Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 4
256 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gæddur; aðalatriðið er að beita þeim vel. Með þessu er lögð áherzla á, að vitið er ekki eingöngu ásköp- uð guðsgjöf, sem er og verður hið sama, hvernig sem með það er far- ið. Vitið má rækta. Einhver maður fæðist greindur, en verður vitur. Markmið allrar vísindalegrar kennslu er ekki einungis það, að kenna nemöndum staðreyndir, heldur jafnframt og engu síður að temja þeim sem hagkvæmastar rannsóknaraðferðir og sem beztar og samvizkusamlegastar hugsunar- venjur, þ. e. rétta beitingu vitsins við úrlausn hvers konar vanda- mála. Tök skynseminnar á við- fangsefnunum eru betri mæli- kvarði á andlegan þroska manna en þekkingin ein á staðreyndum. Hver hefur ekki þekkt greinda menn, sem kunna ekki eða hirða ekki um að beita viti sínu við lausn persónulegra vandamála, við geð- stjórn sína og umgengni við aðra menn? Þessir menn verða margir hverjir sjálfum sér og öðrum til vandræða. Þótt þeir séu greindir, hafa þeir ekki ræktað með sér mannvit. Þeir eru menn skap- heimskir. Þá kem ég að þriðja merkingar- þættinum í hugtakinu mannvit: Það er eins konar gildisskyn (Wert sinn, sens de valeur). Vitið velur sér viðfangsefni þau, sem því eru samboðin. Sumt er vert þess að verja tíma til þess að rannsaka það og hugsa um það, en sumt ekki: 23. v. Ósviðr maðr vakir of allar nætr ok hyggr at hvívetna; þá er móðr, er at morgni kemr, allt er víl, sem var. Vissulega er til dauð þekking, sem ekkert gildi hefur og er ein- ungis til óhægðar og byrði. Vitur maður sækist því ekki eftir þekk- ingu blátt áfram, heldur þeim sann- indum, sem hann finnur að hafa gildi fyrir sjálfan hann og mann- legt líf almennt. Þekkingin er hf- andi, þegar vér finnum gildi henn- ar og hún er hluti af reynslu vorri, og þá mun hún koma fram í verk- um vorum og breytni. En ef vér finnum ekki gildi einhverrar þekk- ingar, er hún dauð og því ekki líkleg til þess að hafa áhrif á breytni vora. Ég held að þetta sé rétt bæði frá sálfræðilegu og sið- fræðilegu sjónarmiði. Sálfræðingar nútímans hafa ótvírætt sýnt fram á fánýti þess og skaðsemi að troða í börn alls konar fróðleik, sem þau hafa engan áhuga á og sjá ekkert gildi í. Börn hafa ekki þroska til að læra eitthvað fyrr en þau geta að nokkru eða á sinn hátt fundið gildi þessarar þekkingar. Dauð þekking er barninu ekki einungis gagns- laus, heldur einnig stundum skað- samleg, því að hún kæfir hæglega hugsunargleði þess. Loks felst í hugtakinu mannvit mannskilningur, mannþekking. Sjálfsþekking og þekking og skiln- ingur á öðrum haldast í hendur og renna saman í heild hjá manni, sem hefur mikið mannvit. Mælikvarði á getu og gildi sjálfs sín öðlast maðurinn fyrst með því að bera sig saman við aðra: 64. v. Þá hann þat finnr, er með fræknum kemr, at engi er einna hvatastr. Þessi samanburður krefst jöfn- um höndum athugunar á öðrum og sjálfsskoðunar. Án athugunar á öðrum og samanburðar við þá verð- ur sjálfsþekkingin blekking ein, því að hún er í vissum skilningi afstæð eins og öll önnur þekking, og án sjálfsskoðunar verður þekking á öðrum yfirborðsleg. Mælikvarðinn á eigið gildi fæst einungis með samanburði við aðra. Introspection og extrospection, sjálfsskoðun og athugun á öðrum, verða að styðja hvor aðra til þess að vér öðlumst réttan mannskilning. Þetta hefur hinn forni höfundur Hávamála skil- ið vel og á þarna samleið méð nú- tímasálfræðingum. í Hávamálum er lögð rík áherzla á, að félagslífið og umgengni við aðra eigi mikinn þátt í því að koma mönnum til fulls andlegs þroska. Menn mannast fyrst og öðlast mannskilning af viðkynningu við aðra og með því að blanda geði við þá: 18. v. Sá einn veit, er víða ratar ok hefr fjölð of farit, hverju geði stýrir gumna hverr, sá er vitandi er vits. ....... . I . J '■ Höfundi Hávamála hefur verið einstaklega ljóst, að mannvitið þroskast ekki í lausu lofti eða í einangrun, heldur með því að laga sig að umhverfi og félagsmenningu. Skilningi Hávamála á þessu at- riði svipar til kenningar eins merk- asta sálfræðings nútímans, J. Pia- gets, um eðlisgerð og starfsháttu skynseminnar. Piaget telur eins og Stern og Claparéde, að skynsemin sé fólgin í vissri tegund aðlögunar að umhverfinu. Skynsemin hefur að vísu sína sérstöku gerð, og að- eins samkvæmt henni nær hún tök- um á umhverfinu. Hún samlagar því umhverfið að nokkru leyti gerð sinni. Þetta kallar Piaget samlögun (assimiliation). Hins vegar hefur umhverfið einnig nokkur áhrif á gerð og starfsháttu skynseminnar. Þetta kallar Piaget aðhæfingu (accommodation). Umhverfið mót- ar ekki skynsemina andspyrnu- laust, en hún breytir tökum sínum á því í samræmi við kröfur þess. Þetta jafnvægi milli assimilationar og accommodationar, jafnvægi gagnkvæmra áhrifa milli manns og umhverfis, nefnir Piaget aðlögun (adaptation). í þessari sálrænu að-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.