Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 6
426 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Qlav T. Beifo dr. philcs. „Berib Haraldi hárjagra kvebju rrúnd' Útvarps-spjaSI í Norsk Kringkasting 5. jan. 7956 EGAR ég fór frá íslandi síöast- liðið haust, var ég raunveru- lega beðinn að bera kveðju Haraldi inum hárfagra. Hafði ég þá nýskeð l-3 ættartölu háttsetts íslendings, sem rakin var órofin aftur til Har- alds hárfagra. Og er þessir merku íslendingar óskuðu að senda kveðju norskum frændum sínum, var mjög eðlilegt, að hugur þeirra leitaði á leiðarenda til frægra for- feðra sinna. Annar kunnur íslend- ingur sagði mér, að ætt sín væri rakin til víkingakonungsins Ragn- ars loðbrókar á 9. öld. Og Hallgerð- ur Höskuldsdóttir, sem við þekkj- um úr Njálu, rakti ætt sína til forn- sögu-hetjunnar Sigurðar Fáfnis- bana. Kunnugt er að einstöku Norð- menn rekja einnig ætt sína til Har- alds hárfagra. En ekki er mér kunnugt, hvort nokkrir hérlendir rekja ætt sína til Ragnars loðbrók- ar og Sigurðar Fáfnisbana. En svo mikið er víst, að meginþorri Norð- er lýsti villtum víða að um vegalausan mar, því margur fann þar sína sál, í sælli þökk hóf lofsöngsmál, er steig til Guðs í hæðir hátt við helgan bænamátt. Og blessa, Drottinn, land og lýð um langan aldur fram, hvern bát á miði, bæ í hlíð, hvern bala og gróðurhvamm. Veit helgrar trúar heitri lind að hjarta þjóðar. — Krossins rnynd skal sóknarafl á sigurleið um sævi tímans breið. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON manna veit eigi skil á ætt sinni öllu lengra en til afa sinna og ömmu. Á þeim vettvangi snýr allt öðruvísi við á íslandi. Flestir íslendingar kappkosta að geta rakið ætt sína aítur til einhvers landnámsmanns. I Landnámabók eru langar ættar- tölur, og hefir síðan hver ættliður af öðrum bætt við það, sem áður var tiltækilegt.... Þeim er Landnámu skráðu, hefir verið ljóst, hve mikilvægt það var að kunna skil á ætt sinni og upp- hafi; mikilvægt var það gagnvart öðrum þjóðum, og einnig fyrir hvern einstakling, því að íslenzka þjóðfélagið var ættar-samfélag, þar sem hver einstaklingur hlaut rétt sinn og rými samkvæmt valdi því og virðingu, sem ætt hans hafði hlotið. í dag er íslenzkt þjóðfélag af annarri gerð og nýtízkulegri, sem hvíhr ekki framar á ættinni einni. En ættræknin og ættarkennd in er enn öflug og sterk, ®g áhugi manna á ættarsögu bráðlifandi. „Þið eruð einkennilegir, íslend- ingar, þið talið alltaf um sögu. Eng- ir ferðamenn aðrir tala um sögu, og við tölum aldrei um hana.“ — Þessi orð hefir íslenzki blaðamað- urinn Árni Óla eftir norskri konu menntaðri. Árni Óla var í fylgd með íslenzku forsetahjónunum á Noregsför þeirra í fyrrasumar. Hann hefir skrifað 9 ferðaþætti um för þ'essa í Lesbók Morgunblaðsins íslenzka. Ég held það séu allmikil sann- mæh í orðum norsku konunnar. Á ferð sinni um Noreg hefir Árni Óla vissulega rætt mikið um sögu við menn þá, er hann hitti fyrir, því að ferðaþættir hans fjalla allteins mikið um hinn gamla Noreg sem um hinn nýja. Hvarvetna lítur hann eftir sögustöðum og rekur slóð landnámsmannanna. Þetta er að miklu leyti lýsing á ferð um Noreg, og þá sérstaklega um þann hluta, sem að íslandi snýr og snert-, ir sögu þess á einhvern hátt. Það er sögulandið, sem höfundur hefir sífellt fyrir augum. Árni Óla er hér engin sérstök undantekning. Þegar til íslands er komið, verður maður þess brátt var, að íslendingum er tamt að spjalla um sögu. Þetta einkennir ekki aðeins safnvörðinn og farar- stjóra langferðabílanna. Þetta virð- ist vera almennur þjóðareiginleiki. Umsjónarmaður Alþingishússins segir þér ekki aðeins sögu hússins sjálfs, heldur einnig sögu Þingvall- ar, Öxaraár; Drekkingarhyls og Gálgakletts. Og akir þú um sveit- ina með íslenzkum bónda í jeppa hans, getur hann bent þér á land- námsjarðir og sögustaði hvarvetna á leiðinni, og hvað þar hafi gerzt, Þú lifir allt umhverfið á leið sinni í sögu-fjarsýni. Mér liggur við að segja, að ég hafi á þennan hátt ekið um alla Njáls-sögu. Það kom sem sé í ljós, að bóndi sá sem ók mér, kunni nær alla Njálu utanbókar og gat stað-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.