Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 289 því að hún væri ókomin. Töldu þeir réttast að Loftur gengi eftir þeirri umsögn, því að honum lægi mest á undanfærslunni. Nú skoraði biskup á eiðvottana að leggja þá þegar fram skriflega yfirlýsingu um, hvort þeir teldi Lofti hinn tildæmda eið særan í öllu, nokkru eða engu. Átta af eiðvottunum báðu biskup aUðmjúklega að þvinga sig ekki til að láta álit sitt í ljós, áður en um- sögn Kleins væri komin, en að henni fenginni skyldu þeir gera það. Séra Jón Halldórsson svaraði skriflega og kvaðst ekki ætla Loft valdan að veikindum Jóns, en kvaðst ekki vilja sanna með hon- um að hann hefði ekki afhent Jóni einhverjar óþekkjanlegar rúnir. — Séra Þórður Bárðarson og séra Jón Snorrason kváðust telja Loft sak- lausan. En séra Sigurður Eyólfsson kvaðst vera alveg sama sinnis og séra Jón Halldórsson, og tók þá séra Þórður einnig undir það. Sigurður lögmaður krafðist þess þá „eftir embættisskyldu og vegna sonar síns“, að eiðvottarnir létu þá þegar skýrt og skilmerkilega í ljós, hvort þeir ætluðu sér að sanna eið- inn með Lofti, eða ekki. En átt- menningarnir svöruðu hinu sama og áður, að þeir mundu ekki láta þröngva sér til slíks að svo komnu máli. Varð því ekki meira að gert að þessu sinni. Þess ber að geta hér, að Jóhann Klein staðfesti prestastefnudóminn hinn 24. okt. 1670. Tekur hann þar fram, að ef eiðvottarnir vilji ekki sanna eiðinn með Lofti, verði þeir að sverja hann sekan. En Loftur megi halda kristilegum fríheitum sínum þangað til málslok verði kunn. p’ALDRAMÁLIÐ kemur svo næst fyrir prestastefnu á Þingvöllum sumarið eftir. Er þar fyrst lagt fram vottorð frá prestum í Skafta- Þetta eru galdrastafirnir, sem urðu séra Lofti að falli. Að ofan eru galdra- stafir þeir, sem Jón Sigurðsson sagðist hafa fundið í kodda sinum, og er þess getið að yfir þeim hafi verið skrifað: „Við allsháttuðum kvillum ‘. — Neðri galdrastafirnir eru þeir, sem Jón kvaðst hafa fengið hjá séra Lofti, en sér hefði horfið, og lagði hann þá fram í afriti, en það þýðir liklega að hann hafi sjálfur dregið þá upp eftir minni. — Stafirnir eru hér teknir eftir Presta- stefnubók Brynjólfs biskups Sveinssonar. cp o ()-e 6 fellsþingi og mun það hafa verið fram komið að tilhlutan Brynjólfs biskups, sem lokatilraun að fá Loft sýknaðan. Segja prestarnir að þeir hyggi Loft algjörlega saklausan af því að hafa farið með fjölkynngi eða galdur og að hann muni ekki hafa unnið nokkrum manni mein með óleyfilegri kunnáttu, og ekki þykir þeim líklegt að vanheilsa nokkurs manns stafi af ráðum hans eða tilstilli „eftir því sem hann er oss vel kenndur nokkrum að raun og ljúflegri umgengni, og nokkrum af oss að góðum orðrómi, loflegum lærdómi og vel siðuðu framferði innan stóls og utan“. Undir þetta höfðu skrifað prófasturinn Magnús Pétursson á Hörgslandi og prest- arnir Bjarni Sverrisson, Sigmund- ur Guðmundsson, Jón Salómons- son, Vigfús ísleifsson, Þórður Þor- steinsson, Þorleifur Árnason og Ketill Halldórsson. Allir eiðvottar Lofts voru þarna á prestastefnunni, nema séra Helgi Grímsson á Húsafelli. En er til þess kom, að þeir skyldi sanna eiðinn með Lofti, gáfu sig aðeins tveir fram, þeir séra Björn Stefánsson á Snæfoksstöðum og séra Jón Snorra -son á Mosfelli. En allir hinir höfðu einhver undanbrögð. Séra Jón Halldórsson ítrekaði fyrri yfirlýsingu sína um að hann teldi Loft ekki valdan að veikind- um Jóns, en ekki alveg lausan við meðvitund eða vitorð um þennan veikleika. Undir það tóku þeir séra Jón Gíslason, séra Sigurður Eyólfs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.