Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 420 samskota til þess að reisa Hall- grími Péturssyni minnisvarða. Gengu þau samskot að óskum, en áður þeim væri lokið, andaðist Snorri (1883) og tók Tryggvi Gunn arsson alþingismaður þá að sér að koma í stað hans. Fengu þeir síðan Jul. Schou steinhöggvara tii þess að höggva minnisvarðann, og var honum valinn staður í horninu norðan undir fordyri dómkirkj- unnar í Reykjavík. Þar stend- ur hann enn. Er þetta ferhyrnd súla úr íslenzku grágrýti, 10 alna há, og á hana letrað: HALLGRÍMUR PÉTURS30N 1614—1674 HaHgrímskirkja í Saurbæ, vesturstaln. „Fyrir blóð lambsins blíða búinn er nú að stríða og sælan sigur vann“. Súlan dregst að sér og ofan á henni er mynd af hörpu úr málmi. Mmnisvarði þessi var afhjúpað- ur 2. ágúst 1885 með mikilli við- höfn og að viðstöddum miklum mannfjölda. Segja blöðin að þar muni hafa verið 1500—2000 manna. Þá voru íbúar Reykjavíkur ekki nema um 3000, að börnum og gam- almennum meðtöldum. Sé hærri talan tekin, þá hefur hver rólfær maður verið við athöfnina, og sýnir þetta hve mikil ítök sálmaskáldið átli í hugum manna. Lúðrasveit lék á staðnum og söngfélagið Harpa söng kvæði, er Steingrímur skáld Thorsteinsson hafði orkt. Er seinasta erindi þess þannig: Þinn guðlegur óður var uppheims gjöí og aíspringur himinglóðar; þinn heiður, þótt ekki sé hér þín gröf, er hvarvetna réttur þjóðar: Því rís hér þinn varði frá bergstall beint og bendir til himirslóðar. Því næst helt dr. Pétur Péturs- son biskup ræðu, en að því loknu afhjúpaði Bergur Thorberg lands- höfðingi minnisvarðann.-------- Staðurinn, sem þessum minnis- / og þar fyrir neðan þrjár seinustu línurnar úr 12. versi í 25. Passíu- sálminum: Hallgrímskirkja séð ncrðan af þjóðveginum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.