Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 sett alla helztu söguviðburði. Sag- an er svo lifandi í huga íslendings, að honum veitist auðvelt að tengja hana líðandi stund.... (Hér nefnir höf. ýmis dæmi: „Bein-hjörtinn“ við Rangá, hauskúpuna Sigmundar o. fl.) Bóndinn stöðvaði jeppann, og okkur varð litið upp til Eljótshlíð- arinnar að Hlíðarenda .... (Hér sleppt ágætri lýsing nokkurra sögu- atriða). — Og við erum sammála Gunnari, að fögur sé Hlíðin.... Njála er vinsælust allra íslend- ingasagna. í „Morgunblaðinu“, 30. júní í fyrra, var sagt frá manni, sem á hverjum vetri læsi Njálu upphátt á heimili sínu. Og hún hef- ir einnig verið lesin í Ríkisútvarp- inu. íslendinga-sögurnar eru yfir- leitt mjög vinsælar, og ég sá þær í bókahyllum, hvar sem mig bar að garði, og var ekki að sjá, að þær væru þar aðeins til augnayndis, því að á mörgum þeirra var auðséð, að þær væru allmikið lesnar. íslenzkt nútíðarritmál er svo líkt fornmál- inu, að allir íslendingar lesa forn- ritin á frummálinu. Samhengið er augljóst í máli og stíl og samsetn- ingu. Órofin þróun frá snilld forn- sagnanna fram til hinna sögulegu skáldsagna nútímans, svo sem t. d. íslandsklukkunnar o. fl. Og áþekkt er samhengið í Ijóðlistinni, sem á rætur sínar að rekja aftan úr Eddu og skáldakvæðum fornaldar. Skáld- listin hefir frá fornu fari verið mjög almenn á íslandi. Og enn yrkja margir 'íslendingar öðru hvoru undir fornum háttum. Hafa jafnvel nýtízku dægurljóð og dans- vísur alloft rímað og stuðlað við- lag. Og á samkomum er það oft haft til skemmtunar að mælt er af munni fram þannig, að einn yrkir fyrri helming fer>keytlu, en annar hinn síðari, og er það kallað að botna vísuna. Auðvitað er þetta oft og tíðum fremur lítill skáldskapur, en skáldhneigð þessi á gróðurskil- yrði, og upp úr þessum jarðvegi eru sprottin ljóðskáldin Davíð Stefáns- son, Tómas Guðmundsson o. m. fl. íslenzk tunga er glæsilegur skáld skaparbúningur. Hún er menn- ingarmál í þúsund ára rækt. Og ís- lendingar eru með fyllsta rétti hreyknir af tungu sinni og keppa að því að halda henni hreinni. Ef til vill myndi sumum verða á að brosa að andspyrnu þeirra gegn erlendum nafngiftum. Og sumum gremst ef til vill, er þeir í fyrsta sinn rekast á, að telefón heitir sími, og telefonkatalog símaskrá, og billett farseðill eða farmiði o. s. frv. En svo gæti maður einnig spurt sjálfan sig, hvernig íslenzk tunga myndi hafa verið útlits í dag, hefðu íslendingar ekki verið jafnmiklir málvöndunar- og mál- ræktarmenn og raun er á. Því að land þeirra bjó við enn lengri „Dana-öld“ (,,dansketid“) heldur en vér Norðmenn, og einnig við hernám brezkra og amerískra her- manna. Og frá þeim sjónarhól séð vekur það mikla furðu, að jafn fá- menn þjóð skuli hafa getað haldið við sjálfstæðri tungu og bókmennt- um, sem hlotið hafa heiðurssæti meðal menningarþjóða. En skýring á þessu felst sennilega í því, sem ég hefi drepið á hér að framan: Hinum mikla og almenna bók- menntaáhuga, sem virðist vera mjög gamall og rótgróinn á ís- landi. Hinum lífræna skilningi á sögulegu samhengi, og síðast en ekki sízt hinni máttugu ættar- kennd, sem veldur því, að íslend- ingar eru enn í dag góðkunningjar Haralds hárfagra! (Helgi Valtýsson þýddi). Henry Ford bílakóngur, var spurður að því á gullbrúðkaupsdag sinn hver væri galdurinn við það að geta lifað í hamingjusömu hjónabandi. — Það er sami galdurinn og gerði fyrirtæki mitt öflugt, svaraði hann, þessi, að halda sig að sama „model- inu“. Gamalt flöskuskeyti FRÁ KANADA kemur sú frétt, aS flösku hafi nýlega rekið af sjó í St. Ann’s Bay á Cape Breton ey. í flösk- unni var skeyti, dagsett í júlímánuði 1750 og fleygí út af skipinu „Brethren of the Coast“. Skeytið er svolátandi: „The Brethren of the Coast stendur í björtu báli úti í miðju Atlantshafi. Engin von er um björgun fyrir aðra en þá tólf skipverja, sem ruddust í björgunarbátinn. Eg er einn af þeim ógæfusömu, sem enn eru um borð og yíir okkur vofir dauðinn. — Til móður minnar, Elísabetar í Londonderry: Gráttu ekki yfir mér! Til prestsins míns, séra Tómasar Dryden: Reyndu að hugga móður mina og systur mínar! — Hér er ömurlegt um að litast, hraust- ir menn hafa látið hugfallast og gráta eins og börn. Ekki þýðir að fleygja sér útbyrðis, því að þá gleypa hákarlar menn, og mörg hundruð mílna eru til lands. Skipstjórinn reynir að stilla menn, en það er árangurslaust. Eg bíð dauðans þögull. Blessun guðs fylgi þeim, sem finnur þetta skeyti og send- ir það til ....“ Skeytið hefir verið skrifað á snifsi af sjókorti, en nú orðið dökkt af elli og raka. Það hefir verið sent sérfræð- ingum til þess að gengið sé úr skugga um hvort það sé ófalsað. Einkennileg veiðiaðferð MAÐUR er nefndur Vic Davis og á heima í 'Sea Point í Suður Afríku. Hann hefir fundið upp á því að veiða með flugdreka. Hann stendur á strönd. inni, en lætur flugdreka bera færið og beittan öngun langt frá landi, eða allt að Vi km. Þar hafast við stærri fiskar en uppi í lanflsteinum. Hefir honum á þennan hátt tekizt að fá stór- drætti. Einu sinni dró hann skötu, sem var 216 pund, og öðru sinni dró hann hákarl, sem var 725 pund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.