Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Qupperneq 16
Elztu myndir sem til eru 1. Indiánakonur 2. Gullneniar Á DÖGUM ferðast blaðamenn ^ um allan heim með ljósmynda- vél og ritvél, taka myndir og skrifa greinar um lönd og lýði, til fróð- leiks og almennrar þekkingar á siðum og staðháttum meðal fram- andi þjóða. Þetta er eitt aí einkenn- um blaðamennskunnar á þessari öld. En þá er merkiiegt að frétta, að fyrir nær 400 arum voru uppi tveir menn, sem höfðu með hönd- um sams konar upplýsingastarf- semi. Annar þeirra var enskur og hét John White, en hinn franskur og hét Jaques le Moyne. Þeir voru báðir málarar og voru sendir til Ameríku til þess að mála þar myndir og skrifa lýsingar á land- inu. Le Moyne var sendur vestur um haf 1564 með inum frönsku Húgon- ottum, sem ætluðu að stoina ný- lendu á Florida, þar sem Spánverj- ar réðu þá og höfðu ráðið síðan 1513 að Ponce de Léon uppgötvaði þennan skaga. Spánverjum var lítt um það gefið að Frakkar næði fót- festu í þessu landi, og inn 20. sept- ember 1565 réðust þeir á vígi Húgonotta, sem þeir kölluðu Karó- línu vígi. Fáir menn komust und- an, en þeirra á meðal var Le Moyne. Þeir komust um borð í franskt skip og átti nú að sigla til Frakklands. En skipið hreppti versta veður og varð að leita hafn- ar í Swansea í. Wales. Þar gekk Le Moyne á land og helt til London og gekk þar nokkru seinna í þjón- ustu Sir Walther Raleigh. Nú leið og beið fram til ársins 1587. Þá var geíin út i Englandi bók eftir franskan mann, René Goulaine de Laudonniére, og fjall- aði hún um franska landnámsmenn i Florida. Þýðandinn var Richard Hakluyt og í formála gat hann þess, að Le Moyne hefði málað margar vatnslitamyndir eftir rninni frá dvöl sinni á þessum slóð- um. Þá var uppi maður, sem hét Theodore de Bry, gullsmiður, myndgrafari og bókaútgefandi. Hann var flæmskur að ætt og hafði íyrst átt heima í Liege í Belgiu, en varð að flýa þaðan vegna trúar- ofsókna. Fór hann þá fyrst til Strassburg, en síðan til Frankfurt og settist þar að. Hann las nú frá- sögnina um myndir Le Moyne og langaði mjög til þess að ná í þær, vegna þess að hann var þá að gefa út bók um ofsóknir þær, er Húgon- ottar höfðu orðið fyrir. Tók hann sér því ferð á hendur til London á fund Le Moyne og viidi fá keyptar allar myndir hans. En listamaður- inn neitaði að selja og varð De Bry að hverfa svo búinn heim til Þýzka -lands aftur. En árið eftir andaðist Le Moyne og þá hraðaði De Bry sér til London og keypti þá af ekkju hans allar myndirnar og enn fremur allt, sem Le Moyne hafði skrifað um Florida og raunir Húg- onotta þar. En vegna tilmæla Hak- iuyt frestaði hann útgáfunni. En Hakluyt gekk það til, að hann vildi að Englendingar legði undir sig inn nýa heim og vildi ekki að Frakkar væri minntir á jnar misheppnuðu Jandnáms tilraunir sínar. Og' því var það, að myndir John Wliite

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.