Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1956, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Réttlæti lyrst T5TDRÁTTUR úr ræðu, sem séra Harry Emerson Fosdick flutti I Riverside-kirkjunni í New York 20. febr. 1944. Ræðan ber þess nokk- ur merki að hún er samin á stríðsárunum, en hún er sígild og á er* indi til allra manna á öllum timum. "jyiARGIR ímynda sér Jesú sem hugsjónamann, sem hafi a5- eins hugsað um andlega velferð mannkynsins. En guðspjöllin sýna þvert á móti, að hann hefir eigi aðeins hugsað um sálir manna, heldur mjög mikið um daglegar nauðsynjar manna. Hann vs.rði miklum hluta af tíma sínum til þess að lækna sjúka. Og mælikvarði hans á rétta breytni mar.na var sá, hvort þeir hefði satt hungraða, veitt þyrstum svaladrykk og klætt þá nöktu. Honum var það óbærilegt að horfa á óhóf auðkýiings, meðan hungraður maður lá þar fyrir dyr- um. Hvarvetna í guðspjöllunum kemur það fram að Jesús bar um- merkir gripir: Krisílíkneski fornt, íslenzk altaristafla, klukka og altarisklæði, gefið af séra Birni Þorgrímssyni, er var prestur í Saurbæ 1774—1786 (síðar prestur að Seibergi, faðir Sigurðar Thor- grímsen landfógeta). Þessir gripir munu verða varðveittir í nýu kirkjunni. Nýa kirkjan er ekki aðeins minn- isvarði um Hallgrím Pétursson, hún er fyrst og fremst guðshús. Og þegar klukkur hennar kalla menn saman, þá bera hljómarnir með sér áminningarorð skáldsins: Þá þú gengur í guðshús inn gæt þess vel, sál mín fróma, hæð þú þar ekki herrann þinn mcð hegðan líkamans tóma. hyggju fyrir því að mönnum liði vel, að þeir væri- heilbrigðir og heíði r.óg fyrir sig að leggja — að þá skorti ekki fæði, klæði og heil- brigði. Þetta einkenni í fari Krists hafa menn reynt að breiða yfir, menn sem reyna að vera andlegri heldur en meistarinn sjálfur. Og þess vegna hefir þeim sést yfir eitt- hvert þýðingarmesta atriðið í fjall- ræðunni. Jesús er þar að tala um hvað vér eigum að hafa til mat- ar, hvað vér eigum að drekka og hverju vér skulum klæðast, og hann segir við lærisveina sína, að þeir skuli ekki hafa neinar áhyggj- ur út af slíku. Margir sem lesa þetta, halda að Jesús hafi átt við, að þetta sé slíkir smámunir, að menn eigi ekki að hafa áhyggjur út af þeim, og gæti það verið hugs- anlegt ef dýrlingar ætti í hlut, en ekki vér dauðlegir menn. En ef vér höldum nú áfram lestrinum, þá sjáum vér, að Jesús hefir alls ekld talið þetta smámuni, heldur er hann að kenna oss hvernig vér getum öðlazt þetta. í stað þess að segja að þetta sé smámunir, eru þetta hans óbreyttu orð: „Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki“. Þetta er það sem Jesús segir. Hann segir ekki að lífsnauðsynjar vorar séu lítils virði — heilbrigði, afkoma fjöl- skyldunnar, fjárhagslegt öryggi og öryggi þjóðfélagsins —, heldur að vér munum ekki öðlast þessi ver- aldar gæði, nema því aðeins að Fosdick vér fullnægjum einu ófrávíkjan- legu skilyrði: Réttlæti fyrst! Þessi vers hafa verið svo marg- endurtekin, að vér veitum ekki efni þeirra neina athygli. En hví- lík yfirlýsing felst í þeim! Hér erum vér, mannanna börn, sækj- umst eftir lífsins gæðum og elt- um þau á röndum og heimtum: Eg vil fá það sem mig vantar þegar eg þarf á að halda! Og Jesús seg- ir: Þér eigið að fá það, sem þér þarfnist, en þér hljótið það aldrei fullkomlega fyr en þér hafið full- nægt einu ófrávíkjanlegu skilyrði: réttlæti fyrst; þá, og aðeins þá, mun allt þetta veitast yður. Þetta líkist ekki vitrunarkenndri yfirlýsingu hugsjónamanns, það er miklu fremur eins og vísindamaður sé að tilkynna lögmál. Menn hafa um aldir sózt eftir ýmsu árangurs- laust, en svo hafa vísindin komið, uppgötvað eitthvert náttúrulögmál og sagt: Fullnægið þessu skilyrði fyrst og þá muni allt annað veit- ast yður — ljós í húsum yðar, orka til iðnaðar, meðöl gegn veikind- um. Yfirlýsing Jesú er samskonar. Hann er að boða oss að til sé eilíft náttúrulögmál, og mannkynið muni aldrei verða farsælt fyrr en það hlýðir því lögmáli: Réttlæti fyrst! Öll farsæld um allan heim er undir því komin að þessu lögmáli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.