikari við föður- land mitt, ef eg gerði ekki allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir styrjaldir“. Einangrunarstefnunni er lokið, og ef vér Bandaríkjamenn erum trúir lýðræðinu, þá verðum vér að gera allt sem vér getum til þess að koma á réttlæti í heiminum. Það er fyrsta boðorðið! Þegar verið var að sameina in 13 aðgreindu ríki og semja stjórnarskrá fyrir þau, var Georg Washington mjög orðfár. En einhvern dag helt hann stutta og ógleymanlega ræðu: „Það lítur út fyrir að engar þær uppástungur, sem vér gerum, verði samþykkt- ar. Ef til vill fer þá allt í blossa aftyr. En ef vér ætlum að þóknast þjóðinni með því að samþykkja það sem vér erum sjálfir andvígir, hvernig eigum vér að forsvara það eftir á? Vér skulum reisa grunn, er vitrir menn og réttsýnir geta síðan byggt ofan á. Úrslitin eru í hendi guðs“. Á slíku hugarfari er oss nú mest þörf. Vér erum öruggir um að vinna sigur í stríðinu, en það er blindur maður, sem er vongóður um að vér vinnum friðinn. „Það lítur út fyrir að engar þær uppá- stungur sem vér gerum, verði samþykktar. Ef til vill fer þá allt í blossa aftur“. En minnumst þá þess sem Washington sagði á ör- lagastund: Ef þér viljið vernda frelsi og lýðræði, þá skuluð þér „reisa grunn, er vitrir menn og réttsýnir geta síðan byggt ofan á. Úrslitin eru í hendi guðs“. Þá er í öðru lagi að minnast á að vér þráum innilega það heims- skipulag, vegna vor sjólfra og barna vorra, þar sem in stórkost- legu öfl, er vísindin hafa fengið oss í hendur, verði notuð til þess að auðga lífið, en ekki til þess að kollvarpa því. Vér garnla fólkið erum af þeirri kynslóð, sem hafði að einkunr.ar- orðum: Leitið fyrst vísindanna og orkugjafa þeirra, og þá mun allt annað veitast yður! En hvað þetta hljómaði sannfærandi! Hvílík út- \ á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.