Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 18
710 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. Fiskverkun 6. Krókodílaveiðar bera börnin á örmum sér við brjóst sittM, segir hann, „en Indíánakon- urnar bera þau á bakinu, halda annari hendi í hönd þeirra yfir öxl- ina, en hafa fót þeirra i hinum handarkrika sínum“. Næsta mynd er eftir Le Movne. Hann skvrir frá því að langar leið- ir frá Karólínavígi sé fjallgarður, er Indíánar nefni Apalatcv (þau eru nú kölluð Appalachian). í þess- um fjöllum segir hann að finnist mikið af málmum í einum graut, gulli, silfri og kopar. Indíánar taki sandinn, sem árnar þama beri fram, nái málmunum úr honum, og flytji þá svo niður til strandar og selji þá Spánverjum. Þriðia mvndin er eftir White. Hún sýnir Indíána vera að fella tré og smíða bát. Þeir höfðu þá að- ferð við að fella stór tré, að þeir kveiktu bál við rætur þeirra og linntu ekki fyr en trén voru svo brunnin, að þau fellu um koll. Bát- ar þeirra voru eintrjáningar, og þar sem þeir höfðu .engin áhöld úr járni, til þess að hola buðlung- ana innan, brenndu þeir smám saman dæld í þá og skófu brunann burt með verkfaerum úr skeljum. Segir White að þessir bátar sé ágaattr og mjög hentugir til að ferð- ast á þeim eftir ánum, og fiska á þeim. Fjórða myndin er eftir Le Mo- yne. Indíánar hafa verið í stríði og margir menn hafa fallið. Ekkjur þeirra hnappast saman hágrátandi, en höfðinginn huggar þær með því að þær megi bráðum giftast aftur. Hann ber af öðrum mönnum að vallarsvn og útliti, því að hann er hörundsflúraður frá hvirfli til ilja, með alls konar skraut og fjaðra- skúf á höfði. í baksýn má sjá nokkra Indíána með boga og örvar, og nýlendumenn með byssur þeirra tíma. Fimmta myndin er eftir White og sýnir fiskverkun Indíána. Þeir hafa gert sér hiall og kveikt bál undir. Ofan á hjallinum eru rimlar og á þeim liggja fiskar, sem þeir eru að steikja og ætla að snæða þegar. Utan á hjallinum hanga aðr- ir fiskar og þá er verið að reykja svo að þeir geti geymzt, Maður er að koma að hjallinum með fulla körfu af fiski. Það var ekki venju- leg+ meðal Indíána að þeir kynnu að geyma fisk, en þeir í Florida höfðu komizt upp á lag með að reykja hann og gátu því safnað fiskbirgðum til seinni tíma. Sjötta og seinasta myndin er eftir Le Moyne og sýnir hvernig Indíánar í Florida fóru að því að veiða krókódíla. Veiðiaðferðin sýnir glöggt hugvitsemi þeirra. Úti í horni á myndinni sést á ofur- lítinn kofa. Þar var varðmaður hafður að staðaldri og gaf hann merki um það þegar krókódílar skriðu á land. Þustu þá margir menn þar að með langa ása og ráku þá í gapandi gin krókódíls og fylgdu svo vel á eftir að ásinn gekk niður í maga. Var þá auðvelt að velta krókódílnum á bakið, en þá getur hann enga björg sér veitt, og þá er einnig auðvelt að vinna á honum, því að enginn skrápur er á kviðnum. Menn segja að myndin sé nokkuð ýkt hjá listamanninum, því að svo stórir krókódílar, sem þar eru sýndir, hafi aldrei verið til í Florida.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.