Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 3
‘ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 287 Skafti bróðir Lofts (hann var þá í skóla) afhent sér kverið, en þá hefði galdrastafirnir ekki verið í því. Ennfremur kvaðst Jón hafa fundið í kodda sínum blað, með tveimur galdrastöfum, og væri viss um að Skafti hefði komið blaðinu þar fyrir. Þetta blað hafði Jón af- hent Ólafi Jónssyni skólameistara og var það geymt hjá honum. Þessar voru þær sannanir, er Jón hafði fram að færa um að Loftur væri valdur að sjúkdómi sínum. Ekki kærði hann Skafta, og virðist því sem afbrýðissemi hafi nokkru ráðið um, að allri sökinni var beint gegn Lofti. Lögmaður ritaði ákæru Jóns og er það skjal enn til með hans eigin hendi. Og neðan við hefur hann skrifað, að hann hafi sjálfur „erfiða samvizkuhyggju og meiningu, að þessi yfirlýsing sonar síns sé rétt, og að séra Loftur hafi með göldr- um og fjölkynngi gert, eða gera látið Jóni yngra þann mikla veik- leika, sem hann hefur þjáðst af í vetur“. Kveðst lögmaður hafa skip- að Jóni syni sínum „sitt hér fyrr- skrifað hugboð í trausti drottins eftir samvizku sinni séra Lofti aug- lýsa, með leyfi biskups og skóla- meistara". Og síðan fól lögmaður Jóni eldra Vigfússyni sýslumanni að hefja rannsókn í þessu máli. ¥>ANNSÓKN fór svo fram að * Vatnsleysu í Biskupstungum dagana 9.—11. marz. Þar var lögð fram kæra Jóns og mörg vitni yfir- heyrð. Báru öll vitnin, þar á meðal tveir lögréttumenn, að þau hefði heyrt það „í kvisi rómað“, að séra Loftur hefði átt að eiga einhvern hlut að veikleika Jóns, en vissu ekki hvort nokkur hæfa væri fyrir því. Þá voru yfirheyrðir 12 skóla- piltar, og báru þeir að sér hefði borizt til eyrna, að veikindi Jóns Stöfuðu af gerningum. Hið sama báru skólameistari, staðarráðsmað- ur og bryti, en kváðust ekki vita hvaðan sá orðrómur væri runninn, né við hvað hann ætti að styðjast. Tvennt af heimafólki í Skálholti, Jón Ólafsson og Valgerður Eyjólfs- dóttir, bar, að séra Loftur hefði sagt eitt sinn, er tilrætt varð um veik- indi Jóns, að hann hefði fengið tvær hríðir, en sú þriðja væri eftir, en að vísu hefði séra Loftur verið ölvaður er hann sagði þetta. Þá vottaði og Ólafur Gíslason, að hann hefði heyrt Loft segja, að Jón mundi ekki fyrst um sinn verða laus við þessi veikindi. Og þetta var allt sem fram kom Lofti til áfellingar á því þingi. Nú krafðist lögmaður þess, að sýslumaður kallaði Loft fyrir rétt að svara til þessa illmælis. Sú krafa þótti sýslumanni ekki lögmæt, þótt frá sjálfum lögmanni kæmi. Kvaðst hann mundu fara með þetta mál sem önnur, er löglega væri borin upp fyrir sér, en það væri réttast að lögmaður kærði Loft fyrst fyrir yfirvaldi hans, biskupinum. T ÖGMAÐUR kærði nú málið fyr- ir biskupi, og út af því boðaði biskup til prestastefnu að Snæ- foksstöðum hinn 29. marz 1670. Jafnframt ritaði hann Jóhanni Klein, umboðsmanni á Bessastöð- um, skýrir honum frá hinu „hryggi -lega illmæli" um kirkjuprest sinn, og vitnaleiðslunni á Vatnsleysu. Biður hann umboðsmann að gefa sér og lögmanni, hvorum í sínu lagi, heilræði um hvernig með þetta mál skuli fara. Einnig biður hann um úrskurð umboðsmanns á því, hvort Loftur megi þjóna kenni- mannlegu embætti meðan hann sé ekki laus við illmælið. Og að lok- um biður hann umboðsmann að koma til prestastefnunnar á Snæ- foksstöðum. Um þessar mundir mun biskup hafa fengið grun um, að Ragnheið- ur Torfadóttir, fóstra sín, mundi hafa komið upp illmælinu um séra Loft, því að tveimur dögum eftir að hann skrifaði umboðsmanni, lætur hann taka vitnisburði heima- fólks í Skálholti, hvort „Ragnheið- ur hafi í orðum eða athöfnum ljó^t- að upp, eða hjalað fyrir öðrum,“ að hún teldi Loft valdan að galdra- gerningum við Jón Sigurðsson þann vetur. En svo tókst um þá eftirgrennslan, að enginn vildi kannast við að hafa heyrt nokkuð slíkt af Ragnheiðar munni. Þremur vikum seinna gerði bisk- up enn eina tilraun að komast að því hvernig illmælið væri upp kom- ið. Yfirheyrði hann þá 10 skóla- sveina úr efri bekk og 14 úr neðri bekk og krafðist þess að þeir skýrðu frá því hjá hverjum þeir hefði heyrt þennan galdraorðróm. En þeir þóttust ekki geta greint það glögglega, og kváðust sumir hafa heyrt þetta af skólabræðrum sínum. Gaf biskup þeim svo áminn- ingu um að forðast illt umtal, allt kukl og galdrastafa meðferð meðan hann ætti fyrir að sjá í Skálholti. Prestastefna var nú haldin að Snæfoksstöðum að ákveðinni stund, undir forsæti Torfa prófasts í Gaulverjabæ. Þar var biskup einnig og auk þess 10 prestar. Þang- að komu þeir og Jón Sigurðsson og séra Loftur. Jón Sigurðsson lagði þar fram galdrastafi þá, sem áður eru nefnd- ir, aðra í frumriti (þá sem hann hafði fundið í kodda sínum), en afrit af hinum, sem hann hafði glatað. Sagði Jón þar frá því að þessir galdrastafir væri frá Lofti komnir og af þeim hefði hann feng- ið veikina, sem væri óvenjuleg og kynjaleg, því að hann haíi ekki kennt hennar nema í Skálholts- landi. Kvaðst hann hafa verið viku- tíma á Fjalli á Skeiðum um vetur- inn og hefði sér batnað um leið og hann var kominn suður yfir Hvítá, en veikzt undir eins aftur er hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.