Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 Brúnsvala á hreiðri sínu. mikið lostæti, þá hlyti það einnig að vera gott mönnum. Og svo hafi þeir farið að eta hreiðrin hrá, en þá hafi verið skammt til þess, að farið hafi verið að matreiða þau á ýmsan hátt. Nokkur munur er á hreiðrunum. í hreiðrum Brúnsvölunnar er oft talsvert af fjöðrum, sem þarf að hreinsa burt áður en hreiðrin eru matreidd, en hreiður hvítu svöl- unnar eru alveg hrein. Svölurnar verpa í óteljandi hell- um á víð og dreif um Borneo, en lang mest í hinum svonefndu Gomatong-hellum. Þessir hellar eru inni í frumskógi, sem er svo þéttur, að ekki er hægt að komast í gegnum hann nema eftir smástíg- um, sem haldið hefir verið við um aldaraðir. Stærsti helhrinn heitir Simud Hitan og um stærð hans geta menn gert sér ofurlitla hug- mynd, er þeir heyra að hann er rúmmeiri heldur en St. Pálskirkjan í Lundúnum. Þarna gera Brún- svölurnar sér hreiður þúsundum saman, hátt uppi í hvelfingu hellis- ins og er ekki auðhlaupið að þeim. En Hvítsvölurnar hafast aðallega við í helli, sem nefnist Simud Putch. Þar er kolamyrkur, enda kunna Hvítsvölurnar bezt við það. Hreiðrunum er safnað tvisvar á ári, eftir að ungarnir eru farnir úr þeim. Menn haía gert ýmsa glugga á hellana og síga þar niður til þess að ná í hreiðrin, eða þcir hafa langa stiga, allt að 250 fct á lengd. Vegna myrkursins verða menn að hafa með sér ljós, og þyk.- ir það ekki gott verk að standa efst í þessum stigum, verða að halda á ljósinu með annari hendi, en safna hreiðrunum með hinni hendinni. Þeir, sem gefa sig að þessu eru aðallega menn af Dus- uns-þjóðflokki á Norður-Borneo. Hafa þeir stundað þessa atvinnu mann fram af manni kynslóðum saman, og eru orðnir mjög leiknir í list sinni, og enda þótt atvinnan sé stórhættuleg, verða mjög sjald- an slys. Þegar hreiðrunum hefir verið safnað saman, eru þau bundin í bagga og borin út úr frumskógin- um niður að sjó. Þaðan eru þau flutt á bátum til Sandakan. Skóg- málanefnd ríkisins á öll hreiðrin, því að þau eru talin með hlunn- indum skógarins. Hún tekur nú við þeim og geymir þau í sérstökum skemmum, þangað til kínverskir kaupmenn koma til þess að bjóða í þau. Hér er ekki um svo litla verslun að ræða. Baggarnir eru nefndir „pikuls“ og vegur hver þeirra um 130 pund, en rúmlega 200.000 slíkir baggar eru seldir ár- lega, og er venjulegt verð á þeim 20—30 dollarar fyxir hvert pund. Annað er merkilegt við Goman- tong hellana, að inni í þeim hefir um árþúsundaraðir safnast svo mikið af fugladrít, að nema mun um 5000 smálestum. Er þetta hinn ágætasti áburður þegar hægt verð- ur að ná í hann. Eins og fyr er sagt gera Kín- verjar súpu úr svöluhreiðrunurn, og þeir eru mestu snillingar heims- ins í allskonar súpugerð. Norður- álfumaður, sem eingöngu hafði vanist vestrænu mataræði, hefir sagt, að hann hafi aldrei bragðað betri súpu en úr svöluhreiðrum, nema ef vera kynni súpu af há- karls-bakugga — en hana fékk hann líka í Kína. C^"U®@®Ci>^ Veistu þetta ? HVERGI á jörðinni eru jafn miklir kuldar og á Suðurskaulslandinu. Frost getur orðiö þar fimm stigum meira heldur en mestu grimmdarfrost, sem mælzt hafa á norðurhveli jarðar. Veðr- átta er og miklu stormasamari á suður- hveli, heldur en annars staðar og veð ■ urhæðin oft óskaplcg. hess eru dæmi að stormur, sem fer með 160 km hraða á klukkustund, getur staðið látlaust dögum saman, og er slíkt óþekkt fyrir- brigði annars staðar. ★ ÁRIÐ 1912 komst Náttúrugripasafnið í Sydney í Ástralíu yfir mola af selenite og var innan í honum vængur af flugu Menn heldu þá að hér væri um mjög merkan grip að ræða, og mundi flugan, sem vængurinn var af hafa verið uppi fyrir 60—100 milljónum ára. En nú hefur vísindamaður, sem H. F. Whit- worth heitir, komizt að því, að hér hafa verið svik í tafli. Vængurinn er af sér- stakri tegund af engisprettu, sem nú ‘á heima í Ástralíu. Rauf hafði verið gerð í selenite-molann og vængnum stungið þar inn og síðan brætt yfir opið. Væng- urinn er ekki nema rúmlega 40 ára gamall. ★ Á FORMÓSU eru 8 milljónir íbúa, eða jafn margir og í allri Ástralíu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.