Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 707 Frá borparhátiSinnl i Hróarskeldu voru í loftinu. Léku þeír hvert lag- ið af öðru, en er hlé varð milli laga, slógu hinir minnstu trumbur sínar, en þeir stóðu aftast í h\úrf- ingu hornaflokksins. Með miklum virðuleik stjórnaði unglingur þess- um flokki og hneigði sig að her- manna sið eftir hvert lag, en áhorf- endur klöppuðu þeim lof í lófa. Mannfjöldinn sat þar á vellinum, þar á meðal ungur íslendingur, tveggja ára, er gladdist þar í sum- arblíðunni, eftir langan vetur norð- ur á Skagaströnd. Mörg skemmtiatriði fóru þarna fram, sem of langt yrði upp að telja. Um kvöldið kl. 11 var flug- eldasýning við tjörnina. Um dag- inn höfðu margar endur verið þar á sveimi, en nú voru þær allar horfnar. En rafmagnsljós vörpuðu birtu á vatnið og spegluðust fagur- lega í vatnsfletinum. Flugeldarnir voru með mörgu móti, eins og hvít- ar eldsúlur úr vatninu, eða margar sólir á lofti, og hvítur eldfoss er steyptist þar niður. Rákettur flugu um himinhvolfið, og sendu frá sér stjörnublys í mörgum litum. Mann- grúinn horfði þögull á í hrifningu þar í rökkurhúminu, og heldu menn svo heim á leið. Enginn sást þar ölvaður af þessum mannfjölda. Borgarhátíð þessi er haldin til ágóða fyrir sumardvöl barna í Hróarskeldu. Hafa verið byggð hús til slíkrar dvalar út við ströndina, fjarri borgarglaumnum. Þar kvað vera fagurt útsýni, og hinar frægu turnspírur dómkirkjunnar blasa þar við og minna börnin á fæð- ingarborg sína. Enda má segja að hinir háreistu turnar dómkirkj- unnar í Hróarskeldu er gnæfa yfir borg og bæ, heilsi fyrst ferða- langnum við komu til þessa staðar. Talið er að Haraldur blátönn hafi reist þar trékirkju um 960, er helg- uð var heilagri þrenningu. En á dögum Absalons biskups, um 1170, hafi verið hafizt handa um að byggja þá dómkirkju er nú stend- ur, og er gjörð af rauðum múr- steini. í kirkjubyggingunni fer saman rómanskur og gotneskur stíll, enda var hún um aldir í smíð- um. Þá gengið er inn í þetta forn- helga guðshús blasa við sjónum manns þessi orð: „Sá er hér gengur inn skal í huga hafa, að dómkirkjan í Hróarskeldu hefur verið um aldaraðir og er í dag heilagur, helgur og vígður staður.“ Og svo er þetta nú í hugum fólksins, því þó allir sem vettlingí gátu valdið hafi verið á borgar- hátíðinni á laugardag og verði það á sunnudag, er þó þessi stóra kirkja þétt setin af fólki kl. 10 á sunnu- dagsmorgni. Meðhjálparinn, hár og virðulegur, kjólklæddur, les bæn- ina. sálmasöngur berst um kirkj- una, allir hafa bækur og flestir syngja með. Presturinn, geðþekkur ungur maður, tónar og prédikar síðan. Að aflokinni ræðu hans er sungið stólvers. Þá. lýsir hann til hjónabands með fimm^rjónaefnum, og biður þá er viti meinbugi á að gefa sig fram innan hálfs mán- aðar. Síðan gerir klerkur bæn sína fvrir þessu fólki. í lok guðsþjónustu fer fram alt- arisganga, sem er venjuleg í hverri árdegismessu hér. Fjöldi manna er til altaris, mér virðast það vera allt Danir, nema einn þeldökkur mað- ur er þar á meðal, geðugur ungur maður. Ef til vill er hann prestur eins og ég, má vera frá hinni sól- ríku strönd Afríku. Hann er maður guðhræddur, því daginn eftir hitti ég hann í Grundtvigskirkju. Að síðustu fer fram barnsskírn og hafa þá flestir kirkjugestir farið, en for- eldrar og skírnarvottar tekið sér sæti fyrir framan stóran skírnarsá. Þar hefur verið útbýtt prentuðum leiðarvísi um skírnarsakramentið frá kristilegu og veraldiegu sjónar- miði, og skírnarsálmar eru þar líka. Prestur heldur stutta ræðu, áður hann hefur athöfnina. Síðan skírir hann fjögur börn. Þá hefur messu- gjörð í þessu virðulega fornhelga húsi varað á þriðja tíma. Ég hafði skoðað þessa kirkju á rúmhelgum degi, en fann nú betur við þessa messugjörð, hve helgi hennar er mikil, þar sem um alda- raðir hefur verið hið helga vé kristninnar í Danmörku,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.