Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 16
268 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A 8 7 V G 10 6 5 ♦ Á G 3 + K 6 5 4 A G 10 9 5 2 y Á 4 ♦ 10 9 2 + 987 + Á K 4 V D 9 8 7 ♦ K D 5 + D G 10 UÐUR sagði 3 grönd, en betra hefði verið að segja 4 hjörtu, því að það er unnið spil. Út kom SG og S gaf hann, en næsta spaða varð hann að drepa. Þá sló hann út TD og drap með ás i borði og lét þar út H5. Það væri eðlilegast að A léti lághjarta í, en með því móti hefur S unnið spilið, því að þá verður V að eyða eina spilinu sem hann getur komizt inn á, og spaðinn er ónýtur. En A grunaði að hér væri ekki allt sem sýndist. Það var ein- kennilegt að ekki var spilað hæsta hjarta úr borði, ef spilarinn hugsaði sér að ná út kónginum. A drap því með kóng og sló síðan út spaða og þar með hafði S tapað spilinu. SKÁLDIN KAÞÓLSKU Hinn 8. sept. 1924 er þessi frétt í ísafold: — S. 1. sunnudag gerðust þau tíðindi í kaþólsku kirkjunni í Landa- koti, að Stefán skáld frá Hvítadal, sem fyrir skömmu hefir gerzt kaþólsk- ur maður, var sleginn til riddara Krists eða „biskupaður", sem svo er kallað. Athöfnin fór fram að sunginni messu og framdi hana prefekt kirkj- unnar hér á landi, Meulenberg, klæddur kórkápu með mítur á höfði, aðstoðaður af tveimur prestum. Flutti hann fyrst ræðu um eðli biskupunar- innar. Athöfnin sjálf felst í því, að lesnar eru latneskar bænir, síðan er NÝTT OG GAMALT — Þetta er mynd af einni elztu og stytztu götu í Reykja- vík — Veltusundi. Til vinstri cr fyrst hús Sigurþórs Jónssonar, en það byggði Gunnar Þorbjarnarson kaupmaður á sínum tíma. Það stendur á fyrstu lóðinni, sem íslenzkum kaupmanni var úthlutað í bænum. Næst sér á Leðurvöruversl- un Jóns Brynjólfssonar, og þar næst, handan við Austurstræti, er Thorvald- sensbazarinn og hús Magnúss Benjamínssonar, sem hann byggði í félagi við Rafn skóara. — Næst til hægri er bílastöð Steindórs. Þá sér á stafninn á Velt- unni, er gatan dregur nafn sitt af. Fyrir miðju er Björnsbakarí og Hótel Vik. Það þótti einu sinni stórhýsi, en nú má sjá að mælikvarðinn er breyttur, með því að líta á húsgaflinn, sem gnæfir þar yfir. Það er Landssímastöðin. (Ljósm. Gunnar Rúnar). sá smurður, sem á að biskupa. Þá er honum sleginn léttur kinnhestur, með- an sögð eru orðin: Pax tecum. En endað er á því að mæla með honum til forbónar safnaðarins og helgra manna. Þótti athöfnin áhrifamikil og fögur, að því er sagt er af þeim, sem viðstaddir voru. Guðfaðir Stefáns eða patríanus var Halldór Kiljan Laxness. MINNINGAR Á kvöldin fórum við með mjólkur- föturnar í bæarlækinn og þvoðum þær þar. Yfir lækinn var byggt hús — brunnhús — inni í því þvoðum við föturnar. En þegar það var búið, fór- um við út og settumst á brunnhús- vegginn. Stundum voru þá komnar fleiri stúlkur að læknum, svo að sam- tölin urðu oft fjörug og stundum nokk- uð löng. Þarna var skrafað og skegg- rætt um framtíðina og fleira. Hvað er eðlilegra en að æskuna dreymi fram- tíðardrauma, enda þó að þeir rætist aldrei. Það sakar ekki þó að við byggj- um borgir, ef við höfum nægilegt þrek til að horfa á hrun þeirra, ef svo vill verða. Við sáum óskalönd í fjarska. Og sumar okkar sáu þau aldrei öðruvísi en í hyllingum. Við byggðum vonahall- ir, sem hrundu áður en þær voru full- gerðar. — En nú er þetta allt breytt fyrir okkur. Við erum orðnar gamlar og gráhærðar, sem sátum einu sinni ungar á brunnhússveggnum, og sunxar eru komnar yfir á annað tilverusvið. Allt hlýðir sömu lögum: að lifa, eldast og deya. Og brunnhúsið, það er í lágum rústum og aldrei framar setjast þar ungar stúlkur til þess að bollaleggja um framtíðina. Og þangað er aldrei sótt vatn, því að vatnið rennur í járn- pípum heim í húsin. (Gamlar glæður). SKÚLI FÓGETI lenti í sjávarháska undan Svíþjóðar- strönd árið 1760. Þá kvað hann: Ei mun ennþá komið kvöld, kom í háska nauðum, þín er dýrðin, þín er öld, þú reisir frá dauðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.