Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 4
288 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kom norður yfir ána. Hann kvaðst og hafa verið í Laugardælum í Flóa og ekki kennt sér neins meins þar, og ekki fyr en hann fór yfir Hvítá á leið að Skálholti. Séra Loftur lagði fram vitnisburð 26 heimamanna í Skálholti, þar sem þeir telja að hann sé alveg saklaus af því að hafa valdið veik- indum Jóns. Ennfremur lagði hann fram sams konar vitnisburð frá nokkrum sóknarbörnum Skálholts- kirkju og fleiri vitnisburði. Prestar þeir, er þarna voru samankomnir, gáfu honum og hinn bezta vitnis- burð að öllu leyti, og einnig gáfu þeir Jóni góðan vitnisburð. Þóttist enginn vita af neinni óvild eða „ósáttarefni" þeirra í milli. Nú bauðst Loftur til þess að vinna eið að því, að hann hefði ekki valdið veikindum Jóns með göldr- um, og að hann hefði ekki afhent Jóni neina gaidrastafi. Prestarnir þóttust ekki geta tekið neina ákvörðun í málinu, því að tylftardóm mundi þurfa til þess að dæma manni tylftareið, en þeir voru þarna ekki nema tíu, auk biskups og prófasts. Var málinu svo skotið til allsherjar presta- stefnu á Þingvöllum þá um sum- arið, og var öllum prestum milli Hítarár og Jökulsár á Sólheima- sandi gert að skyldu að koma þang- að. i^ALDRAMÁLIÐ kom nú fyrir prestastefnu á Alþingi hinn 30. júní um sumarið. Var þing þá fjöl- mennt, því að þar átti að taka hyll- ingareiða til handa Kristjáni kon- ungi V. Var sendur hingað konung- legur umboðsmaður, Jens Rodsteen flotaforingi, til þess að sjá um hyll- inguna, en hann kom til Vestmann- eya degi fyrir þing og sendi þaðan orð, að allir þeir, sem hyllingareið skyldi vinna, ætti að koma til Bessastaða að loknu þingi, og þar fór eiðatakan síðan fram. Jóhann Klein umboðsmaður höf- uðmanns var á þingi og útnefndu þeir Brynjólfur biskup dóm í galdramálinu. Sátu í þeim dómi 6 prófastar og 25 prestar, eða alls 32 menn með þeim biskupi og Klein. Lagði séra Loftur þar fram vitnis- burði sína og að auki nýan vitnis- burð 7 manna í Haukadal um að þeir hyggði hann algjörlega sak- lausan af galdraáburðinum. Bauðst hann svo til að vinna eið að því að hann hefði ekki afhent Jóni nein galdrablöð né á neinn hátt verið valdur að sjúkdómi hans. Dómur féll í málinu 1. júlí og var Lofti dæmdur tylftareiður og honum nefndir til eiðvættis prest- arnir Árni Halldórsson í Hruna, Björn Stefánsson á Snæfoksstöð- um, Helgi Grímsson á Húsafelli, Rafn Ólafsson á Stað í Grindavík, Benedikt Pétursson á Hesti, Jón Gíslason í Miðdal, Þorleifur Kláus- son á Útskálum, Þórður Bárðarson á Torfastöðum, Sigurður Eyólfsson á Kálfatiörn, Jón Jónsson í Fells- múla, Jón Halldórsson í Borgar- þingum og Jón Snorrason á Mos- felli. Skyldi Loftur vinna eiðinn fvrir prófasti eða biskupi fyrir Mikaelsmessu á Þingvöllum, en yrði honum eiðfall, skyldi hann missa embætti og dæmast til kon- ungsnáðar. En vegna þess að Jó- hann Klein var þá farinn af þingi, skyldi þessum dómi skotið til hans til staðfestingar. Þarna var og samþykkt eftir upnástungu biskups, og með sam- þykki Lofts, að því er virðist, að hann skyldi nú þegar laus við prest -þjónustu í dómkirkjunni í Skál- holti, og ekki taka við því embætti aftur fyr en hann hefði hrundið af sér illmælinu. Hinn 30. maí hafði Loftur kvitt- að fyrir 3 ára prestsþjónustulaun sín í Skálholti, 5 hndr. á hverju ári. En hann þjónaði embættinu til 17. júlí og fekk þá 3 rdl. viðbótarkaup. Næsta sunnud. hefir svo séra Teit- ur Pétursson tekið við embættinu. Hinn 13. ágúst þá um sumarið gefur Brynjólfur biskup Lofti þann vitnisburð skriflegan, að hann „viti ekki annað en allt heiðarlegt og ærlegt til Lofts í lærdómi og lifn- aði, frá æskuárum hans til þessa að undanteknum þessum galdra- grun“. Sýnir það meðal annars að biskupi var annt um að málið yrði Lofti ekki til áfellis. IJINN 27. september um haustið 4 stefndi biskup svo Lofti og prestum þeim, sem áttu að sanna eiðinn með honum, til Þingvalla. Kofflu prestarnir þangað allir. Auk þess komu þeir þangað Sigurðiir lögmaður og Jón sonur hans. ,En áður en til þess kæmi að Loftur ynni eiðinn, lögðu prestarnir fratn skjal, er þeir höfðu allir ritað und- ir. Segja þeir þar að prestastefnu dómi hefði átt að skjóta undir úr- skurð Jóhanns Klein, en hann muni ekki hafa séð dóminn svo að þeir viti, og uggi þá að hann kunni að sjá eitthvað í þessu, er þeir sjái nú ekki. Segjast þeir ekki vilja fara lengra án hans atkvæðis, né ganga á dóm sinn, en ef viðstödd yfir- völd sé ekki ánægð með þessa af- sökun, óska þeir úrskurðar biskups um hvort þetta sé ekki næg afsök- un fyrir sig að vilja ekki standa að eiðum að þessu sinni. Þá óskaði biskup umsagnar ann- arra presta er þarna voru, hvort þessa afsökun ætti að taka gilda. En þeir prestar voru: Torfi prófast- ur Jónsson í Gaulverjabæ, Einar prófastur Illugason, Álfur Jónsson, Jón Erlendsson, Guðmundur Bjarnason, Jón Oddsson, Teitur Pétursson, Þórður Þorleifsson og Hannes Björnsson. Kváðust þeir allir vilja halda fast við presta- stefnudóminn, og ekkert yrði gert fyr en umsögn Jóhanns Klein væri komin, en biskup ætti ekki sök á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.